Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 80

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 80
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 20154 Hjólum í vinnuna -og heim aftur :-) Focus Planet 1.0 Verð 256.000 - TILBOÐ 199.000 Dalshrauni 13 - Hafnarfirði Sími 565 2292 - www.hjolasprettur.is Focus Planet 1.0 hjólin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist tífalt lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong F jallvegir hafa mýkra undir-lag en malbikið og fer oft bet-ur með skrokkinn. Sumum finnst betra að stunda fjallahlaup þar sem þú ert í raun ekki alltaf á sama hraða og á götunni, því þú ferð óneitanlega hægar yfir. Þá er bæði hægt að skokka eða ganga upp bröttustu brekkurnar, sem kallar á maður stoppi oft,“ segir Sigrún. Þar að auki telur hún fjallahlaup vera mun fjölbreyttara en götuhlaup og sé tilvalið að stunda á sumrin, enda séu ekki alltaf aðstæður til þess á veturna. „Maður fyllist mikilli gleði á sumrin við að stunda fjallahlaup. Bæði vegna ómældrar náttúrufeg- urðar, svo ekki sé minnst á fjarlægð frá allri bílaumferð. Fjölbreytileik- inn er mikill og við eigum svo marg- ar skemmtilegar leiðir sem hægt er að fara, upp á, yfir og á milli fjalla.“ Á höfuðborgarsvæðinu eru Esjan og Úlfarsfellið vinsælustu staðirnir fyrir fjallahlaup, auk fjalla í Mos- fellsdal. „Það er í raun hægt að finna sér hvaða fjall sem er til að hlaupa upp á og yfir,“ segir Sigrún og mæl- ir meðal annars með hlaupaleiðinni við Svínaskarð, þar sem farið er á milli Móskarðshnjúka og Skála- fells og komið niður við Esjumela í Mosfellssveit. „Það er endalaust af skemmtilegum leiðum.“ Fjallahlaup er ekki bara fyrir lengra komna, ef svo má að orðið komast, og hentar því byrjendum líka, að mati Sigrúnar. „Í raun er það fyrir alla þá sem vilja styrkja sig og auka úthald og njóta náttúrunnar á sama tíma, sem er það besta við fjallahlaup. En það er mikilvægt að minna á að vera vel búinn og í réttu skónum, og þá er maður fær í flestan sjó.“ Þó ekki hafi verið stofnaður fé- lagsskapur sérstaklega fyrir fjalla- hlaup fara margir hlaupahópar Af malbikinu í mosann Fjallahlaup sameina sívaxandi áhuga landsmanna á hlaupi og útivist, og fjölmörg eru skipulögð yfir sumartímann hérlendis. Við spjöll- uðum við Sigrúnu Erlendsdóttur sem hefur stundað hlaup í mörg ár, bæði götuhlaup og fjallahlaup. Auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum fjallahlaupum og þar á meðal hlaupið Laugaveginn þrisvar sinnum. Aðspurð segir hún skilgreininguna á fjallahlaupi vera hlaup þar sem hlaupið er upp á fjöll og farið utan vega og af götunni. Sigrún Erlendsdóttir hefur hlaupið Laugaveginn þrisvar sinnum. Ljósmynd/Geir Harðarson H vort sem verið er að tala um stuttar eða langar göngu-ferðir eða stærri leiðangra þá er Fjallakofinn staðurinn til að byrja á. Við eigum, eða útvegum, nánast allt sem þarf af útbúnaði til góðrar útivistar frá mörgum þekkt- um og virtum framleiðendum,“ seg- ir Halldór Hreinsson, eigandi Fjalla- kofans. Skódeildin stækkar Fjallakofinn opnar nýja og þrefalt stærri skódeild í verslun sinni í Kringlunni 7 sem er bein afleiðing af því að skómerkið Scarpa hefur notið mikilla vinsælda meðal úti- vistarfólks hér á landi. „Við fyllumst gleði við að selja Scarpa og fögnum vinsældum merkisins enda einn af virtari skóframleiðendum heims, en við erum að selja yfir 10.000 skópör á ári. Scarpa er fjölskyldurekið fyr- irtæki og hefur verið rekið sem slíkt í 80 ár. Ég hef átt viðskipti og sam- skipti við þau í 30 ár og líður eins og ég sé hálfpartinn hluti af þessari fjölskyldu,“ segir Halldór. Scarpa býður upp á gönguskó sem henta í léttari og erfiðari göngur, auk þess sem Mojito línan hefur notið mikilla vinsælda. „Scarpa tekur þátt í lita- gleðinni sem einkennir fjallabúnað almennt í dag og setur skemmti- legan blæ á fjallamennskuna í dag. Útivistarfatnaður og -búnaður er auk þess ákveðin fjárfesting og við viljum gera okkar besta til að að- stoða fólk við að vanda valið. Góð- ur búnaður er grunnurinn að góðu ferðalagi og við hjá Fjallakofanum fylgjum þér alla leið,“ segir Halldór. Rík þjónustulund og áhugi á útivist Starfsfólk Fjallakofans er þrau- treynt á sviði útivistar og útiveru og segir Halldór að það, ásamt sí- vaxandi fjölda þeirra sem sækja í fjallaferðir, og vinsældir SCARPA, vera ástæðu þess að stækka þurfti verslunina í Kringlunni og þá sér- staklega skódeildina. „Starfsfólk okkar hefur mikinn áhuga á hvers konar fjallaferðum og hefur mikla þekkingu á þeim búnaði sem er nauðsynlegur í slíkar ferðir.“ Skemmtilegt sumar fram undan Fjallakofinn rekur þrjár verslan- ir, á Reykjavíkurvegi 64 í Hafnar- firði, Kringlunni 7 í Reykjavík og á Laugavegi 11 Reykjavík, sem er eitt elsta verslunarhúsnæðið í mið- bænum. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 510 9505 og á www. fjallakofinn.is. Fjallakofinn er einn- ig virkur á samfélagsmiðlum. „Við hvetjum alla til að fylgjast með okk- ur á Facebook, en það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá okkur í sumar,“ segir Halldór. Unnið í samstarfi við Fjallakofann Fjallakofinn stækkar við sig Fjallakofinn rekur þrjár útivistarvöruverslanir á höfuðborgar- svæðinu og býður upp á vörur í háum gæðaflokki. Gönguskór af ýmsu tagi hafa notið mikilla vinsælda og þar trónir ítalski skófram- leiðandinn Scarpa á toppnum. Skódeild Fjallakofans í Kringlunni hefur nú tekið á sig nýja mynd og er þrefalt stærri en áður. landsins oft af malbikinu og hlaupa utan vegar og á fjöll yfir sumartím- ann. „Þá er fólk búið að fá nóg af malbikinu. Auk þess eru margir að æfa fyrir fjallahlaupin sem haldin eru víða yfir sumarið og eru þá að breyta æfingunum sínum í takt við það.“ Þó nokkuð er af skipulögðum fjallahlaupum á sumrin. Þar á með- al Laugavegurinn sem er 55 kíló- metra leið, Snæfellsjökulshlaupið sem telur rúma 20 kílómetra, Sjö tinda hlaupið í Mosfellsdal þar sem er í boði að hlaupa yfir þrjá, fimm eða sjö tinda, Jökulsárhlaupið þar sem hlaupið er frá Dettifossi inn í Ásbyrgi og er 32 kílómetrar. „Stef- án Gíslason stórhlaupari stendur reyndar fyrir mörgum fjallahlaup- um sem kosta ekkert. Eru meira svona eins og góðar æfingar og enginn skilinn eftir. Hann er með heimasíðu sem heitir Fjallvega- hlaup.com og stendur hann til dæm- is fyrir því skemmtilega hlaupi Þrí- strendingi þar sem hlaupið er farið þvert yfir Ísland sama daginn, þar sem það er mjóst. Mjög skemmti- legt hlaup þar sem engin eru tíma- mörkin og gleðin er við völd.“ Upplýsingar um flest fjallahlaup má finna á hlaup.is Einnig eru námskeið í Fjallahlaupum hjá Arc- tic Running og Fjallafélaginu sem heitir Fjallafitt. Starfsmenn Fjallakofans búa yfir mikilli reynslu á sviði útivistar og útiveru. Hér má sjá þau Sigríði Kragh, Halldór Hreinsson og Ingu Dagmar Karlsdóttur. Mynd/Hari. Í raun er það fyrir alla þá sem vilja styrkja sig og auka úthald og njóta náttúrunnar á sama tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.