Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 56
K vikmyndin Blóðberg segir frá fjölskylduföður sem bjargar samlöndum sínum með skrif-
um á sjálfshjálparbókum á meðan
móðirin bjargar fólki á spítalanum þar
sem hún vinnur sem hjúkrunarfræð-
ingur. En hvorugt þeirra hefur kjark
til að bjarga sjálfu sér. Undir óað-
finnanlegu yfirborðinu liggur gamalt
leyndarmál sem einn daginn bankar
upp á, og þá breytist allt. Þórunn
Arna Kristjánsdóttir leikur eitt aðal-
hlutverkanna og segir tökurnar hafi
gengið vonum framar og góð orka
hafi verið til staðar.
„Við tókum bróðurpartinn upp í
ágúst á síðasta ári, og svo líka í janúar
síðastliðnum,“ segir Þórunn. „Mér
finnst svo langt síðan við byrjuðum að
ég var nánast búin að gleyma plottinu
þegar ég sá svo myndina þegar hún
var forsýnd um síðustu helgi,“ segir
Þórunn en Blóðberg var forsýnd á
Stöð 2 um páskana. „Ég sá svo eigin-
lega ekkert af myndinni þar sem dótt-
ir mín krafðist mikillar athygli þegar
myndin var í gangi. Mér leist samt
vel á það sem ég sá,“ segir Þórunn.
„Hlutverkið var merkilega auðvelt,
enda er Björn Hlynur frábær leik-
stjóri sem lætur manni líða vel,“ segir
Þórunn sem segir Blóðberg sína
stærstu kvikmyndarullu til þessa.
„Ég lék lítið hlutverk í Málmhausi,
en þetta er það stærsta. Ég fór svo
beint úr tökunum á myndinni yfir
í tökur á Stelpunum, svo það má
segja að ég hafi skólast ágætlega
í kvikmyndaleik á stuttum tíma,“
segir Þórunn. „Það var gaman að fá
að leika á móti Hilmi Jenssyni sem
er bekkjarbróðir minn úr Leiklistar-
skólanum og það var skemmtilegt að
fylgjast með því að Hilmar Jónsson
og Harpa Arnardóttir, sem leika í
myndinni, eru líka bekkjarsystkin úr
skólanum og maður fann að samband
bekkjarsystkina er oft ansi magnað,“
segir Þórunn. „Það voru alveg sömu
neistar í gangi. Það hjálpar mikið að
leika á móti fólki sem stendur manni
nærri, fyrir vikið hafði maður engar
áhyggjur.
Maður kynnist mörgum í þessum
bransa og það er mikilvægt að rétta
orkan sé til staðar í samleiknum,“
segir Þórunn Arna Kristjánsdóttir
sem er fastráðin í Borgarleikhúsinu.
„Ég er í Billy Elliot og Beint í æð,
svo þetta eru ansi margar sýningar á
viku. En þegar það er svona gaman
þá mætir maður með bros á vör í vinn-
una.“
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
KviKmyndir Þórunn ArnA Kristjánsdóttir leiKur í BlóðBergi
Dóttirin
truflaði
forsýn-
inguna
Kvikmyndin Blóðberg
verður frumsýnd í kvöld í
Sambíóunum. Kvikmyndin,
sem framleidd er af Vest-
urporti og leikstýrt af Birni
Hlyni Haraldssyni, segir
sögu af hefðbundinni ís-
lenskri fjölskyldu í úthverfi
Reykjavíkur. Ein leikkona
myndarinnar, Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, segir
aðdragandann hafi verið
langan en tökuferlið yndis-
legt í alla staði.
Hlutverkið
var merkilega
auðvelt, enda
er Björn
Hlynur frábær
leikstjóri sem
lætur manni
líða vel.
Ég var búin að gleyma plottinu
þegar ég loksins sá myndina,
segir Þórunn Arna Kristjáns-
dóttir leikkona. Ljósmynd/Hari
reyKjAvíK KviKmyndAhátíð um helginA
Stuttar og fræðandi myndir í Bíó Paradís
Kvikmyndahátíðin Reykjavík
Shorts & Docs hefur verið haldin á
ári hverju síðan 2001 og dagskráin
jafnan mjög fjölbreytt. Um helgina
er hátíðin haldin í 15. skiptið og
fjölmargar áhugaverðar stutt- og
heimildamyndir á boðstólum í Bíó
Paradís. Óskarsverðlaunamyndin
CitizenFour, um uppljóstrarann
Edward Snowden, er ein heimilda-
mynda hátíðarinnar og mun leik-
stjóri hennar, Laura Poitras, verða
viðstödd sýningu myndarinnar og
verður með námskeið í heimilda-
myndagerð á hátíðinni.
Sumé – The Sound of Revolution
er fyrsta grænlenska heimilda-
myndin í fullri lengd en hún fjallar
um grænlensku rokkhljómsveitina
Sumé sem gerði garðinn frægan
á 8. áratuginum á Grænlandi og
víðar í Evrópu. Myndin gerir
hljómsveitinni góð skil en varpar
einnig ljósi á grænlenskt samfélag
þá og nú.
Heimildamyndin Bannað að vera
fáviti (No Idiots Allowed) er opn-
unarmynd hátíðarinnar í ár. Einu
sinni á ári fyllist Neskaupstaður
af þungarokkurum sem mæta á
Eistnaflug, einu hreinræktuðu
þungarokkshátíð landsins. Þó að
hátíðin, sem nú er haldin í tíunda
sinn, sé lítil á alþjóðlega vísu hafa
margar af stærstu þungarokk-
ssveitum heims spilað fyrir gesti
hátíðarinnar.
Fjöldi annarra stutt- og heim-
ildamynda verða sýndar á hátíð-
inni. Upplýsingar um allar myndir
hátíðarinnar og sýningartíma má
finna á www.shortsdocsfest.com
Miðasala á myndir hátíðarinnar fer
fram í Bíó Paradís. Hátíðin stendur
fram á sunnudag. -hf
56 menning Helgin 10.-12. apríl 2015
DUBLIN flug f rá
9.999 kr.
BARCELONA flug f rá
19.999 kr.
RÓM flug f rá
18.999 kr.
MÍL ANÓ flug f rá
18.999 kr.
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
Gerðu verðsamanburð,
það borgar s ig!
ÚLLEN,
DÚLLEN
DOFF!
AMSTERDAM flug f rá
12.999 kr.
maí 2015
jú l í - september 2015
maí - jú l í 2015
jún í - jú l í 2015
jún í 2015
*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið
nema annað sé tekið fram.
*
*
*
*
*