Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 60
 Í takt við tÍmann Egill PlodEr ottósson Er á leiðinni á One Direction tónleika í Gautaborg í sumar Staðalbúnaður Ég reyni eftir fremsta megni að vera fínn og koma vel fyrir. Í fataskápnum er mikið af Cheap Monday-buxum og ýmsum skyrtum en svo er þetta bara blanda af rosa mörgu. Ég missti mig í Samsøe & Samsøe í Danmörku um jólin og svo eru alltaf nokkrar flíkur úr H&M þarna líka. Ég er annars ekki mikið að elta tísku- strauma en ég ætti kannski að gera það. Ég læt ekki sjá mig á opinberum vettvangi án þess að vera með eitthvað í hárinu og nú nota ég Hairbond vax sem ég kaupi á Reykja- vík Hair. Félagarnir segja reyndar að það sé farinn að þynnast á mér kollurinn en það er djöfulsins rugl. Lj ós m yn d/ H ar i Egill Ploder Ottósson er tvítugur Seltirningur sem er einn stjórnenda sjónvarpsþáttarins Áttunnar sem fer í loftið á Mbl.is á sunnu- dag. Egill er einn fjórði Austurríkismaður og var meðlimur í hljómsveitinni F.U.N.K. sem tók þátt í Eurovision í fyrra. Hann horfir á Grey’s Anatomy og er stoltur af því. Hugbúnaður Ég spila fótbolta með stórveldinu Kríu á Seltjarnarnesi og við verðum í fjórðu deildinni í sumar. Ég vil halda mér djúpum á miðjunni, eins og Lucas Leiva hjá Liverpool. Ég er einmitt harður Púlari. Annars finnst mér rosa gaman að hanga með félög- unum og fara kannski á Brooklyn Bar og fá okkur einn, tvo kalda. Svo er alltaf þægilegt að liggja uppi í rúmi og horfa á þætti og bíómyndir. Við kærastan erum nýbyrjuð að horfa á Grey’s Anatomy og ég skammast mín nákvæmlega ekkert fyrir það. Svo horfi ég líka á Walking Dead og Suits. Það er hins vegar erfiðasta spurning í heimi að svara hverjar eru uppá- halds myndirnar mínar, það er síbreytilegt. Vélbúnaður Ég er ekkert sérstakur í tækjunum. Ég á Lenovo-fartölvu sem er að detta í sundur, en virkar þó. Svo er ég með iPhone 4s. Það er auðvitað helvíti gömul týpa og það er í kort- unum að fara að skipta henni út. Ég reyni að vera virkur á samskiptamiðlunum; Facebo- ok, Instagram, Snapchat og Twitter. Svo hangi ég óþarflega mikið í Bloons TD Battle í símanum og keppi við lið á netinu. Ef ein- hver þorir í mig er ég egill2424 á Gamecen- ter – ég er ennþá ósigraður þar. Aukabúnaður Ég er einn fjórði Austurríkismaður og mamma gerir betra snitsel en nokkur annar. Það og naut og bernaise er besti maturinn sem ég fæ. Ég er í fjarþjálfun hjá Agli Einars- syni svo ég borða mestmegnis hrökkbrauð og kotasælu þessa dagana en ef ég fæ mér skyndibita fer ég oftast á Hanann. Ég keyri um á Toyota Yaris sem kærastan á en ég fæ oftast að hafa, það er alveg nauðsynlegt að vera á bíl þegar maður býr í Norðlingaholt- inu. Ég hlusta mikið á tónlist og reyni að syngja líka. Stefnan er að láta til mín taka í tónlistinni í framtíðinni. Í sumar er stefnan sett til Gautaborgar með nokkrum félögum. Við ætlum að vera þar í viku og fara á One Direction-tónleika. Við erum miklir aðdá- endur. 60 dægurmál Helgin 10.-12. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.