Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 12
n Á Íslandi er
atvinnuþátttaka
kvenna sú hæsta í
OECD löndunum, með
meira en 77% kvenna
á vinnumarkaðinum.
Meðaltalið er 59,6%.
n Á Íslandi er
fæðingartíðni með
því hæsta sem gerist
innan OECD ríkjanna
með 2,22 börn á
hverja konu. Meðal-
talið er 1,74 börn á
hverja konu.
n 8,2% barna á Ís-
landi lifa við fátækt,
sem er töluvert undir
12,7% meðaltalinu.
n Íslensk heimili eru
minni en meðal heim-
ili OECD ríkjanna,
með 2,57 meðlimi í
heimili. Meðaltalið er
2,63 meðlimir.
(Tölur frá árinu 2009)
Meðalfjöldi
vinnustunda á viku
2014:
Danmörk 33,4 klst.
Noregur 33,9 klst.
Svíþjóð 36,3 klst.
Finnland 37 klst.
Ísland 40,6 klst.
Heimild Eurostat.
Styttri
vinnuvika
er líka
kjarabót
F lestar rannsóknir á atvinnu- og fjölskyldujafnvægi koma frá Norðurlöndunum. En við
getum í raun ekki nýtt okkur þær
því þar er vinnudagurinn styttri en
hjá okkur,“ segir Ragnheiður Eyj-
ólfsdóttir sem rannsakaði jafnvægi
milli atvinnu og fjölskyldu á Íslandi
í mastersverkefni sínu í vinnusál-
fræði við Háskólann í Reykjavík.
Auk þess að vinna meira en aðrar
þjóðir þá er atvinnuþátttaka hér
á landi mjög há miðað við OECD-
löndin, sérstaklega meðal kvenna.
Auk þess er fæðingartíðnin hærri
á Íslandi og fjöldi einstæðra for-
eldra hærri en gengur og gerist í
OECD-löndunum. Ragnheiður telur
að miðað við þessar staðreyndir þá
Það virðist vera innprentað í íslenska þjóðarsál
að vinnan göfgi manninn. Að því meira sem þú
vinnur því betri maður hljótir þú að vera. Rann-
sóknir sýna þó að á Íslandi líður vinnandi fjöl-
skyldufólki almennt ekki vel. Fólk er þreytt og
undir miklu álagi, því finnst það ekki fá næg laun
fyrir vinnuna sína og er með samviskubit yfir því
að geta ekki eytt tíma með börnunum sínum,
eins og fram kom í Fréttatímanum þann 13. mars
síðastliðinn. Í rannsókn sem Ragnheiður Eyjólfs-
dóttir, verkefnastjóri símenntunar á Suðurnesjum,
gerði árið 2013 með styrk frá Jafnréttisstofu
kemur fram að 40% aðspurðra telja styttingu
vinnuvikunnar geta aukið lífsgæði og auðveldað
barnafólki að samtvinna fjölskyldulíf og atvinnu.
ætti samræming atvinnu og fjölskyldu að vera
flóknari á Íslandi en annarsstaðar og hvatning til
aðgerða að hálfu atvinnurekenda og stjórnvalda.
„Hin margfræga McKinsey-skýrsla frá árinu
2012 sýndi okkur svart á hvítu að framleiðni
vinnuafls á Íslandi er 20% lægri en hjá helstu ná-
grannaþjóðunum. Mér finnst rökrétt að gera ráð
fyrir því að eitthvað af ofangreindu gæti hugsan-
lega verið áhrifavaldur því flestar þjóðir sem við
berum okkur saman við vinna minna og eiga
færri börn að meðaltali. Foreldraviðtöl, uppákom-
ur í skólanum, skutl og veikindi sinnum tveir eða
þrír plús fleiri vinnustundir eru mjög líklegir
áhrifavaldar aukinnar streitu íslenskra foreldra.“
40% vilja færri vinnustundir
Megin rannsóknarspurning Ragnheiðar var
hvort að foreldrum fyndist erfitt að ná jafnvægi
milli atvinnu og fjölskyldu. Athyglisvert er að
þrátt fyrir langan vinnudag og streitu þá sagði
um helmingur aðspurðra það ganga vel að ná
jafnvægi milli vinnu og heimilis, sérstaklega í
þeim fyrirtækjum þar sem var skýr fjölskyldu-
stefna og mikill sveigjanleiki í starfi. „Þetta
finnst mér vera tækifæri fyrir fyrirtæki. Ef þau
eiga til fjölskyldustefnu þá er mikilvægt að halda
henni á lofti en ef hún er ekki til þá er upplagt
að leggja línur að því að innleiða hana. Það er
auðvitað hagur allra í samfélaginu að það ríki
jafnvægi á milli fjölskyldunnar og vinnumark-
aðarins. Hagur starfsfólksins er hugarfarslegur
og heilsufarslegur því hann skilar sér í meiri
starfsánægju og afköstum og hann minnkar
veikindafjarvistir. Fyrirtækin hagnast auðvit-
að á því. Og svo er það hagur þjóðfélagsins að
starfsfólk sé við sem besta heilsu. Langvarandi
streita getur stuðlað að þunglyndi, kvíða, kulnun
í starfi og jafnvel haft „burnout“ í starfi í för með
sér,“ segir Ragnheiður en þetta eru allt þættir
sem ekki hafa enn verið skoðaðir á Íslandi. „Við
erum vön að vinna mikið á Íslandi, það er töff
að vinna mikið og það á alltaf að vera brjálað að
gera en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að
fólk vill vinna minna. Þegar þátttakendur voru
spurðir hvaða atriði þeim þættu líklegust til að
draga úr árekstrum milli fjölskyldu og atvinnu og
gætu stuðlað að auknu jafnvægi var langstærsta
svörunin við fækkun vinnustunda eða um 40%.
Næst á eftir koma 26% sem vilja aukið sjálfstæði í
starfi, 24% sem vildu lækka yfirvinnu og 22% sem
gátu hugsað sér að lækka starfshlutfall.“
Meiri tími með fjölskyldunni er líka
kjarabót.
Ragnheiður telur mikilvægt að hafa tímann í
huga í komandi kjaraviðræðum því þó mikilvægt
sé að hækka launin þá sé tíminn líka dýrmætur.
„Ef við horfum á prósentuhækkun þá hallar á
þá sem hafa lægstu launin. Það segir sig sjálft að
2,5% hækkun fyrir einhvern sem er með 250.000
í mánaðarlaun er engin hækkun miðað við þann
sem er með 2,5 milljónir á mánuði. Krónutölu-
hækkunin telur meira á þann sem er lægra laun-
aður svo manni finnst það sanngjarnara. En svo
spilar auðvitað annað inn í eins og menntun og
reynsla. Það vilja allir eitthvað fyrir sinn snúð.
Auðvitað þarf launahækkanir en við getum líka
haft vinnustundir í huga í viðræðunum. Klukku-
tími er alltaf klukkutími. Klukkutími kemur sér
alltaf vel, sama hvort þú ert með há eða lág laun.
Fækkun vinnustunda er í raun ígildi launahækk-
unar sem kemur sér vel fyrir alla.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Á Íslandi hefur alltaf þótt
töff að vinna mikið en
rannsóknir sýna að ís-
lenskir foreldrar upplifa
streitu og kvíða vegna
mikils álags. Á Íslandi
eigum við fleiri börn og
vinnum meira en aðrar
þjóðir OECD-ríkjanna.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
telur að styttri vinnuvika
gæti dregið úr álagi á
fjölskyldufólk og á sama
tíma aukið framleiðni.
Ragnheiður Eyjólfs-
dóttur, verkefnisstjóri sí-
menntunar á Suðurnesj-
um. Ragnheiður skoðaði
jafnvægi milli atvinnu og
fjölskyldulífs á Íslandi
í mastersverkefni sínu
í vinnusálfræði við Há-
skólann í Reykjavík.
12 úttekt Helgin 10.-12. apríl 2015
Við lifum nú tíma þar sem fjölmiðlun
skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr.
Með samruna fjölmiðla, tölvutækni
og fjarskipta hefur fjölmiðlalandslagið
breyst til muna og nýir miðlar litið dags-
ins ljós. Þessi veruleiki kallar á áleitnar
spurningar um tjáningarfrelsið og frið-
helgi einka lífs, ábyrgð á ummælum,
lögsögureglur og stöðu og framtíð
tungumála á fámennum málsvæðum. Mikilvægi rannsókna á
sviði fjölmiðlunar hefur því sjaldan verið meira en nú.
Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar
Meistara- og diplómanám
í fjölmiðla- og boðskipta-
fræðum
– í samstarfi Háskólans á Akureyri
og Háskóla Íslands
Helstu námskeið:
• Kenningar í fjölmiðla- og boðskiptafræðum
• Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi í alþjóðlegu
samhengi
• Stafrænir miðlar
• Fjölmiðlar: Framleiðsla, notendur og áhrif
• Stjórnmál og fjölmiðlar
• Aðferðir í fjölmiðlarannsóknum
Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands bjóða í staðnámi og fjarnámi nýtt meistara- og diplómanám um
fjölmiðla og boðskipti. Meginmarkmið nýja námsins er að auka skilning okkar á flóknu, fjölbreyttu og
síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi.
Nánari upplýsingar:
Margrét S. Björnsdóttir sími: 867 7817, netfang: msb@hi.is
Valgerður A. Jóhannsdóttir sími: 899 9340, netfang: vaj@hi.is
Birgir Guðmundsson netfang: birgirg@unak.is
Umsóknarfrestir:
Háskóli Íslands: 15. apríl meistaranám, 5. júní diplómanám.
Háskólinn á Akureyri: 5. júní meistara- og diplómanám.
Aðgangskröfur:
BA-, BEd-, BS-, próf eða sambærilegt með 1. einkunn í meistara-
námið, en þeir sem eru með lægri einkunn fá inngöngu í diplóma -
námið.
Fjölbreyttir
atvinnumöguleikar
Auk rannsókna, greininga, upplýsingamiðlunar
eða kennslu á vegum stofnana og fyrirtækja
veit ir námið góðan undirbúning undir ráð gjafar-
og stjórnunarstörf á fjölmiðlum eða tengdum
stofnunum, hjá alþjóðastofnunum, stjórnmála-
flokkum, auglýsinga- og kynninga fyrirtækjum,
samtökum eða fyrirtækjum sem eiga mikið undir
samstarfi við fjölmiðla. FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD
FÉLAGSVÍSINDADEILD
www.stjornmal.hi.iswww.unak.is
Nýtt nám: Fjölmiðla- og boðskiptafræði