Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 43

Fréttatíminn - 22.05.2015, Page 43
Tilboð 45.880 Upphengt salerni með innbyggðum kassa DrainLine niðurfallsrennur Idex ehf. á sér yfir 30 ára sögu á Íslandi og er þekkt fyrir þá gæðavöru sem fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum bygg- ingamarkaði. M arkmið Idex ehf. er að þjónusta byggingariðn-aðinn með gæðavöru á hagkvæmu verði. Starfsmenn Idex leggja allan sinn metnað í að þjón- usta og leita lausna fyrir viðskipta- vini sína. Hjá Idex er að finna gæða- vörur sem þarf fyrir endurnýjun og viðhald húsa innan- og utanhúss. Gæðavara í 30 ár Idex hefur boðið upp á glugga og hurðir fyrir íslenskan markað í hartnær 30 ár. „Við bjóðum upp á vandaða timburglugga, álklædda tréglugga og hurðir frá danska framleiðandanum Rationel,“ seg- ir Ástvaldur Eydal Guðbergsson, sölufulltrúi hjá Idex. Rationel hefur hannað og framleitt timburglugga í yfir hálfa öld. „Á þeim tíma hafa þeir hannað mikinn fjölda glugga bæði í timbri og síðan ál og timbri. Þeir bjóða upp á mikla möguleika í opnanlegum fögum og hurðum, margar tegundir glers, til dæmis háeinangrandi gler, sólvarnargler og öryggisgler. Auk þess bjóða þeir upp á mikið úrval af öryggisvörum fyrir glugga og hurðir,“ segir Ást- valdur. Helstu kostir glugganna frá Rationel er hátt einangrunargildi, Gluggar fyrir allar gerðir húsa Idex býður upp á vandaða timburglugga og álklædda tréglugga frá Danmörku, auk álglugga sem eru framleiddir á Íslandi. Rík áhersla er lögð á að gluggarnir henti gömlum jafnt sem nýjum húsum. Mynd/Hari. Ástvaldur Eydal Guðbergsson, sölu- fulltrúi hjá Idex. Mynd/Hari. margir litamöguleikar, sérvalin fura auk fimm ára ábyrgð á fram- leiðslu. „Hvort sem það er nýbygg- ing, endurbætur, einbýlishús eða fjölbýlishús þá finnur þú lausnina hjá okkur. Við leggjum auk þess áherslu á að gluggarnir henti bæði fyrir gömul og ný hús. Markmið okkar er að nýir gluggar samsami sig vel með gömlum húsum,“ segir Ástvaldur. Íslensk framleiðsla Idex framleiðir og selur einnig ál- glugga og hurðir undir merkjum Idex álgluggar og hófst sú framleiðsla árið 2008 og er verksmiðja fyrir- tækisins staðsett í Reykjanesbæ en söluskrifstofa er hjá Idex í Kópavog- inum. „Gluggarnir eru framleiddir úr álprófílum frá þýska fyrirtækinu Schüco sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á álprófílum til glugga- og hurðaframleiðslu,“ segir Ástvaldur. Þar sem gluggarnir eru framleiddir á Íslandi er um skjótan afgreiðslu- tíma að ræða í flestum tilvikum. „Við bjóðum upp á að skoða aðstæður og komum með hugmyndir ásamt því að gefa verðtilboð,“ segir Ástvaldur. Idex er staðsett á Smiðjuvegi 3, í hjarta atvinnustarfsemi í Kópavogi. Nánari upplýsingar má nálgast hjá söluráðgjöfum Idex og á www.idex.is. Unnið í samstarfi við Idex ehf. viðhald húsa 43 Helgin 22.-24. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.