Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 86

Fréttatíminn - 22.05.2015, Síða 86
útivist & hlaup Helgin 22.-24. maí 201510 Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt Meiri orka þrek og úthald WE BEET THE COMPETITION 1 skot 30 mín. fyrir æfingar / keppnir. Blandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku. Fæst í öllum Heilsuhúsum - Heilsuveri og sumum apótekum. Upplýsingar í síma 896 6949. vitex.is BE ET EL IT E l ey nd ar m ál þe irr a s em sk ar a f ra m úr . - w ww .ne og en iss po rt. co m Óskar, Gísli Einar og Kristján Logi hitt- ust á dögunum á Akureyri. Þeir eru þó bjartsýnir á að það verði snjólaust að mestu þegar hlaupið fer fram í byrjun júlí. Ljósmynd/Trausti Árnason. Níu maraþon á jafn mörgum döguam Félagarnir Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í júlí. Hlaupaleiðin liggur yfir Kjöl og mun taka alls níu daga. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á málefnum langveikra barna. H laupið ber yfirskriftina „Hlaupið heim“ og er þetta í annað sinn sem Óskar hleypur til að vekja athygli á mál- efnum langveikra barna. Árið 2013 hljóp hann frá Reykjavík til Ísafjarð- ar, en Óskar sleit barnsskónum fyr- ir vestan. Hlaupaleiðin er um 450 kílómetrar og safnaði Óskar áheit- um fyrir Finnboga Örn Rúnarsson, ungan Vestfirðing sem hefur þurft að glíma við langvinn veikindi. Nú, tveimur árum síðar, langaði Óskar að endurtaka hlaupið fyrir annan Vestfirðing, Kristján Loga Vest- mann Kárason, 9 ára gleðigjafa og ofurhetju, en hann er fjölfatlaður og langveikur. Hann er búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni og því er förinni heitið norður en ekki vestur að þessu sinni. Eitt maraþon á dag í níu daga „Við munum hlaupa um 45-50 kíló- metra á dag í 9 daga og munum því hlaupa eitt maraþon og rúm- lega það á hverjum degi. Þetta var svo gaman síðast að mig langar að endurtaka leikinn. Kristján Logi er flottur strákur með mörg áhugamál og þarf hann á ýmsum hjálpartækjum að halda svo hann geti stundað útivist af ýmsu tagi með fjölskyldunni,“ segir Óskar, en hann og Kári, faðir Kristjáns, eru góðir vinir úr æsku. Félagi þeirra, Gísli Einar, ákvað að slást í för með Óskari og munu þeir hlaupa saman alla leið. Gísli er auk þess búsettur á Akureyri. „Það á því vel við að hafa heimamann með í hlaupinu,“ segir Óskar. Allur ágóði af hlaupinu mun renna í hjálpartækjasjóð Kristjáns Loga, auk þess sem sérdeild Gilja- skóla og barnadeild Sjúkrahúss- ins á Akureyri munu njóta góðs af söfnuninni. Hlaupið um hálendið Óskar og Gísli munu leggja af stað frá Reykjavík þann 3. júlí og liggur hlaupaleiðin um Hveragerði, Sel- foss, Árnes, Hrauneyjar, Skrok- köldu, Nýjadal, Laugafell og þaðan niður í Eyjafjörð. Hlaupinu lýkur svo á Akureyri. „Það er öllum velkomið að hlaupa með okkur, eins lengi og þeir treysta sér til. Við fögnum öll- um stuðningi,“ segir Óskar. Hægt er að fylgjast með undirbúningnum á Facebook síðunni Hlaupið heim. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 565-14- 404427, kt. 141005-3750. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Snjallari hreyfing Hvort sem þú ert hreyfifíkill eða nýtur þess að stunda létta hreyfingu verður iðkunin skemmtilegri með þessum snjallsímafor- ritum. Hversu mörgum kaloríum ertu að brenna? Hversu langt ertu að fara? Hvað eru vinir þínir að gera? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum færðu með neðan- greindum hreyfingar „öppum“. Endomondo Eitt vinsælasta appið hjá ís- lenskum snjallsímanotendum í dag. Hægt er að fylgjast með brennslu, hjartslætti og vegalengd við hvers konar íþróttaiðkun, allt frá hlaupi til flugdrekabrettis (e. kitesurf- ing). Endomondo er vel tengt við samfélagsmiðla og því getur þú fylgst með hreyfingu vina þinna, til dæmis skoðað þeirra hlaupaleiðir og skorað á þá á hinum ýmsu sviðum. Appið er bæði til í ókeypis útgáfu og svokallaðri premium útgáfu sem greiða þarf fyrir. Stýrikerfi: Android, iOS og Windows Phone FitStar Með Fitstar færðu ókeypis þinn eigin stafræna einkaþjálfara. Einkaþjálfarinn aðlagar æfingarnar að þínu getustigi, þannig að þær verða alltaf krefjandi án þess að verða of erfiðar. Tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og hafa ekki alltaf aðgang að líkamsrækt. Einnig er hægt að setja sér persónuleg markmið og skora á aðra notendur. Stýrikerfi: iOs Strava Strava er á hraðri uppleið með að verða vinsælasta appið fyrir þá sem vilja hreyfa sig. Appið hentar frábærlega fyrir hjól- reiðamenn og hlaupara til að fylgjast með æfingunum sínum og félaga sinna. Helsti kostur Strava er að þú getur borið þig saman við aðra hjólreiðamenn með því að fylgjast með frammistöðunni á sérstökum leiðarbútum. Einnig er hægt að búa til sérstaka hlaupa- og/eða hjólahópa sem setja sér mark- mið og safna æfingum sem virkar afar hvetjandi. Stýrikerfi: Android, iOs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.