Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 14
Metfjöldi í meðferð vegna heimilisofbeldis Á síðasta ári leituðu 95 gerendur í heimlisofbeldismálum sér aðstoðar hjá verkefninu Karlar til ábyrgðar, þar af 54 sem voru að koma í viðtöl í fyrsta skipti. Gríðarleg aukning var á fjölda þeirra sem leituð sér meðferðar eftir að átak gegn heimilisofbeldi á Suðurnesjum hófst í ársbyrjun 2013 og er reiknað með álíka bylgju, þó af meiri stærðargráðu, samhliða átaki á höfuð- borgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur segir metfjölda í meðferð í fyrra hafa orðið til þess að verkefnið er komið að þolmörkum fjárveitingar. V ið segjum við þessa menn: Ég hafna því sem þú hefur gert rangt, ég hafna ofbeldi í allri mynd en ég virði þig sem manneskju og ég virði rétt þinn til að öðlast sjálfsvirðinguna aftur, og ég ætla að hjálpa þér við það,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur sem hefur, ásamt Andrési Ragnars- syni sálfræðingi, yfirumsjón með verkefninu Karlar til ábyrgðar sem er eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir þá sem beita ofbeldi á heimilum hér á landi. Metfjöldi gerenda var í viðtölum hjá þeim á síðasta ári, 95 manns, og eru þeir komnir að efri þolmörkum hvað fjármagn varðar. Karlar til ábyrgðar er verkefni sem hefur starfað með hléum frá árinu 1998 og var endurvakið af velferðar- ráðuneytinu árið 2006. Auk Einars Gylfa og Andrésar starfa við verk- efnið sálfræðingarnir Kristján Már Magnússon, sem sinnir meðferð á Norðurlandi, og Aðalbjörg Heiður Björgvinsdóttir, sem tekur viðtöl við kvenkyns þolendur og gerendur, en á síðasta ári var byrjað að veita kven- kyns gerendum meðferð og hafa tvær konur leitað sér aðstoðar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, veitti tveggja milljóna króna viðbótarframlagi til verkefnis- ins í haust og sagði við það tilefni: „Við mun um aldrei ná að draga úr of beldi í sam fé lag inu nema með því að aðstoða gerend ur til að láta af of- beld inu.“ Reikna með annarri bylgju Gríðarleg aukning varð á fjölda gerenda sem leituðu sér aðstoðar hjá KTÁ árið 2013 þegar 53 sóttu sér meðferð, samanborið við 37 árið áður, auk þess sem 25 héldu áfram meðferð frá fyrra ári. Einar Gylfi tengir þessa aukningu beint við sérstakt átak á Suðurnesjum gegn heimilisofbeldi sem hófst í febrúar 2013. „Við sáum aukningu á fjölda þeirra sem vísað var til okkar af félagsmálayfirvöldum þar sem það var hluti í barnaverndarmáli að ger- andi leitaði sér hjálpar. Við sáum líka að til okkar komu menn af Suður- nesjum, gerendur, sem höfðu sjálfir ákveðið að leita sér hjálpar eftir að umræðan í samfélaginu um heim- ilisofbeldi hafði sett af stað ákveðið ferli á þeirra heimili. Við reiknum fastlega með að sjá aftur bylgju í aukningu nú samhliða átaki á höfuð- borgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi og teljum að hún verði af meiri stærð- argráðu. Þar sem við erum komin að efri þolmörkum þess sem við getum sinnt gæti því stefnt í óefni. Á síðasta ári vorum við með 95 gerendur í við- tölum, 28 maka og alls voru viðtölin 551, auk hópmeðferðar í grúppu. Við höfum hins vegar alltaf mætt mikilli velvild hjá velferðarráðuneytinu og treystum því að gripið verði í taum- ana ef með þarf,“ segir hann. Koma að eigin frumkvæði Nafnið Karlar til ábyrgðar var valið þar sem meginþungi meðferðarinnar miðar að því að gerandi taki ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og þrói nýjar leiðir til að taka á uppbyggilegan hátt á því sem kann að koma upp í samskiptum. „Meðferðin byrjar á greiningarvinnu og eftir það er tekin ákvörðun um framhaldið. Um leið er makanum boðið í viðtal sem gagnast honum en kemur einnig að notum í meðferðinni, án þess að nokkuð sé borið á milli, þegar lagt er mat á alvarleika ofbeldisins því mögulega upplifir maki það á annan hátt en gerandinn. Meðferðin tekur sinn tíma og við miðum við að þeir sem koma í hópmeðferð séu hjá okkur vikulega í eitt ár,“ segir Einar Gylfi. Hann vekur athygli á því að þeir sem leita aðstoðar hjá KTÁ séu ekki dæmigerður þverskurður af þeim sem beita ofbeldi í nánum sam- böndum. „Flestir koma þeir að eigin frumkvæði eða eftir hvatningu frá maka. Þetta eru því þeir sem líta á eigin beitingu á ofbeldi vera vanda- mál. Hinir, sem líta ekki á ofbeldið sem þeirra vandamál, leita ekki til okkar,“ segir hann. 100% ábyrgð Í meðferðarvinnunni er lögð áhersla á fjóra meginþætti. „Í fyrsta lagi þarf að gera ofbeldið sýnilegt. Við förum í gegnum valin ofbeldistilvik – til dæmis það alvarlegasta, síðasta tilvik eða það fyrsta – og förum nákvæm- lega í gegnum það. Við förum yfir aðdragandann, hvað var sagt, hverju var svarað, hvort slegið var með opn- um lófa eða krepptum hnefa, hvort það voru áverkar. Við förum yfir hvert smáatriði frá upphafi til enda. 14 fréttaúttekt Helgin 10.-12. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.