Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 11

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 11
 Örnefni nýtt íslenskuátak á mjólkurfernum Voru apar við Apavatn? H ver er sagan á bak við nafn Bessastaða? Eru til strútar á Íslandi? Þessum spurn- ingum og fjölmörgum öðrum er velt upp á mjólkurfernum í nýju málrækt- arátaki Mjólkursamsölunnar, meðal annars af hverju Apavatn, stöðuvatn í Árnessýslu, heitir svo undarlegu nafni. Voru apar á Íslandi til forna? Vatnið er þó varla kennt við apaketti eða górillur heldur merkir apa- í þessu tilfelli leðja eða aur. „Að þessu sinni er sjónum beint að örnefnum á Íslandi og með því vill MS vekja áhuga landsmanna á fjölmörgum örnefnum sem finna má vítt og breitt um landið og að sama skapi hvetja landsmenn til að vera vakandi fyrir örnefnum í um- hverfi sínu,“ segir Guðný Steins- dóttir, markaðsstjóri MS. Frá árinu 1994 hefur fyrirtækið beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins í samstarfi við Íslenska málnefnd og að þessu sinni er átakið jafnframt unnið í samvinnu við Hallgrím J. Ámunda- son, verkefnastjóra á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, og auglýsinga- stofuna Ennemm. „Mjólkurfernur koma v ið sögu á f lestum heim- ilum og mörgum v innustöðum á degi hverjum og eru því öflugur mið- ill til að koma skila- boðum til landsmanna um eitthvað sem okkur finnst skipta máli eða er áhuga- vert,“ segir Guðný. Hugmyndin um örnefnin var þróuð áfram með Ör- nefnastofnun Háskóla Íslands. Sér- fræðingar stofnunarinnar völdu úr ógrynni ís- lenskra örnefna og kynntu sér sögu þ e i r r a í þaula. Hvert örnefni var í framhaldinu mynd- skreytt af Halldóri Baldurs- syni. Samhliða nýju mál- ræktarátaki hefur heimasíða tileinkuð því verið opnuð: www.ms.is/orn- efni. Þar er listi yfir öll þau örnefni sem átakið á mjólkur- fernunum nær til. „Það er okkar von,“ segir Guðný, „að átakið veki áhuga landsmanna á upp- runa örnefna og jafn- vel löngun fólks til að ferðast um landið og kynna sér áhuga- verða áfangastaði.“ -jh  kjaramál kjaradeilan er í Hnút og engir samningafundir boðaðir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segist hvorki bjartsýnn né svartsýnn á að það náist að semja. Það er á ábyrgð allra sem að málinu koma að finna farsæla lausn. þetta leysist ekki verður þetta verkfall áfram með þeim afleið- ingum sem þeim fylgir,“ segir hann. Eftir helgina hefst ný lota verk- falla. Hjúkrunarfræðingar fara til að mynda í ótímabundið verkfall 27. maí, 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum og 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum. Um 70 þúsund manns fara í verk- fall 6. júní, ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Páll Halldórsson, formaður samninga- nefndar Bandalags háskólamanna, segir alvarlegt að engir samningafundir hafi verið boðaðir. fréttir 11 Helgin 22.-24. maí 2015 Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum. Allt að 50% afsláttur af eldri heimilistækjum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn af freistandi afmælistilboðum. Freistandi afmælistilboð Á morgun, frá kl. 11 til 16, höldum við upp á tveggja ára afmæli okkar. Afmælistilboð á fjölda heimilistækja frá Bosch og glæsilegri gjafavöru. Öll tilboð gilda til 23. maí eða á meðan birgðir endast. Rýmum til fyrir nýjum vörum. Eldri heimilistæki á frábærum afslætti. Gerið góð kaup! Allt að 50% afsláttur. Þeir sem skrá sig á póstlistann okkar í versluninni eða á heimasíðu okkar, bosch.is, geta átt von á skemmtilegum vinningi. Verið velkomin og gerið góð kaup! Örbylgjuofn, HMT 75M421. Afmælistilboð: 17.900 kr. Fullt verð: 21.900 kr. 20% afsláttur af Múmín-vörum. 20% afsláttur af Babell-kökudiskum. Expressó-kaffivél, TCA 5309. Afmælistilboð: 64.900 kr. Fullt verð: 79.900 kr. Þvottavél, WAQ 24461SN. Afmælistilboð: 89.900 kr. Fullt verð: 122.400 kr. Afmæli Bosch-búðarinnar 20% afsláttur af öllum veskjum. Spanhelluborð, PIE 615R14E. Afmælistilboð: 69.900 kr. Fullt verð: 99.900 kr. 2 ÁRA AFMÆ LI

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.