Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 12

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 12
N Ný skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur- borgar, þar sem finna má niðurstöður úttektar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga á ferðaþjónustu fatlaðra, opinberar samskipti sjálfkeyrandi byggðasamlags, Strætó bs og eigenda þess, sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan sýnir veika og leiðitama stjórn Strætó bs, sem skipuð er fulltrúum sveitarfélaganna, gagnvart ráðrík- um framkvæmdastjóra sem virðist hafa farið sínu fram. Öllum er í fersku minni hve hörmulega tókst til með breyt- ingar á ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu síðast- liðið haust þar sem Strætó bs. tók við þjónustunni eftir útboð, með aðkomu undirverktaka. Að verkefninu standa sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu nema Kópavogur, sem kaus að skipta áfram við sama verktaka og sinnt hefur akstri fatlaðra í bænum um árabil. Niðurstaða skýrslunnar er að stjórnun breyt- inga á ferðaþjónustu fatlaðra, eftir innleiðingu, hafi misfarist í veigamiklum atriðum og rof komið í samráð við hagsmunasamtök notenda. Tímasetning hafi verið slæm og þekking glatast er starfsmönnum þjónustuvers og bílstjórum Ferðaþjónustu fatlaðra var sagt upp. Starfs- mennirnir upplifðu það sem fjandsamlega yfirtöku þegar skipt var um yfirmann ferða- þjónustunnar og breytingaferlið hófst. Þess er jafnframt getið að eftirlit velferðarráða sveitar- félaganna hafi brugðist. Við lestur skýrslunnar sést að innleiðing svo- kallaðrar Flex-þjónustu, erlends tölvukerfis, var stjórnendum Strætó bs. keppikefli og að ferðaþjónusta fatlaðra yrði þar hryggjarstykki. Sú þjónusta er skilgreind sem þjónusta þar sem farþegi er sóttur á upphafsstað og ekið á áfangastað að eigin vali innan skilgreinds þjónustusvæðis en megi búast við öðrum far- þegum, en greiði fyrir stystu leið. Fram kemur að undirbúningshópi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um útboð vegna aksturs fatlaðra hafi borist nokkuð óvænt ósk Strætó bs. um að taka að sér umsýslu á ferðaþjónustu fatlaðs fólks fyrir sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu. Strætó bs. myndi ekki annast akstur- inn en legði til að hann yrði boðinn út og væri fyrirtækið reiðubúið að hafa umsjón með útboð- inu. Stjórn Strætó bs. hafði þó ekkert fjallað um ferðaþjónustu fatlaðs fólks en í skýrslunni seg- ir m.a.: „...það var ekki stjórn Strætó sem tók ákvörðun um að sækjast eftir þessu verkefni, heldur var það í raun frumkvæði og ákvörð- un stjórnenda fyrirtækisins að ná í verkefnið. Margir viðmælendur innri endurskoðunar eru þeirrar skoðunar að meginástæðan fyrir því að þeir sóttu það svo stíft að fá ferðaþjónustuna til Strætó hafi verið áhugi þeirra á að koma Flex- þjónustu á í almenningssamgöngunum.“ Síðan segir: „Strætó bs. var í þeirri einkenni- legu stöðu að hafa ráðríkan framkvæmdastjóra sem virðist hafa farið sínu fram, en að því er virðist frekar veika stjórn...“ ...„Stjórn Strætó bs. var ekkert áhugasöm um að fyrirtækið tæki þetta verkefni að sér en leyfði framkvæmda- stjóranum að fara sínu fram og samþykkti síðan gerðir hans eftirá.“ Skýrsluhöfundar segja aðkomu Strætó bs. að breytingum á ferðaþjónustu fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu vekja undrun „í því ljósi að allt frumkvæði virtist koma frá framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Tilgangur framkvæmdastjórnar Strætó bs. með því að sækjast eftir að taka að sér umsýslu ferðaþjónustu fatlaðs fólks er í raun að byggja undir Flex-þjónustuna og tryggja henni öruggan rekstrargrundvöll. Því má í raun segja að Strætó bs hafi tekið ferðaþjónustuna að sér á röngum forsendum. Flex-þjónustan hafði ekki komið fram í stefnumótun stjórnar fyrir- tækisins og virðast stjórnendur þarna taka yfir stefnumótunarhlutverk stjórnar.“ Við lestur skýrslunnar vakna spurningar um hvað hafi ráðið áhuga framkvæmdastjórnar Strætó bs. á kaupum Flex-kerfisins fyrir akst- ur fatlaðra, án þess að þarfagreining hafi farið fram áður, en önnur sambærileg tölvukerfi ekki skoðuð. Fram kom hjá bæjarstjóra Hafnarfjarðar í mars síðastliðnum að kostnaður við ferða- þjónustu fatlaðra hefði aukist um 100% eftir að Strætó bs. tók við rekstrinum. Önnur sveitar- félög á svæðinu hljóta að skoða sambærilegt kostnaðarhlutfall og bera saman við hið sama hjá Kópavogsbæ, sem nýtir sér ekki þessa þjón- ustu Strætó bs. Ráðríkur framkvæmdastjóri og veik stjórn Strætó bs. „Fjandsamleg yfirtaka“ á akstri fatlaðra Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Metsölulisti Eymundsson Handbækur Vika 20 1. Metsölulisti Eymundsson Handbækur Vika 20 2. Mik i l vægar bækur www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Metsölulisti Eymundsson Handbækur Vika 20 3. 12 viðhorf Helgin 15.-17. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.