Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 20
Strákurinn okkar 20 0 0 K nattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohn-sen hefur sýnt það og sannað að undanförnu að hann er enn með töfra í skónum. Eiður spilaði á dögunum sinn fyrsta landsleik í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Kasakstan og auðvitað lék hann á als oddi og skoraði. Eftir leikinn var hann viðstaddur fæðingu fjórða barns síns, stúlku sem hann og eig- inkonan, Ragnhildur Sveinsdóttur, eignuðust 1. apríl. Eiður var síður en svo hættur eftir þetta og hefur skor- að í tveimur síðustu leikjum sínum með Bolton. Þar með tókst honum að skora þrjú mörk og eignast barn á tíu dögum. Eiður verður 37 ára síðar á árinu en hefur sett stefnuna á að spila með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Fréttatíminn rifjar upp feril þess- arar miklu kempu. Heimildir: Transfermarkt, Knattspyrnusamband Íslands, Vísir, Mbl.is, Fótbolti.net, Wikipedia. Valur 1994 Leikir/mörk: 17/7 PSV Eindhoven 1995-1997 Leikir/mörk: 15/3 n Lék fyrsta landsleik sinn í apríl á móti Eist- landi þegar hann kom inn á fyrir föður sinn. Ætlunin var að þeir myndu leika saman í næsta landsleik á eftir en meiðsli komu í veg fyrir það. n Varð meistari í Hollandi 1997. KR 1998 Leikir/mörk: 6/0 Bolton Wanderers 1998-1999 Leikir/mörk: 18/5 n Lék fyrst með varaliði félagsins en fékk tæki- færi á seinni hluta tímabilsins og stóð sig vel. 1999-2000 Leikir/ mörk: 55/21 n Sló í gegn á sínu fyrsta heila tímabili. Raðaði inn mörkum í ensku B-deildinni. n Skoraði fyrsta lands- liðsmarkið gegn Andorra í september. Chelsea 2000-2001 Leikir/mörk: 36/13 n Keyptur fyrir um fjórar millj- ónir punda. n Knattspyrnumaður ársins. 2001-2002 Leikir/mörk: 47/23 n Gjöfulasta tímabilið á ferlinum. Þarna myndaði Eiður Smári frábært fram- herjapar með Jimmy Floyd Hasselbaink. 2002-2003 Leikir/mörk: 44/10 n Knattspyrnumaður ársins. n Viðurkenndi að hann ætti við spilafíkn að stríða og hefði tapað háum fjárhæðum í spilavítum. 2003-2004 Leikir/mörk: 41/13 n Íþróttamaður ársins. n Knattspyrnumaður ársins. 2004-2005 Leikir/mörk: 57/16 n Englandsmeistari og Deildar- bikarmeistari. n Íþróttamaður ársins. n Knattspyrnumaður ársins. n Sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek sín. 2005-2006 Leikir/mörk: 36/3 n Englandsmeistari. n Knattspyrnumaður ársins. Barcelona 2006-2007 Leikir/mörk: 41/11 n Seldur til Barcelona fyrir 10,5 milljónir punda og gerði fjögurra ára samning. Klæddist treyju númer 7. 2007-2008 Leikir/mörk: 37/3 n Knattspyrnumaður ársins. 2008-2009 Leikir/mörk: 34/4 n Vann sögufræga þrennu með liðinu; spænsku deildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeildina. n Knattspyrnumaður ársins. Mónakó 2009-2010 Leikir/mörk: 11/0 n Seldur til Mónakó fyrir 1.8 milljónir punda. Gerði tveggja ára samning en náði sér aldrei á strik þar. n Skoraði gegn Norðmönnum í undankeppni HM á Laugardals- velli í september. Það átti eftir að verða síðasta landsliðsmarkið – þar til Eiður Smári sneri aftur og skoraði gegn Kasakstan á dögunum. Tottenham Hotspur 2010 Leikir/mörk: 14/2 n Gekkst undir læknisskoðun hjá West Ham en valdi að fara til Tot- tenham á láni út tímabilið. Stoke City 2010-2011 Leikir/mörk: 5/0 n Gerði eins árs samning við Stoke en passaði ekki inn hjá Tony Pulis. Fulham 2011 Leikir/mörk: 10/0 n Gerði lánssamning út tíma- bilið á síðasta degi félags- skiptagluggans í janúar. AEK Aþena 2011-2012 Leikir/mörk: 14/1 n Gerði tveggja ára samning og sagðist vera kominn til að vinna titla. Fótbrotnaði í leik gegn Olympiakos í október og var frá út tímabilið. Cercle Brugge 2012-2013 Leikir/mörk: 14/7 n Flutti sig yfir til Belgíu og náði sér aftur á strik eftir fótbrotið. Gerði eins árs samning. Club Brugge 2012-2013 Leikir/mörk: 18/3 n Flutti sig um set í Brugge og gerði eins og hálfs árs samning við erkifjendurna eftir góða byrjun. 2013-2014 Leikir/mörk: 30/4 n Kláraði tímabilið og leitaði sér í kjölfarið að nýju liði. Var til að mynda orðaður við FCK. Bolton Wanderers 2014-2015 Leikir/mörk: 20/6 n Gekk til liðs við sitt gamla félag í desember. n Skoraði í endurkomuleik sínum með landsliðinu gegn Kasakstan. n Varð þar með elsti Íslendingur- inn til að skora mark í landsleik, 36 ára og 195 daga gamall. Sló 17 ára gamalt met föður síns, Arn- órs Guðjohnsen, sem var 36 ára og 74 daga gamall þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark árið 1998. n Eiður varð fjórði elsti marka- skorarinn í sögu undankeppni EM á eftir Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov. n Mark Eiðs kom 6.913 dögum eftir að hann lék sinn fyrsta landsleik. n Alls hefur Eiður Smári leikið 79 landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. 20 15 20 10 20 0 5 www.sgs.is 300 þúsund króna lágmarkslaun – atkvæðagreiðsla um verkfall hefst aftur mánudaginn 13. apríl 20 fótbolti Helgin 10.-12. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.