Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 26
hagsmunasambönd, ekki aðeins hjá almenningi eða höfðingjum heldur hjá kirkjunnar mönnum. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og seldist upp en Steinunn fann hana nýverið á forn- bókasölu. „Jón Arason biskup átti sex börn með fylgikonum sínum og var þannig að brjóta gegn einum helsta lagabálki kaþólsku kirkjunn- ar. Jón Arason fórnaði, sem þekkt er, lífi sínu fyrir baráttuna gegn því að kaþólskt regluboð væri aflagt á Íslandi en braut gegn því á veiga- mikinn hátt Hann ættleiddi fjögur af þessum börnum sínum, þar á meðal Þórunni Jónsdóttur sem átti Grundarstólinn fræga sem stendur á Þjóðminjasafninu. Þegar Þórunn er 14 ára gömul gefur Jón hana syni Brands príors við Skriðuklaustur sem sáttargjörð.“ Hagsmunahjónabönd tíðkuð- ust lengst af hjá valdamiklum fjöl- skyldum og það voru valdaaðilar sem börðust hvað hatrammast gegn boðun kaþólsku kirkjunnar um einkvæni sem og skírlífi kirkj- unnar manna. „Rannsóknir sýna að hagsmunasambönd tíðkuðust lengst meðal fólks í áhrifastöðum enda var mest í húfi hjá þeim og að almenningur hafi verið fyrri til að fylgja lögum um einkvæni. Þetta var staðan um alla Evrópu en ekki aðeins á Íslandi. Segja má að það hafi hér áður verið regla frekar en undantekning að kirkjunnar menn hafi átt konur og börn, en þeir gift- ust ekki heldur voru þær kallaðar fylgikonur,“ segir hún. Sængað fyrir opnum tjöldum Steinunn undrast að þrátt fyrir að fjölskyldumynstrið á miðöldum hafi verið á þá leið að höfðingjar áttu margar konur þá hafi það ekki fest sig í þeirri mynd sem við höfum af miðöldum á Íslandi. „Ef þú horfir á bíómynd sem á að gerast á þessum tíma þá er það alltaf kjarnafjölskyld- an sem birtist okkur, maður, kona og börn, en það var alls ekki raun- in,“ segir hún og veltir upp hvort það sé einhvers konar höfðingja- dýrkun sem geri að verkum að okk- ur finnist óþægilegt að hugsa um nafntogaða forfeður okkar á þann hátt að þeir hafi tekið sér ungar stúlkur sem eiginkonur í valdatafli. „Fram að siðaskiptum tíðkaðist einnig að eftir brúðkaupið þurftu hjónin að sænga fyrir opnum tjöld- um. Þarna erum við meðal annars að tala um ungar stelpur sem voru gefnar vinum feðra sinna,“ segir hún og tekur upp aðra bók af skrif- borðinu: „Ástarsaga Íslendinga að fornu“ eftir Gunnar Karlsson sem kom út fyrir tveimur árum. „Þarna skrifar hann gegn málf lutningi Ingu Huldar án þess þó að vitna í hana, sem og doktor Auði Magnús- dóttur sem hefur skrifað á sama hátt. Ég tek frekar undir með þeim Stúlkur voru notaðar sem peð í valda- tafli. Við uppgröftinn á Skriðuklaustri árið 2011. Ríflega 130 manns komu að verkefninu sem stóð í áratug. Mynd/Gísli Kristjánsson Könnunarskurðurtekinn við Helgafell á Snæfellsnesi 2014. Frá vinstri: Hermann Jakob Hjartarson, Hrafnhildur Helga Halldórsdóttir og Helga Jónsdóttir. Mynd/Stein- unn Kristjánsdóttir en það er ljóst að þetta er hitamál innan sagnfræðinnar.“ Steinunn bendir á að hún sé ekki að reyna að koma höggi á minn- ingu Snorra Sturlusonar eða Sturlu Þórðarsonar heldur einungis benda á að þeir hafi verið börn síns tíma. „Við gagnrýnum önnur trúarbrögð þar sem stúlkur eru gefnar ungar í hjónabönd en það er svo ótrúlega stutt síðan við gerðum þetta sjálf,“ segir hún. „Ég er viss um að marg- ar konur tóku þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja, því þetta var hin ríkjandi samfélagsgerð, en það breytir því ekki að klausturlíf var notað sem undankomuleið. Fræði- menn um alla Evrópu eru sammála um það. Guðrún Ósvífursdóttir var alls gefin fjórum sinnum, stundum ósátt við ráðahaginn, og á endanum gerðist hún einsetukona. Eftir að hafa verið gefin aftur og aftur not- aði hún þessa friðhelgi.“ Steinunn hefur ritað fræðigrein um þessi mál í fræðiritið Sögu sem kemur út í vor. „Þetta er ritrýnt rit og ég er mjög ánægð með að greinin verði birt þar,“ segir hún. Stórmerkileg kirkjuklukka Steinunn rekur áhuga sinn á forn- leifum aftur til æskunnar en talið var að við sveitabæinn sem hún ólst upp á svæði fornmunahaugur. „Ég er frá bæ á sunnanverðum Vest- fjörðum, Breiðalæk á Barðaströnd. Þar fyrir neðan stóð hóllinn Gellis- hóll sem talinn var geyma heiðna gröf. Ég reyndar gróf í hann seinna þegar ég var orðinn fornleifafræð- ingur og þá kom í ljós að þetta var ekki fornminjahaugur, heldur sigl- ingamerki fyrir Hagavaðal. Ég veit satt að segja ekki af hverju ég fylgdi eftir þeirri hugmynd að gerast forn- leifafræðingur en ég er mjög ánægð með að ég gerði það, ég hef verið heppin með verkefni og mér hefur gengið vel. Ég held að það sé for- vitnin sem hefur drifið mig áfram. Ég var ekki sérlega sterk í sögu í skóla og var áhugasamari um það sem stóð á spássíunni og neðan- máls. Það sem skilur að sagnfræði og fornleifafræði er að við erum í smáatriðunum. Sagnfræði og ritað- ar heimildir gefa myndina í stórum dráttum, um lagabálka og hvernig hlutirnir áttu að vera. Raunveru- leikinn og hversdagslífið er í forn- leifunum.“ Auk kennslunnar vinnur Stein- unn nú að víðtækri fornleifarann- sókn sem miðar að því að skrá minj- ar allra klaustra sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma, á árunum 1000 til 1550. Stóra markmiðið er að skoða áhrif klaustranna og umsvif í íslensku miðaldasamfélagi. Rann- sóknin er unnin fyrir fjárframlög frá Rannsóknasjóði Íslands, Rann- sóknasjóði Háskóla Íslands og sam- starfsaðilum. Starfsmaður verk- efnisins er Vala Gunnarsdóttir safnafræðingur og saman eru þær Steinunn nú að fara yfir loftmyndir, lesa ritaðar heimildir og undirbúa rústaleit. Þær leita einnig gamalla muna úr klaustrunum en sumir þeirra hafa ratað í kirkjur. „Vala er þegar búin að finna afskaplega merkilega kirkjuklukku sem er í Helgafellskirkju og er sennilega sú eina sem til er í heiminum. Hún er merkt Katrínu af Aragon, fyrstu eiginkonu Hinriks áttunda Eng- landskonungs. Við höfum verið í sambandi við sérfræðinga um allan heim og svo virðist sem allar svona klukkur hafi verið bræddar upp, nema þessi sem hefur orðið eftir í Helgafellskirkju,“ segir Steinunn sem hlakkar til sumarsins þegar frekari rannsóknir verða gerðar. „Þetta verður gríðarlega spenn- andi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 26 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.