Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 72

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 72
 Í takt við tÍmann UnnUr Helgadóttir Á hundrað pör af skóm Unnur Helgadóttir er 27 ára og vinnur í Landsbankanum og The Body Shop. Hún hefur vakið athygli að undanförnu fyrir meistararitgerð sína í mannauðsstjórnun. Í ritgerðinni fjallar Unnur um hugarfar atvinnumannsins í íþróttum en hún tók viðtal við átta leikmenn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu og annan þjálfarann. Unnur er nýkomin úr siglingu í Karabíska hafinu og ætlar á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum í sumar. Staðalbúnaður Ég er með frekar klassískan fatasmekk en með skvísulegu ívafi. Ég fer ekki út úr húsi án þess að vera vel skóuð enda á ég tæplega hundrað pör af skóm. Ég veit ekki af hverju, ég er bara með einhverja áráttu fyrir skóm. Ef það losnar gólfpláss heima þá líður ekki á löngu áður en ég fylli það með skópari. Hugbúnaður Ég bý ein í miðbænum og neyðist því svolítið oft til að kíkja á djammið, það er bara partur af þessu öllu saman. Mér finnst voðalega gaman að fara á b5 en fer líka á Íslenska barinn og Dönsku krána. Á barnum panta ég yfirleitt bjór. Ég er fáránlega mikið afmælisbarn og vil helst að það taki sér allir frí í vinnunni þegar ég á afmæli. Mínir nánustu vita að það er ekki í boði að geyma það frameftir degi að hringja og óska mér til hamingju með daginn, það á helst að gerast rétt eftir tólf á miðnætti. Og ef ég fengi einhverju ráðið væri skrúðganga, trúðasjóv og flugeldasýning. Ég er forfall- inn Helga Björns-aðdáandi og tjúna ræki- lega upp í útvarpinu þegar það kemur lag með honum. Núna er uppáhalds lagið mitt nýja lagið, Land Rover-lagið. Þú trúir ekki hvað ég er spennt yfir því að hann sé að fara að gefa út nýja plötu í haust. Vélbúnaður Ég er dyggur stuðningsmaður Apple, það verður bara að viðurkennast. Ég er með iPhone 6, sem ég er ansi ánægð með, Macbook Air og iPod. Pinterest-appið er mjög skemmtilegt og ég fylgist vel með því en annars er ég bara á þessum hefð- bundnu samfélagsmiðlum, er temmilega virk á Facebook og Instagram og svona. Maður verður að sýna sig og sjá aðra. Aukabúnaður Ég er ekki dugleg að elda en okkur ömmu finnst voða gott að fá okkur salat á Local, til að halda okkur í góðu formi. Ég er líka hræðilegur bakari og veit fyrir víst að fjölskyldan mín þakkar fyrir það á hverjum degi að ég vinn ekki í þeim bransa. Mér finnst rosa gott að fara út að hlaupa og þá er ég mikið að vinna með Kanye West og Justin Timberlake. Ég á Toyota Yaris sem heitir Barbara og við erum góðar vinkonur. Ég er svolítill safnari; auk skósafnsins á ég mikið af úrum og jökkum og auðvitað snyrtivörum. Ég er búin að vinna í Body Shop í tíu ár og elska þetta fyrirtæki og vörurnar. Um daginn, þegar ég taldi, átti ég 16 dósir af Body Butter, ég gæti senni- lega stofnað Body Shop búð heima hjá mér. Í sumar ætla ég að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þetta verður sjöunda skiptið mitt og þetta er alltaf hrikalega skemmtilegt. Annars er ég nýkomin úr siglingu um Karabíska hafið og frá Flór- ída. Það var ansi gott að liggja í 30 stiga hita úti á hafi, drekka Mojito í morgun- mat og hlusta á Helga Björns. Ég get ekki neitað því. Ljósm ynd/H ari Hljómsveitin Pink Street Boys heldur út- gáfutónleika á Kaffi- stofunni, Hverfisgötu í kvöld, föstudags- kvöld. Hún var stofnuð snemma árið 2013 og spiluðu meðlimir sveitarinnar sína fyrstu tónleika í maí sama ár á skemmtistaðnum Dillon og hafa verið mjög virkir síðan. Tónlist Pink Street Boys mætti lýsa sem háværu gítarrokki með taktföstum trommum og rifnum söng, en þeir sækja innblástur sinn frá rokktónlist sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þó með nýmóðins yfirbragði. Sveitin kom óvænt fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún gaf út sína fyrstu kass- ettu og jafnframt fyrstu útgáfu „Trash From The Boys“ á vegum La- dyboy Records. Platan sló rækilega í gegn en hún er samansafn af demóum sem áttu aldrei að koma út. Trash from The Boys fékk kraums- verðlaun árið 2014 og var tilnefnd til Nordic Price verðlaunanna 2015. Í desember síðast- liðnum kom svo út fyrsta breiðskífan sem nefnist Hits #1 og hefur hún fengið prýðilegar viðtökur. Á tónleikum sveitar- innar á Kaffistofunni koma einnig fram sveit- irnar Singapore Sling, Russian girls, Godchilla og Seint. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. -hf  tónlist ÚtgáfUtónleikar Pink street Boys Hrár hávaði Á tónleikum sveitarinnar á Kaffistof- unni koma einnig fram sveitirnar Singapore Sling, Russi- an girls, Godchilla og Seint. 72 dægurmál Helgin 22.-24. maí 2015 MEXICO, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA 4. - 19. OKTÓBER Verð kr. 568.320.- Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.