Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 38
„Miðað við
lífsstíl fólks í
dag er skyn-
samlegt
að aðstoða
líkamann við
þetta ferli til
að gera það
enn skilvirkara
og hreinsa
líkamann
þegar þess er
þörf.“
heilsa Helgin 10.-12. apríl 201538
Hreinsun
fyrir
líkamann
H eilsuhótel Íslands er staðsett á Ásbrú í Reykja-nesbæ, en það er einstakt svæði þar sem verið er að byggja upp nýtt heilsuþorp. Heilsuhótel-
ið er námskeiðs- og afþreyingarhótel og geta einstak-
lingar, fyrirtæki og félög nýtt sér þjónustu hótelsins,
sem er opið allan ársins hring. Ásdís Ragna Einars-
dóttir útskrifaðist með BSc-gráðu í grasalækning-
um árið 2005 frá University of East London. Hún sér
meðal annars um að halda fyrirlestra á Heilsuhótelinu
og nýtir þar þekkingu sína og reynslu til að stuðla að
bættri heilsu hótelgesta. „Hlutverk mitt er að fræða
gesti um áhrif mataræðis á heilsuna. Sjálf hef ég oft
orðið vitni af því að fæðan okkar er yfirleitt besta með-
ferðarúrræðið og einnig öflugur fyrirbyggjandi þáttur
í tengslum við líðan og einkenni fólks.“
Heilsueflandi fróðleikur
Eitt af markmiðum Heilsuhótelsins, að sögn Ásdísar
Rögnu, er að miðla heilsueflandi fróðleik og hvetja
fólk áfram til breytinga með því að tileinka sér betri
lífsvenjur. „Við bjóðum upp á fræðslu og fyrirlestra úr
ýmsum áttum sem miðla fjölbreyttu heilsutengdu efni
til gestanna.“ Að sögn Ásdísar Rögnu hentar meðferð
á Heilsuhótelinu flestu fólki, en ófrískum konum og
fólki sem glímir við illviðráðanlega króníska líkam-
lega eða geðræna sjúkdóma er ekki ráðlagt að dvelja
þar. „Einnig er varhugarvert að fara í slíka hreins-
un fyrir þá sem eru á miklum lyfjum og eins þá sem
glíma við insúlínháða sykursýki. Reynt er að meta það
í einstaka tilfellum hvort meðferðin henti viðkomandi
eða ekki,“ segir Ásdís Ragna. Dvölin stendur yfir í
tvær vikur, mögulega 7-10 daga ef fólk hefur komið
áður. Auk þess er boðið upp á helgardvöl frá föstu-
degi til sunnudags.
Hreinsunin hefur jákvæð áhrif
Það er stundum sagt að bæði þurfi að hvíla og hreinsa
líkama og sál. En hvernig hreinsar maður líkamann
af óæskilegum efnum? Ásdís Ragna segir að hreinsun
líkamans sé náttúrulegt afeitrunarferli sem sé alltaf
í gangi. „Miðað við lífsstíl fólks í dag er skynsamlegt
að aðstoða líkamann við þetta ferli til að gera það
enn skilvirkara og hreinsa líkamann þegar þess er
þörf. Það sem hægir á afeitrun líkamans er til dæm-
is streita, óæskileg aukaefni í fæðu og umhverfinu,
hreyfingarleysi, ofát, lyf og sjúkdómar.“ Ásdís segir
þá aðferð að hreinsa líkamann með náttúrulegri og
hreinni fæðu oft veita líkamanum hvíld frá ofáti og
streitu, aðferð sem hefur verið beitt frá örófi alda um
allan heim. „Eftir að hafa kynnt mér ítarlega hvaða
áhrif þetta hefur og upplifað hversu vel fólki líður eftir
meðferðina á þessum þremur árum sem ég hef starfað
sem fyrirlesari á Heilsuhótelinu þá er það klárt mál
Námskeiðin á Heilsuhóteli Íslands henta flestum
mjög vel. Þar er heilsutengdum fróðleik meðal
annars miðlað í formi fyrirlestra. Líkaminn er
hreinsaður með náttúrulegri og hreinni fæðu
og hann fær hvíld frá amstri dagsins og streitu.
að þessi hreinsun hefur í för með
sér jákvæða líðan og oftar en ekki
bættar lífsvenjur sem fylgja fólki
áfram eftir að heim er komið.“
Góðar lífsvenjur lykill að góðri
heilsu
Fæðutegundir úr jurtaríkinu inni-
halda að sögn Ásdísar Rögnu virk
náttúruefni sem hafa líffræðilega
mikla virkni á starfsemi líkamans.
„Því er aðaláherslan lögð á að neyta
þessarar fæðu til að hafa áhrif á að
koma jafnvægi á líkamann og bæta
almenna líffærastarfsemi. Maturinn
sem við leggjum okkur til munns
getur ýmist haft góð eða slæm áhrif
á okkur. Algengt er að fólk átti sig
ekki á samhengi þess hvað það borð-
ar eða gerir daglega og hvernig því
líður. Góð heilsa er ekki eingöngu
að vera laus við sjúkdóma heldur að
upplifa vellíðan, orku og hreysti í
daglegu lífi.“ Samhliða hreinsuninni
er gjarnan mælt með því að gestir
nýti sér böð, nudd og fleira sem er í
boði á hótelinu sem styðja við afeitr-
unarferlið og auka vellíðan.
Ásdís Ragna miðlar fróðleik sín-
um um allt sem viðkemur heilsu,
næringu, uppskriftum og lækningar-
jurtum á facebook-síðu sinni, www.
facebook.com/grasalaeknir.is. Nán-
ari upplýsingar starfsemi Heilsuhót-
elsins og næstu námskeið má nálgast
á heimasíðunni www.heilsuhotel.is
Unnið í samstarfi við
Heilsuhótel Íslands
Ásdís Ragna
Einarsdóttir grasa-
læknir fræðir gesti
Heilsuhótelsins um
áhrif mataræðis á
heilsuna. „Ég hef
orðið vitni að því
í starfi mínu hér
að fæðan okkar er
yfirleitt besta með-
ferðarúrræðið og
einnig öflugur fyrir-
byggjandi þáttur í
tengslum við líðan
og einkenni fólks.“
FYRIRLESARAR OG KENNARAR
Heilsunámskeið
Haust
Vetur
Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is
Heilsuhótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær
Hjúkrunarfræðingur BSc heilsuvísindi Yogakennari
Ásdís Ragna
Einarsdóttir
Grasalæknir
Heilsa, hvíld og gleði
Vigdís
Steinþórsdóttir
Chad
Keilen
Kristín
Stefánsdóttir
2. - 26. september, Heilsunámskeið , 2 vikur
Frábært tækifæri, enn laust.
*Staðfestingargjald 40.000.- Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur
2. -16. janúar, pantið tímanlega vinsæll tími
Sumar
1.-15. maí, H ilsunámsk ið, 2 vikur
rábært, enn laust.
Haust
2.-16. október pantið tímanlega, vinsæll tími