Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 60

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 60
 Í takt við tÍmann Egill PlodEr ottósson Er á leiðinni á One Direction tónleika í Gautaborg í sumar Staðalbúnaður Ég reyni eftir fremsta megni að vera fínn og koma vel fyrir. Í fataskápnum er mikið af Cheap Monday-buxum og ýmsum skyrtum en svo er þetta bara blanda af rosa mörgu. Ég missti mig í Samsøe & Samsøe í Danmörku um jólin og svo eru alltaf nokkrar flíkur úr H&M þarna líka. Ég er annars ekki mikið að elta tísku- strauma en ég ætti kannski að gera það. Ég læt ekki sjá mig á opinberum vettvangi án þess að vera með eitthvað í hárinu og nú nota ég Hairbond vax sem ég kaupi á Reykja- vík Hair. Félagarnir segja reyndar að það sé farinn að þynnast á mér kollurinn en það er djöfulsins rugl. Lj ós m yn d/ H ar i Egill Ploder Ottósson er tvítugur Seltirningur sem er einn stjórnenda sjónvarpsþáttarins Áttunnar sem fer í loftið á Mbl.is á sunnu- dag. Egill er einn fjórði Austurríkismaður og var meðlimur í hljómsveitinni F.U.N.K. sem tók þátt í Eurovision í fyrra. Hann horfir á Grey’s Anatomy og er stoltur af því. Hugbúnaður Ég spila fótbolta með stórveldinu Kríu á Seltjarnarnesi og við verðum í fjórðu deildinni í sumar. Ég vil halda mér djúpum á miðjunni, eins og Lucas Leiva hjá Liverpool. Ég er einmitt harður Púlari. Annars finnst mér rosa gaman að hanga með félög- unum og fara kannski á Brooklyn Bar og fá okkur einn, tvo kalda. Svo er alltaf þægilegt að liggja uppi í rúmi og horfa á þætti og bíómyndir. Við kærastan erum nýbyrjuð að horfa á Grey’s Anatomy og ég skammast mín nákvæmlega ekkert fyrir það. Svo horfi ég líka á Walking Dead og Suits. Það er hins vegar erfiðasta spurning í heimi að svara hverjar eru uppá- halds myndirnar mínar, það er síbreytilegt. Vélbúnaður Ég er ekkert sérstakur í tækjunum. Ég á Lenovo-fartölvu sem er að detta í sundur, en virkar þó. Svo er ég með iPhone 4s. Það er auðvitað helvíti gömul týpa og það er í kort- unum að fara að skipta henni út. Ég reyni að vera virkur á samskiptamiðlunum; Facebo- ok, Instagram, Snapchat og Twitter. Svo hangi ég óþarflega mikið í Bloons TD Battle í símanum og keppi við lið á netinu. Ef ein- hver þorir í mig er ég egill2424 á Gamecen- ter – ég er ennþá ósigraður þar. Aukabúnaður Ég er einn fjórði Austurríkismaður og mamma gerir betra snitsel en nokkur annar. Það og naut og bernaise er besti maturinn sem ég fæ. Ég er í fjarþjálfun hjá Agli Einars- syni svo ég borða mestmegnis hrökkbrauð og kotasælu þessa dagana en ef ég fæ mér skyndibita fer ég oftast á Hanann. Ég keyri um á Toyota Yaris sem kærastan á en ég fæ oftast að hafa, það er alveg nauðsynlegt að vera á bíl þegar maður býr í Norðlingaholt- inu. Ég hlusta mikið á tónlist og reyni að syngja líka. Stefnan er að láta til mín taka í tónlistinni í framtíðinni. Í sumar er stefnan sett til Gautaborgar með nokkrum félögum. Við ætlum að vera þar í viku og fara á One Direction-tónleika. Við erum miklir aðdá- endur. 60 dægurmál Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.