Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 26

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 26
frekar stór á þessum tíma,“ segir Helga. „Til dæmis var ég alltaf látin syngja í einhverjum tóntegundum sem hentuðu mér alls ekki,“ segir hún. „Ég mundi aldrei syngja svona í dag og segi bara nei. Á þessum tíma var bara búið að taka upp grunninn og maður átti bara að gjöra svo vel og syngja í þeirri tóntegund. Maður þorði ekki að andmæla fyrir sitt litla líf,“ segir Helga og hlær. „Andmæla Gunna Þórðar? Þess vegna syng ég allt svona rosalega hátt á þessum tíma, ekki það að ég næði ekki þang- að en þetta hljómaði ekki vel, fannst mér, og ég get ekki hlustað á þetta í dag,“ segir Helga. „Mig hefur alltaf vantað „Ég um mig frá mér til mín,“ hugsunarhátt- inn. Ég á mjög erfitt með þetta. Ég er bara Helga fyrst og fremst. Jú, ég kann að syngja en alltaf er ég með áhyggjur af því að enginn muni koma á tónleikana mína. Þetta er mun meira kvenlægt vandamál,“ segir Helga. „Strákarnir ganga bara í málið og er alveg sama ef það mis- tekst. Við konur fáum áfall og viljum bara hætta að syngja ef þetta ger- ist. Svo tekur maður sig á og gerir alveg fullt, en þetta veldur mér svo mikilli streitu og kvíða að ég legg það ekki á nokkurn mann í kring- um mig,“ segir Helga. „Örn Árna- son sagði einu sinni við mig að ef einhver biður mig um að syngja, þá er verið að biðja um Helgu Möller, ekki einhvern sem getur sungið eitthvað ákveðið lag. Ef það er bara verið að biðja um það þá biður það bara frænku sína um að syngja. Hún er örugglega frábær en hún er ekki búin að skapa sér nafn í 40 ár. Það er þetta sem maður er alltaf að berjast við hjá sjálfum sér, kannski næ ég því fyrir áttrætt,“ segir Helga. „Nú er ég bara búinn að leggja þetta í hendurnar á almættinu. Ef fólk vill hlusta á mig, þá hefur það bara samband.“ Að vera flugfreyja er lífsstíll Helga hefur verið flugfreyja hjá Ice- landair með söngkonustarfinu síðan hún var tvítug og hefur því verið í tæp 40 ár í loftinu með íslenskum ferðamönnum, en hún er 58 ára gömul. Það átti að vera sumarstarf til þess að byrja með en enn er hún að fljúga. „Ég er oft búin að hætta, en að vera flugfreyja er lífsstíll,“ segir Helga. „Það hentar ekki öllum en það hentar öðrum. Það velst, sem betur fer, alveg gríðarlega góður hópur í þetta starf og þetta hentar mér gríðarlega vel og ég nýt þess.“ Hefur samt ekki verið stundum erfitt að vera Helga Möller sem flug- freyja? Við þekkjum alveg Íslend- inga á ferðalögum. „Ekki erfitt. Frekar skemmti- legt,“ segir Helga. „Flestir segja samt: Á ekki að taka lagið? En ég hef sungið fyrir fólk í flugi, en það þarf að vera eitthvað sérstakt. Síð- ustu jól var ég að fljúga með fólk sem hafði verið erlendis yfir hátíð- arnar og sagðist hafa misst af því að heyra Aðfangadagskvöld. Svo ég tók smá brot úr nokkrum lögum fyrir þau í miðri vél, sem var mjög skemmtilegt,“ segir Helga og hlær. „Svo hef ég líka lent í því að einn maður vildi taka mig með sér til Mallorca eftir eitt flug og hótaði því að fara ekki úr vélinni nema ég kæmi með, en það fór allt vel á endanum,“ segir hún. „Allir kalla mig samt Helgu Möller, ég er aldrei kölluð bara Helga, ég veit ekki af hverju. Fólk er samt yfir höfuð kurt- eist,“ segir hún. „Í dag er ég orðin með þeim reyndustu hjá félaginu og í mínu starfi sem fyrsta freyja vil ég bara hafa góðan anda í kringum mig. Það er mikið traust hjá okkur og það verður að vera gaman. Við erum öryggisverðir um borð. Við erum ekki að djóka með það, eins og sum flugfélög gera,“ segir Helga. „Það er háalvarlegt mál.“ Endar kannski á Jan Mayen Hvað gerir Helga Möller í frítíma sínum, ef hann er einhver? „Ég gríp hvert tækifæri til þess að fara í golf,“ segir Helga. „Svo er það fjölskyldan. Ég á þrjú börn og eitt barnabarn og hann er mikið með mér í golfinu. Hann er að verða tíu ára og er rólegur og þægur, sem ég átta mig ekki á hvaðan hann hefur því þetta er mjög hávær fjölskylda,“ segir hún og hlær. „Söngurinn er líka mitt áhugamál þó hann sé líka mín atvinna. Ég er að setja saman hljómsveit um þessar mundir og hlakka ofboðslega til þess að fara að vinna með þeim,“ segir Helga. „Við Jói vorum að gera nýtt lag undir nafni Þú og ég, sem heitir Ég og þú. Svo um daginn hafði japansk- ur listamaður samband við mig og vildi fá mig til þess að gera íslenska útgáfu af lagi sem upprunalega var með portúgölskum texta. Ljóðið heitir Bréf til minna kæru barna, og fjallar um það hvernig það er að breytast úr ungri manneskju yfir í gamla, og hvernig eigi að taka tillit til þess. Það er mér mjög hjartfólgið því mér finnst ekki nógu vel séð um gamalt og fullorðið fólk í dag,“ segir Helga. „Okkar kynslóð er að hugsa um þetta fólk og við erum ekki að gera það nógu vel. Ég er á því að einhver æðri öfl hafi komið þessum listamanni í samband við mig. Nú er verið að íslenska japanska textann og ég ætla að taka lagið upp. Það fer svo á YouTube og slíkt, en ekk- ert í einhverja sölu. Mig langar samt að syngja þetta lag um allt land og vekja fólk til umhugsunar um þetta mál. Gamalt fólk fær ekki það sem það á skilið og við verðum að taka á þessu,“ segir Helga. Óttast þú að verða gömul? „Nei alls ekki,“ segir Helga. „Ég er samt ekkert í einhverri keppni um að verða svakalega gömul. Ég vil bara halda heilsu og lifa lífinu lif- andi. Ég á svo miklar breddur sem dætur að þær sögðust ætla að senda mig til Jan Mayen ef ég verð leið- inlegt gamalmenni,“ segir Helga. „Maður veit aldrei, kannski endar maður þar,“ segir Helga Möller og hlær sínum dillandi hlátri. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Það er lífsstíll að vera flugfreyja,“ segir Helga Möller. Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 22.-24. maí 2015 Prófaðu heilsurúmin í Rúmfatalagernum Þú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind- anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart! www.rumfatalagerinn.is Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr. Rúm á mynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950 Gerið gæða- og verðsamanburð!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.