Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 40

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 40
Hreinsun Það er ágætis regla að þrífa pallinn á vorin, en við þá iðju má einfaldlega nota þvottakúst og milda sápu. Pallar sem þarfnast ekki yfirborðsmeðhöndlunar, líkt og harðviðarpallar og pallar unnir úr blöndu af við og plastefnum er gott að þrífa reglulega. Viðarvörn Það er mikil vinna að halda pallinum fal- legum og ef vel á að vera þarf að bera á pallinn viðarvörn annaðhvert ár. Ef það á að viðarverja pallinn þarf að byrja á að athuga rakastigið í viðnum. Æskilegt er að rakastigið sé ekki hærra en 18% þegar borið er á hann. Ef pallurinn hefur verið viðarvarinn áður og er farinn að láta á sjá þarf að skafa allan skít og lausa viðarvörn af. Þessi undirvinna, ásamt rakastiginu í viðnum, skiptir miklu máli hvað varðar endinguna á viðarvörninni sem sett er á pallinn og þar af leiðandi timbrinu sjálfu. Efnisval Mín reynsla sýnir að betra er að nota hálfþekjandi efni en þekjandi efni á lóð- rétta fleti utandyra og pallaolíu á lárétta fleti. Hálþekjandi efni gengur lengra inn í viðinn en þekjandi efni og flagnar því síður af. Við val á viðarvörn er æskilegt að gera það í samráði við framleiðendur efnanna. Pallaefni Náttúrulegt pallaefni, líkt og furan, gránar og fúnar hraðar ef ekki er borið á hana viðarvörn. Ef halda á pallinum fallegum þarf helst að bera viðarvörn á pallinn annað hvert ár. Pallaefni líkt og Húsið og Pallurinn bjóða upp á, sem er samsett úr plastefnum og viðarflögum, þarfnast ekki yfirborðsmeðhöndlunar líkt og furan og dugar því einfaldlega að þrífa pallinn með þvottakústi og mildri sápu. Til eru náttúruleg pallaefni sem ekki þarf að viðarverja, líkt og ýmis harðviður, en harðviðurinn á það til að hreyfast mikið og svigna. Saman- borið við harðviðinn er lítil hreyfing í pallaefnum líkt og því sem við erum að bjóða upp á. Kostnaður Kostnaðurinn við pallinn er líklegast veigamesti þátturinn hjá flestum. Fyrir þá sem hafa ánægju af því að snudda í pallinum, bera á og dytta að honum er furan líklega ódýrasti kosturinn. Fyrir þá sem hafa litla ánægju af því að hugsa um pallinn ætti fólk að velta öllum kostum fyrir sér. Pallaefni unnið úr plastefnum og viðarflögum og harðviður er sannarlega dýrari kostur í grunninn, en þegar viðhaldskostnaður fram- tíðarinnar er tekinn með í reikninginn eru þetta ekki síðri kostir. Hugsaðu vel um pallinn í sumar Feðgarnir og húsasmíðameistararnir Rúnar Guðnason og Guðni Guðjónsson eru margfróðir um húsbyggingar og viðhald húsa. Saman reka þeir fyrirtæki sem býður upp á efni til nýbygginga og viðhalds og taka þeir auk þess að sér alls kyns smíðaverkefni, þar á meðal pallasmíði. Fréttatíminn fékk Rúnar til að veita lesendum nokkur góð ráð sem snúa að viðhaldi á pallinum. É g og faðir minn erum báðir húsasmíðameistarar og höf-um eytt lunganum úr starfs- ævinni við húsbyggingar og viðhald húsa. Síðasta vor létum við verða af því að fara til útlanda og kynna okk- ur það nýjasta í byggingarefnum og verkfærum. Í framhaldinu ákváð- um við að flytja inn pallaefni sem er unnið úr endurunnum viðarflögum og plastefnum og er því 100% endur- nýtanlegt efni,“ segir Rúnar. Í kjöl- farið stofnuðu þeir, ásamt bróður Rúnars, fyrirtækið Húsið og Pall- urinn ehf. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar kemur að pallafram- kvæmdum og viðhaldi á pallinum. Rúnar deilir hér nokkrum ráðum með lesendum sem eru í pallahug- leiðingum. Feðgarnir Rúnar og Guðni segja að þegar kemur að viðhaldi palla sé mikilvægt að hreinsa hann vel áður en hafist er handa við að bera á hann. Ekki þurfa þó allir pallar á yfirborðsmeðhöndlun að halda, það fer algjörlega eftir pallaefninu. Ljósmynd/Hari. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 40 viðhald húsa Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.