Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 17

Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 17
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 5 4 8 tíð. Á næstu þremur dögum varð ég ástfanginn af rússneskri listakonu og viku seinna var ég kominn til Úk- raínu til þess að búa með henni. Svo ákváðum við að fara til Berlínar og þar náði ég botninum,“ segir Helgi. „Ég var byrjaður að finna fyrir því í Úkraínu því þar gat ég ekki leyft mér sömu hluti og heima. Gat ekki stolið úr búðum og slíkt. Þegar ég kom svo til Berlínar var dópið hætt að virka og það var bara erfitt að klæða sig í sokka. Svo ég tók ákvörðun um að fara heim og harka af mér,“ segir Helgi. „Þá endaði ég í rosalegu þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum. Því þetta er ekki eitthvað sem maður harkar af sér. Ég reyndi að láta leggja mig inn á geðdeild, en það er ekki hægt því maður verður að hafa sýnilegar sjálfsmorðshugleiðingar. Ég var á þessum tímapunkti tilbúinn að fá alla þá hjálp sem mér bauðst,“ segir hann. „Ég fór á Vog og á Staðarfell og gerði þetta af heilum hug. Síðan þá hefur lífið bara orðið betra og betra. Ég passa líka að gera allt rétt. Hreyfi mig og slíkt. Ég finn að ef ég hætti því þá verð ég þungur,“ segir Helgi. „Ég hef ekkert sveiflast í þess- ari maníu eftir að ég varð edrú.“ Lætur draumana rætast Helgi Valur ögraði fólki með tónlist sinni á síðustu tveimur plötum og það er alveg hægt að segja það að margir hafa ekki alltaf verið alveg með á hreinu hvort hann er að meina eitthvað með tónlistinni sinni, eða hvort hann sé bara að reyna að ögra fólki. Hann segist alltaf verið að meina það sem hann hefur sungið um. „Ég var 100 prósent að meina það sem ég var að semja, en um leið var ég líka að rugla í og ögra fólki,“ segir hann. „Framsetningin er bara ögrandi og eitthvað af því er auðvitað litað af maníunni. Black Man Is God ýtti auðvitað undir kannabisneysl- una hjá mér. Mér fannst hræsni fólg- in í því að gera rapptónlist og reykja ekki gras,“ segir Helgi og hlær. „Í dag get ég þó notið þessara hluta án þess að nota efni.“ Hvaðan hefur mesta hjálpin komið í þinni endurhæfingu? „Það hefur heilmikil vinna átt sér stað,“ segir Helgi. „Ég fór í gegnum SÁÁ og hef verið mikið í Hlutverkasetrinu þar sem ég hef verið að stjórna kór og er með jóga þar í dag,“ segir Helgi. „Þetta er mjög góður staður fyrir alla þá sem eru með geðsjúkdóma, eða eiga erf- itt með að komast á vinnumarkað- inn. Þetta eru svona þessir helstu staðir,“ segir Helgi. „Hjálpa öðrum, hreyfa sig og vinna í áhugamálunum sínum. Í dag finnst mér í fyrsta sinn á mínum fullorðinsárum, edrú og alls- gáður, að ég geti látið alla drauma mína rætast,“ segir Helgi. „Það er ég að gera með útgáfunni á þessari nýju plötu.“ Loksins kominn með svarta konu Helgi byrjaði að vinna að plötunni Notes From The Underground um leið og hann varð edrú og samdi flest lögin hálfu til einu ári eftir að hann hætti að drekka. „Ég var far- inn að finna tilfinningaskalann aftur sem hafði verið deyfður í 6 eða 7 ár,“ segir Helgi. „Ég samdi voða lítið á þessu neyslutímabili, en eftir á er það tímabil sem ég get nýtt mér. Ég tók plötuna upp á svona árstímabili og er gríðarlega sáttur við útkom- una,“ segir hann. Helgi Valur hefur fundið ástina og er í sambandi við enska konu sem býr í London. „Ég er loksins kominn með svarta konu,“ segir hann kíminn. „Hún var hér í heimsókn og við fórum á stefnumót og nú förum við fram og til baka til hvors annars. Við erum ólík á þann hátt að hún er hönn- unarstjóri hjá byggingarfyrirtæki og er viðskiptasinnuð, en við erum með sama húmorinn og eigum vel saman,“ segir Helgi. „Ég fór aftur að rækta sambönd eftir að ég varð edrú, við fjölskyldu og vini sem maður hafði lokað á í neyslunni. Maður hafði búið sér til nýjar fjöl- skyldur hér og þar, og vini sem mað- ur hélt að væru góður félagsskapur. Ég bjó kannski á tíu stöðum á einum mánuði. Það góða við að finna fyr- ir botninum er að það er bara ein leið frá honum og hún er upp á við,“ segir Helgi Valur tónlistarmaður. Hann heldur útgáfutónleika á Húrra á miðvikudaginn næsta, 27. maí. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is viðtal 17 Helgin 22.-24. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.