Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 22.05.2015, Qupperneq 66
Í The Entire Population of Iceland eru margir skemmtilegir leikarar af yngri kyn- slóðinni, til að mynda Dóra Jóhannsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Salóme R. Gunn- arsdóttir og Steiney Skúladóttir.  LeikList Dóra JóhannsDóttir stýrir spunaLeikhóp Spunahópur til New York með íslenskt grín The Entire Population of Iceland er spunaleikhópur innan leikfélagsins Improv Ís- land. Hópurinn samanstendur af fólki úr öllum áttum sem hefur æft „long-form improv“ (langspuna) undir stjórn Dóru Jóhannsdóttur leikkonu síðustu misseri. Dóra hefur verið að læra aðferðina hjá hinu fræga Upright Citizeń s Brigade (UCB) leikhúsi í New York síðastliðin 2 ár. Hópurinn mun fara til New York í júní og taka þátt í stórri spunhátíð og segir Dóra að það sé partur af því að læra meira um hvernig eigi að standa að slíkum sýningum á Íslandi. Í spunaleikhópnum The Entire Population of Iceland sem fer til New York í næsta mánuði eru m.a leikarar, leikstjórar, tónlistar- menn, verkfræðingur, sundlaugar- vörður og frístundakennari. Þetta eru samtals 18 manns sem munu sýna á Del Close spunahátíðinni hjá UCB leikhúsinu í New York. „Ég hef verið að stunda þetta í rúm tvö ár og þetta er í rauninni fyrir alla sem hafa áhuga á gríni almennt,“ segir Dóra Jóhanns- dóttir leikkona. „Þetta er eitthvað sem margir af þekktustu gaman- leikarar Bandaríkjanna hafa farið í gegnum og valið í stað hefðbundna leikaranámsins,“ segir hún. Del- Close hátíðin er haldið til heiðurs Del Close heitnum sem var einn helsti frumkvöðull „improv“ í Bandaríkjunum en hann kenndi m.a Tinu Fey, John Candy, Bob Odenkirk, Mike Myers og Bill Murray. Á hátíðinni eru spunasýningar sýndar í 7 leikhúsum út um alla Manhattan, allan sólarhringinn í 72 klukkutíma. Þetta er í 17. sinn sem hún er haldin og í ár kemur íslenskur leikhópur þar fram í fyrsta skipti. „Hópurinn okkar er mjög blandaður og þarna eru bæði leikarar og fólk sem aldrei hefur lært leiklist, en hefur gaman af gríni,“ segir Dóra. „Fólk þarf ekkert að hafa lært leiklist til þess að vera með í þessu,“ segir hún. Í „long-form improv“ er gamanleik- rit spunnið á staðnum út frá einu orði frá áhorfanda. Ýmis form og aðferðir eru til innan „long-form“ og mun íslenski hópurinn sýna spunasýningu innan forms sem það setur saman sérstaklega fyrir hátíðina, sem kallast: „The Imp- rovised Saga“, eða: „Uppspunnin Íslendingasaga“. Hópurinn verður með fjár- öflunarsýningar í Þjóðleikhús- kjallaranum föstudaginn 22. maí og miðvikudaginn 27. maí. „Við gerum þær sýningar þannig að við fáum eitt orð úr sal, og gerum 30 mínútna leikrit úr frá því á staðnum,“ segir Dóra. „Við setjum okkur í spor höfunda, dramtúrga, leikstjóra og leikara allt í senn. Eftir hlé ætlum við svo að setja upp spunasöngleik sem er gríðarlega spennandi en um leið mjög kvíð- vænlegt,“ segir hún. „Við verðum með Karl Olgeirsson píanóleikara með okkur sem hjálpar okkur í gegnum þetta,“ segir Dóra. „Eftir næstu áramót er svo planið að vera með vikulegar sýningar og er þátttaka okkar á hátíðinni um leið lærdómsferð þar sem við sjáum og lærum hvernig þetta er gert hjá fleirum en okkur,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikkona. Fjáröflunarsýningarnar verða í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, föstudaginn 22. maí og miðviku- daginn 27. maí, klukkan 19 og 21. Miðasala er við innganginn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Mósel Basel NevadaRoma Torino Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 SKUTLURNAR HANS VILLA! SIK KSA KKA RIN N FRÁBÆR SAMVERUBÓK FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! Metsölulisti Eymundsson www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur 66 menning Helgin 22.-24. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.