Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 48
Helgin 10.-12. apríl 201548 tíska F rá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á förðun, tísku og andlitum,“ segir Helga Kristjánsdóttir förðunarfræðingur. „Ég fylgdist með móður minni taka sig til fyrir vinnuna sína á Alþingi með stjörnur í augunum,“ segir hún en Aðalheiður Birgisdóttir, móðir hennar, vann lengi á skrif- stofum Alþingis. „Hún notaði svo fallega og sterka liti og umbúðirnar – maður minn! Þessar snyrtivörur voru keyptar í útlöndum og voru í gylltum umbúðum, YSL. Þetta var á miðjum níunda áratuginum og hárspreyið var heldur ekki sparað í permanentað hárið. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vinna í tískubransanum, á einn eða annan hátt,“ segir hún. Helga starfar sem tískublaðamað- ur, förðunarmeistari og stílisti hjá tímaritinu Vikunni. „Ég sé sem sagt um að gera forsíðufyrirsæturnar okkar sérstaklega fínar, farða þær og greiði og sé um að allt heildarút- lit smelli saman. Það mætti því vel segja að ég sé í draumastarfinu mínu þar sem ég samtvinna mín allra stærstu áhugamál sem er tíska og förðun og skrif.“ Hún er gift Magn- úsi Þór Ásgeirssyni, markaðsstjóra Riverwatcher og Body Pump-þjálf- ara og saman eiga þau fimm börn; Magneu Ástu, Ásgeir Snæ, Júlíu Heiði, Jórunni Ósk og Birtu Maríu. Helga viðurkennir að hún hafi, eins og flestir, lenti í ýmsum tísku- slysum í gegnum tíðina. „Mín stærstu mistök voru þau að ég ákvað að plokka Brooke Shields-leg- ar augabrúnir mínar í örmjó strik í anda Pamelu Anderson. Slæm hug- mynd og eitthvað sem ég sé eftir á hverjum degi þegar ég farða mig,“ segir hún. Helga er frekar nýlega farin að taka að sér förðun utan hefðbund- innar vinnu hjá Vikunni og opnaði á dögunum sérstaka Facebook- síðu til að halda utan um það starf: „Make up by Helga.“ Hún segir ekk- ert jafn skemmtilegt og gefandi, og að farða konur – sérstaklega þær sem aldrei hafa verið farðaðar af fagmanneskju og hreinlega ljóma þegar hún er búin. „Það gefur mér virkilega mikið, og þeim líka að sjálfsögðu. Síðan er brúðkaupstím- inn auðvitað fram undan og það er æðislegt að fá að taka þátt í þeim stóra degi í lífi fólks og mikilvægt að vanda vel til verka,“ segir hún. Spurð um bestu förðunarráðin fyrir íslenskar konur segir Helga mikilvægt að fá aðstoð við að velja réttan farða og réttan lit á farða þeg- ar kemur að tóni húðar og húðgerð. „Í sumum tilfellum er minna meira,“ segir hún og tekur fram að það sé nokkuð sem hún sjálf þurfi reglu- lega að minna sig á. „Ekki velja farða með fullri þekju ef húð þín þarfnast þess ekki. Og mundu að blanda vel, augnskugga og skygg- ingar allar. Og síðast en ekki síst, ekki nota of dökkan og áberandi lit í augabrúnir. Náttúrulegt er alltaf fallegast í þeim efnum,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Gerir for- síðustúlk- urnar enn flottari Helga Kristjánsdóttir förðu- narfræðingur hefur haft áhuga förðun og tísku frá því hún var lítil stelpa. Hún segir lesendum Fréttatímans frá uppáhalds förðunarvörunum. Helga Krist- jánsdóttir sem tísku- blaðamaður, förðunar- meistari og stílisti hjá tímaritinu Vikunni. Mynd/Aldís Páls Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Túnikur kr 5.990 Tökum upp nýjar vörur daglega Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Ferming TILBOÐ 7.990 8.990 9.990 100% PIMA BÓMULL RÚMFÖT 20 GERÐIR Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga k l. 11–18 Opið laugardaga kl. 11-16 50% VORafsláttur Kjóll á 6.450 kr. Verð áður 12.900 kr. Einn litur Stærð S - XXL (36 - 46) af vel völdum vörum www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og myndakvöldi nk. miðvikudag, 15. apríl, kl. 20:00 í sal FÍ. Hreyfiseðill á Íslandi – ávísun á hreyfingu Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og varaformaður SÍBS. „The Biggest Winner“ og Bakskóli FÍ Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Steinunn Leifsdóttir íþróttakennari fara yfir hugmyndafræðina að baki „The Biggest winner“og Bakskóla FÍ. Frá horfinni tíð Sigurður Guðjhonsen, kortagerðamaður fer yfir myndir úr safni föður síns Einars Þ. G. sem lengi var framkvæmdastjóri FÍ. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Hreyfiseðill á Íslandi - Kyn ning á verke fnum - Frá horfinni tíð - Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is TÚNIKA Stærðir 16-26 verð: 8.990 kr VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS NÝ SENDING MEÐ FLOTTUM VORVÖRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.