Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 39

Fréttatíminn - 22.05.2015, Side 39
Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku Vellíðan og garðrækt helst í hendur Auður Ingibjörg Ottesen er búsett á Selfossi þar sem hún hefur komið sér upp kjöraðstæðum fyrir garðrækt, sem er hennar helsta ástríða. Hún er með stóran garð og gróðurhús, auk þess sem hún sér um sérstakan grenndargarð þar sem bæjarbúar rækta saman grænmeti. Auður segir að það sé lítið mál að stunda garðrækt, allt sem til þarf er áhugi og vilji. A uður er einn þriggja eig-enda tímaritsins Sumar-húsið og garðurinn sem kemur út fimm sinnum á ári. Hún hefur auk þess komið að útgáfu 12 bóka sem snúa að garðrækt á einn eða annan hátt. Auður er ættuð úr Hveragerði en hefur verið búsett á Selfossi síðastliðin fjögur ár. Þar hefur hún komið sér upp stórum og fallegum garði auk gróðurhúss. „Ég býð upp á eins konar sýni- kennslu á námskeiðunum mínum,“ segir Auður, sem býður meðal annars upp á námskeið í matjurta- ræktun. Hún byggir garðinn sinn því upp sem sýningar- og kennslu- garð. „Í gróðurhúsinu rækta ég meðal annars kúrbít, tómata og villimaís, en það er einkar hentugt að rækta þessar tegundir saman, eins og indíánarnir komust að á sínum tíma.“ Í bílskúrnum hefur hún svo komið sér upp aðstöðu þar sem verkleg kennsla fer fram. Þekkt sem „gulrótarkonan“ Auður sér einnig um svokallaða grenndargarða á Selfossi. „Þar koma bæjarbúar saman og rækta sitt eigið grænmeti. Grenndar- garðar voru settir af stað við Ell- iðavatn stuttu eftir hrun, að frum- kvæði Garðyrkjufélags Íslands. Þá var 60 reitum úthlutað til um 100 ræktenda. Ég var meðal þeirra og ræktaði grænmeti sem dugði fjölskyldunni næstum því allt árið,“ segir Auður. Hún vildi því innleiða þessa hugmynd á Selfossi. „Það hefur tekist í sam- vinnu við bæjaryfirvöld og nú erum við að fara á fullt með rækt- unina og að henni koma margar hendur, stórar og smáar.“ Auður hefur kynnst aragrúa fólks í tengslum við störf sín í garðræktinni. Þeirra á meðal er sex ára nágranni hennar sem hefur sýnt garðræktinni áhuga frá þriggja ára aldri, en þá flutti Auður í hverfið. „Hann kallar mig alltaf gulrótarkonuna og ég kalla hann því gulrótardreng- inn minn. Í sumar ætlum við að halda ræktuninni áfram ásamt ömmustelpunni minni.“ Allir geta stundað garðrækt Auður segir að allir geti stundað garðrækt. „Þetta snýst bara um að prófa sig áfram. Í sumar ætla ég til dæmis að prófa að rækta melónur, okra og fjölda baunateg- unda.“ Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í garðrækt ráð- leggur Auður að kaupa forræktað- ar plöntur. „Það er einnig gott að byrja með fáar tegundir og prófa sig svo áfram. Það er tilvalið að byrja að sá fyrir salati og spínati.“ Auður segir að jarðvegurinn skipti höfuðmáli. „Frjósamur og góður jarðvegur er nauðsyn- legur. Það er því sniðugt að verða sér úti um hrossa- eða hænsnaskít til að blanda saman við jarðveginn því lífræn mold heldur betur hita og raka. Einnig er gott að breiða káldúk yfir mat- jurtareitinn.“ Þeir sem ekki hafa aðgang að garði geta notast við potta við ræktunina. „20 lítra pottar henta vel til ræktunar, en þá skiptir vökvunin höfuðmáli.“ Þeir sem eru að koma sér upp gróðurhúsi þurfa að fylgjast með skordýrum að sögn Auðar. „Ég mæli með því að nota eingöngu lífrænar varnir, það er til dæmis hægt að fá skordýr til að losna við lúsina. Svo þarf að muna eftir að lofta vel út á sólríkum degi.“ Garðræktin stuðlar að vellíðan „Það er eitthvað svo töfrandi við að skapa sér svona undraheim,“ segir Auður og á þá við gróður- húsið. Hún hefur blendnar til- finningar gagnvart komandi sumri en segir gott að geta alltaf leitað í gróðurhúsið. „Vorið hefur verið óvenju kalt sem er þó að vissu leyti gott því gróðurinn hef- ur ekki þjófstartað. Við verðum svo bara að bíða og sjá hvað verður. En sama hvernig veðrið er, þá er alltaf mikil vellíðunartil- finning sem fylgir garðræktinni.“ Áhugasamir geta fylgst með Auði og garðræktinni á Facebook síðunum „Sumarhúsið og garður- inn“ og „Grenndargarðar.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Auður hefur komið sér upp glæsilegum skrúðgarði á Selfossi. Ljósmyndir/Páll Jökull Pétursson Auður I. Ottesen lýsir sér sem súper garðyrkjukonu. Hér er hún fyrir utan fræðasetr- ið Fjölheima á Selfossi þar sem hún hélt garðyrkjuuppistand á dögunum. Í sumar ætlar Auður að halda áfram að rækta það helsta, gúrku og tómata, en mun einnig prófa sig áfram með alls kyns baunategundir, villimaís og kúrbít, svo dæmi séu nefnd. Helgin 22.-24. maí 2015 viðhald húsa 39

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.