Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 10

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 10
FLUTTIR Velkomin í einn stærsta sýningarsal notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13. Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi. HeklaNotadirBilar.is Klettháls 13 590 5040 Audi A5 2.0T Quattro 8.290.0002013 40 Toyota Land Cruiser 150 L 6.250.0002010 30 Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI 3.140.0002011 51 Mercedes-Benz E200 CGI 4.980.0002009 68108 Skoda Yeti 2.0 TDI 140 Hö 3.950.0002013 61 VW Tiguan Trend&Fun 5.190.0002014 31 Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Vorbasar til styrktar iðjuþjálfun geðsviðs V orbasar iðjuþjálfunar geð-sviðs Landspítalans verður haldinn miðvikudaginn 3. júní milli klukkan 12 og 15. Mikið af fallegum hlutum verða þar til sölu, til að mynda handgerð dúkkuhús með húsgögnum, koddar, dúkkur- úm og margt fleira. Allt sem selt er á basarnum er gert í iðþjuþjálfun geðsviðsins. Iðjuþjálfun er einstaklingsmið- uð þjálfun þar sem leitast er við að auka færni og þátttöku einstaklinga í að takast á við daglegt líf innan sem utan spítalans. Í iðjuþjálfun er notuð margskonar iðja sem tengist daglegu lífi á heimili, í vinnu eða við leik og tómstundir. Iðjan er þannig nýtt til að ýta undir eins sjálfstætt og innihaldsríkt líf einstaklinga sem aðstæður leyfa hverju sinni. Basarinn verður haldinn í iðju- þjálfuninni á geðsviði Landspítal- ans við Hringbraut og rennur allur söluágóðu til uppbyggingar aðstöð- unnar. - eh É g er hvorki bjartsýnn né svartsýnn á að samningar náist áður en allsherjar- verkfall hefst. Staðan er mjög óljós og menn eru bara að fara yfir málin,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eftir að slitnaði upp úr samningavið- ræðum virðist kjaradeilan í hnút og ef ekki næst að semja fyrir 6. júní, þegar allsherjarverkfall er áætlað, verða þetta mestu deilur á íslenskum vinnumarkaði í ára- tugi. „Ég vonast til að við náum að leysa þetta. Það er á ábyrgð allra sem að málinu koma að finna farsæla lausn,“ segir Þor- steinn. Forystumenn VR, Eflingar og BHM hafa sagt að ekki verði lengra haldið í kjaraviðræðunum nema að SA og ríkið setji hug- myndir um breytt fyrirkomulag vinnutíma og launa til hliðar. Spurður hvort það komi til greina að víkja frá þessum hugmynd- um segir Þorsteinn þessi mál í skoðun eins og önnur. Í síðustu viku var tekin sú ákvörðun á fundi samninga- nefndar Bandalags háskóla- manna að fara ekki af hörku í verkföll til að liðka fyrir samn- ingaviðræðum. Páll Halldórs- son, formaður samninganefndar BHM, segir að sú vonarglæta sem þá hafi vaknað sé nú orðin að engu. „Það er nákvæmlega ekkert að gerast og engir samn- ingafundir hafa verið boðaðir. Þetta er stóralvarlegt mál og ef  Kjaramál Kjaradeilan er í hnút og engir samningafundir boðaðir Stóralvarleg staða í samn- ingamálum Engir samningafundir hafa verið boðaðir í kjaradeilunni og hefst allsherjarverkfall 6. júní ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir það ábyrgð allra sem að málinu koma að finna farsæla lausn. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir stöðuna grafalvarlega. Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.