Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 62
Óttar Norðfjörð situr sveittur
við að skrifa kvikmynda-
handrit. Í bakgrunni
New York árið 2044?
Mynd/Pétur Antonsson
Bíó óttar Norðfjörð með tímaflakkstrylli í smíðum
Það er ekkert íslenskt við þessa bíómynd
Rithöfundurinn Óttar Norð-
fjörð hefur undanfarið unnið
að kvikmyndahandriti ásamt
kvikmyndargerðarmanninum
Davíð Ólafssyni. Myndin sem
ber heitið Causality er spennu-
mynd þar sem notast er við
tímaflakk á mjög eðlisfræðileg-
um grundvelli.
„Þetta er vísindatryllir,“ segir
Óttar Norðfjörð. „Ég var búinn
að vera með þessa hugmynd
í kollinum í þrjú til fjögur ár,
um eðlisfræðing sem kannar
möguleika tímaflakks til þess
að finna morðingja fjölskyldu
sinnar,“ segir Óttar. „Ég bar
þessa hugmynd undir Davíð
sem kom svo inn í þetta með
mér. Sagan gerist í New York og
það er ekkert íslenskt við þessa
mynd,“ segir Óttar. „Enda erum
við að reyna við erlenda fram-
leiðsluaðila og erlent fjármagn,“
segir Óttar.
„Við förum á kvikmyndahá-
tíðina í Cannes í næsta mánuði
þar sem handritið verður kynnt
og við reynum að freista þeirra
sem gætu haft áhuga,“ segir
Óttar. „Þetta er langt ferli og við
erum á byrjunarreit, en þetta er
spennandi.“
Hönnuðurinn Pétur Atli Ant-
onsson hefur teiknað nokkrar
myndir af mögulegu útliti
myndarinnar og segir Óttar
að þær ættu að hjálpa til við
kynninguna. „Myndin gerist
í New York á okkar tímum og
árið 2044 og þessar myndir eru
mjög skemmtilegar, og sýna
mjög góða mynd af því sem við
erum að skapa,“ segir Óttar
Norðfjörð handritshöfundur. -hf
tóNlist Ása BergliNd gefur út plötu með tóNum og trix
Þjóðþekktir popparar syngja
með ellismellum í Þorlákshöfn
Tónar og trix er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn sem hefur unnið saman síðan vorið
2007. Þá stóð upphaflega til að halda tveggja vikna námskeið fyrir eldri borgara í Þorlákshöfn,
þar sem unnið var með tónlist á skapandi hátt. Það var lokaverkefni stjórnanda hópsins, Ásu
Berglindar Hjálmarsdóttur, í námi við Listaháskóla Íslands. Verkefnið gekk vonum framar og nú
hefur hópurinn ráðist í gerð hljómplötu sem kemur út í vor, og naut hópurinn liðsinnis nokk-
urra af frægustu söngvurum landsins við gerð plötunnar.
t ónar og trix er tónlistarhópur eldri borgara sem er í músíkalskri ævin-týraför. Þau hafa undanfarna mánuði
unnið hörðum höndum að því að æfa og taka
upp plötu með aldeilis frábærum tónlistar-
mönnum sem fyrirhugað er að komi út í maí.
Stjórnandi hópsins, Ása Berglind Hjálmars-
dóttir, segir starfið vera ævintýralegt og
ótrúlega skemmtilegt. „Þetta byrjaði nú bara
sem útskriftarverkefnið mitt úr Listaháskól-
anum og nú, átta árum síðar, erum við að
gera plötu,“ segir Ása.
„Á síðustu vortónleikum vorum við að taka
þekkt íslensk dægurlög í „Latin“ útgáfum og
hugmyndin að plötu kom upp. Það hefur svo
gengið alveg rosalega vel, hópurinn er svo
jákvæður og það er mikil spenna í Þorláks-
höfn fyrir þessu öllu saman,“ segir Ása.
Í Tónum og trix eru 20 eldri borgarar og
segir Ása þau oft halda að hún sé ekki með
öllum mjalla þegar hún ber upp sumar hug-
myndirnar við þau. „Þau eru svo hæversk
og yndisleg, og oft þarf ég að stappa í þau
stálinu og segja þeim að þau geti þetta
alveg,“ segir Ása. „Þau koma sjálfum sér á
óvart í hvert sinn þrátt fyrir að þeirra fyrstu
viðbrögð séu oft á þá leið að þau halda að þau
geti þetta ekki.“
Eins og gefur að skilja með fólk sem kom-
ið er á besta aldur þá hafa einhverjir fallið frá
á þeim átta árum sem félagsskapurinn hefur
starfað. „Það er bara eins og gengur,“ segir
Ása. „Þeir meðlimir eru þó svo sannarlega
með okkur í anda, við finnum fyrir því.“
Á plötunni sem kemur út í vor koma
nokkrir gestasöngvarar við sögu, og eru það
engir aukvisar. „Við fengum Jónas Sigurðs-
son, Kristjönu Stefánsdóttur, Unnstein
Manúel, Sigtrygg Baldursson og Sölku Sól
til þess að syngja,“ segir Ása. „Þau tóku öll
ótrúlega vel í þetta og voru mjög jákvæð.
Það er mikil spenna í hópnum að fá að hitta
þessar stjörnur, þar sem þau hittust aldrei á
upptökutímanum,“ segir Ása.
Söfnun fyrir framleiðslu plötunnar er á
Karolina Fund og hægt er að leggja verk-
efninu lið þar.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Það er mikið fjör í Tónum og trix og fyrsta plata ellismellanna er væntanleg í vor. Þau njóta aðstoðar þekktra poppara á
plötunni, svo sem Jónasar Sig, Kristjönu Stefáns, Unnsteins í Retro Stefson, Sölku Sólar og Sigtryggs Baldurssonar.
... ævin-
týralegt
og
ótrúlega
skemmti-
legt.
Ein
ákvörðun
getur öllu
breytt
www.allraheill.is
Stúdentaleikhúsið frumsýnir MIG í kvöld, föstudagskvöld. Verkið fjallar um sjálfs-
mynd ungs fólks á Íslandi.
leikhús stúdeNtaleikhúsið frumsýNir mig
Sjálfsmynd ungs
fólks mismunandi
MIG fjallar um þig, mig, okkur og
alla hina, segir í kynningartexta
leikhússins og segir Vilhelm Þór
Neto, formaður Stúdentaleikhúss-
ins og einn leikara sýningarinnar,
verkið taka á sjálfsmynd ungs fólks.
„Þetta er byggt á sögum allra
leikaranna,“ segir Vilhelm Þór.
„Við skrifuðum þetta saman í
samstarfi við Öddu Rut leikstjóra.
Vinnan hófst á fimm daga nám-
skeiði leikhússins sem var í haust,
en það er fastur liður hjá okkur að
halda slík námskeið þar sem nýir
meðlimir bætast við hópinn,“ segir
Vilhelm.
„Sjálfsmynd ungs fólks á Íslandi
er margbreytileg og gaman að
sjá hvað það er sem mótar okkur
af því samfélagi sem við búum í,“
segir Vilhelm. „Það er alltaf mikið
talað um að Ísland sé best í heimi,
en ef maður fer að skoða það nán-
ar, þá er það kannski ekkert best,“
segir Vilhelm.
Í sýningunni eru 18 leikarar
og einn tónlistarmaður og öll
komu þau að sköpun verksins.
„Hópurinn er mjög fjölbreyttur,“
segir Vilhelm. „Bæði fólk sem
hefur verið í nokkrum sýningum
áður, en einnig fólk sem aldrei
hefur sýnt með okkur. Undirbún-
ingurinn hófst nánast um leið og
námskeiðinu lauk og það fer mikil
vinna í þetta, þar sem þetta er
áhugaleikhús,“ segir Vilhelm.
Stúdentaleikhúsið hefur í vetur
unnið hörðum höndum að því að
leikhúsvæða nýtt húsnæði leik-
félagsins að Strandgötu 75 í Hafn-
arfirði þar sem MIG verður sýnt.
Þar má nú finna kaffihús ásamt
lifandi skólastofu. „Við erum búin
að setja tíu sýningar á dagskrá
og bætum svo við ef vel gengur,“
segir Vilhelm Þór Neto, leikari og
formaður Stúdentaleikhússins.
Allar nánari upplýsingar um
sýninguna má finna á Facebook
síðu Stúdentaleikhússins.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
62 dægurmál Helgin 10.-12. apríl 2015