Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 24
É g man eftir því þegar sonur minn var um átta ára gamall og ákvað að gefa vini sínum
vísbendingar svo hann gæti gisk-
að á hvað ég starfaði við,“ segir
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa-
fræðingur. „Fyrsta vísbendingin
var: Mamma mín byggir ekki hús
heldur rífur hús. Vinurinn var engu
nær og þá kom næsta vísbending:
Mamma mín er ekki prestur sem
jarðar fólk heldur gefur hún fólk upp
úr jörðinni. Aumingja drengurinn
náði ekki að giska á rétt starf,“ segir
hún.
Steinunn er prófessor í fornleifa-
fræði við Háskóla Íslands og Þjóð-
minjasafn Íslands. Hún stýrði einni
merkustu sem og umfangsmestu
fornleifafræðilegri rannsókn síð-
ari tíma hér á landi sem gerð var á
miðaldaklaustrinu Skriðu sem hófst
árið 2000 og lauk 12 árum síðar
með útkomu bókarinnar „Sagan af
klaustrinu á Skriðu“ sem Steinunn
fékk Fjöruverðlaunin – bókmennta-
verðlaun kvenna fyrir í flokki fræði-
bóka og var auk þess tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna og
viðurkenningar Hagþenkis
Viðurkennd undankomuleið
frá hjúskap
Skriðuklaustur, sem heyrði undir
reglu Ágústínusar í kaþólskri trú,
var starfrækt á árunum 1493-1554
en klausturkirkjan var vígð í ágúst
1512 og því eru nú ríflega fimm ald-
ir frá vígslu hennar. „Auðvitað er
sérstakt að taka upp grafir,“ segir
Steinunn. „Ég man vel eftir öllum
beinagrindunum frá Skriðuklaustri.
Þær eru eins og manneskjur fyrri
mér. Beinagrind er ekki bara beina-
grind heldur segir hún sögu. Bein
eru lifandi vefur og með því að
skoða þau má fræðast um hvað fólk
borðaði, um vinnu þess, sjúkdóma
og ættareinkenni. Sagan er öll í
beinunum,“ segir hún.
Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur man eftir hverri
einustu beinagrind sem hún gróf upp við Skriðuklaustur líkt
og um manneskju væri að ræða. Við uppgröftinn fann hún
kirkjunnar menn grafna með fylgikonum sínum og börnum, og
telur almenna þekkingu skorta á samfélagsgerð miðalda þar
sem ungar stúlkur voru gefnar eldri mönnum sem sáttargjörð
og þeir valdamestu áttu margar eiginkonur. Steinunn segir
einsetu og klausturlíf hafa verið notað sem undankomuleið frá
hagsmunahjúskap. Hún vinnur nú að því að skrá allar minjar úr
klaustrum á Íslandi frá kaþólskum tíma og þegar hefur fund-
ist kirkjuklukka sem er merkt sjálfri Katrínu af Aragon, fyrstu
eiginkonu Hinriks áttunda Englandskonungs.
Sagan er öll
í beinunum
Steinunn tekur á móti mér á
skrifstofu sinni í Setbergi þar sem
Þjóðminjasafnið blasir við út um
gluggann. Skrifstofan er bókstaf-
lega hlaðin fræðibókum og nokkr-
ar þeirra eru á skrifborðinu, til að
mynda bækur sem tengjast kynja-
fornleifafræði en kennslusvið Stein-
unnar nær meðal annars yfir það
svið fornleifafræðinnar. Eitt af því
sem Steinunn hefur verið að kynna
sér að undanförnu er hvernig ein-
seta og klausturlíf var notað sem
undankomuleið frá hagsmunahjú-
skap.
Snorri Sturluson gaf dæturnar
í pólitískum tilgangi
„Tilgangur hjónabands og sambúð-
ar var vissulega ætíð fjölgun mann-
kyns en ljóst er að sambandsform
hvers konar voru um leið grunn-
ur að pólitísku og efnahagslegu
tengslaneti. Samkvæmt Grágás
máttu feður ráðstafa dætrum sín-
um að vild en einnig bræður þeirra
eða synir þegar þeir höfðu náð 16
ára aldri. Barneignir skiptu miklu
máli við uppbyggingu valdasam-
félagsins, því fleiri konur og börn
því víðtækari völd. Eina lagalega
viðurkennda undankomuleiðin hjá
hjúskap fékkst ef konur vildu gerast
nunnur,“ segir Steinunn.
Hún nefnir Snorra Sturluson,
sjálfan höfund Snorra-Eddu og
Heimskringlu, sem dæmi um valda-
mikinn mann sem átti margar kon-
ur og frillur, og gaf allar dætur sínar
til manna sem gátu styrkt pólitíska
stöðu hans. „Í frásögnum af Flugu-
mýrarbrennu kemur fram að þá hafi
Sturla Þórðarson, af ætt Sturlunga,
gefið 13 ára dóttur sína syni Gissur-
ar Þorvaldssonar Haukdælings sem
sáttargjörð milli ættanna. Stúlkur
voru notaðar svona sem peð í valda-
tafli,“ segir hún. Vissulega hafi
synir einnig verið gefnir en hún
telur þetta hafa verið þungbærara
fyrir stúlkurnar þar sem þær voru
að jafnaði yngri og jafnvel gefnar
vinum feðra sinna.
Biskup braut gegn lögum kaþólsku kirkj-
unnar
Við uppgröftinn á Skriðu fundust tvær grafir sem
báru öll merki þess að væru grafir yfirmanna í
klaustri, svonefndra príora, en það sem kom Stein-
unni á óvart var að þeir voru grafnir með konum
og börnum, eins og um fjölskyldur hefði verið að
ræða en eðli málsins samkvæmt hefðu príorar átt
að vera einlífir eins og munkar. „Ég gekk á milli
fræðimanna og spurði hvernig á því gæti staðið að
príor væri grafinn með konu en enginn gat svarað
því. Síðan fann ég allt um málið í þessari bók,“ segir
hún og tekur upp bókina „Fjarri hlýju hjónasængur
– Öðruvísi Íslandssaga“ eftir Ingu Huld Hákonar-
dóttir – bók sem kom út árið 1992 og fjallaði um
Steinunn
Kristjánsdóttir
fornleifafræð-
ingur er hér við
Grundarstólinn
á Þjóðminjasafn-
inu en hann var
í eigu Þórunnar,
dóttur Jóns Ara-
sonar biskups,
sem gaf hana
14 ára gamla í
hjónaband til að
mynda sættir við
annan kirkjunnar
mann. Mynd/Hari
Við uppgröftinn á Skriðuklaustri árið 2011. Um 300 beinagrindur voru grafnar upp
og rannsakaðar. Mynd/Gísli Kristjánsson
Mamma
mín grefur
fólk upp úr
jörðini.
24 viðtal Helgin 10.-12. apríl 2015