Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 7
JÓN BRYNJÓLFSSON verkfrœSingur:
Stöðlunamefnd
fyrír mátkerfí
í 3. hefti þessa árg. var skýrt frá
því, aS fyrsta stöðlunarnefndin hefði
veriS sett á fót og skyldi íjalla um
steinsteypu. Samkvæmt tillögu Bygg-
ingartækniráSs hefur nú önnur stöðl-
unarnefnd verið sett upp og tekið til
starfa, og er verkefni hennar mátkerfi
fyrir byggingar. Nefndin er þannig
skipuð:
Frá Arkitektafélagi íslands Kjartan
Sigurðsson, frá Verkfræðingafélagi
íslands Ólafur Jensson og frá ISnaS-
armálastofnun íslands Jón Brynjólfs-
son.
HvaS er mótkerfi?
Mátkerfi fyrir byggingar er mæli-
kerfi, svipað og metrakerfið eða
þumlungakerfið, aðeins með nýrri
grundvallareiningu, sem kölluð er
mát. Þessi grundvallareining, mátið,
skammstafað M, er 10 cm á lengd.
Tilgangurinn með þessari nýju
mælieiningu er að útrýma öllum hin-
um mælieiningunum, aS svo miklu
leyti sem þær eru ekki í samræmi við
nýja kerfið.
Byggingin er sett saman úr mörg-
um einstökum hlutum, og í henni ægir
saman hinum ýmsu mælikerfum og
mælieiningum og ótrúlegum fjölda
stærða.
Hingað til hefur samræmingin ver-
ið látin bíða þar til á byggingarstað.
Þá er tekið til við að klippa, skera,
saga, höggva og henda, og þetta hafa
menn kallað að byggja.
Þessar aðfarir eru nú taldar fortíð-
arleifar, og er markvisst unnið að því
að útrýma þeim.
Til húsbygginga er nú meir og meir
notaður ýmis iðnaSarvarningur, svo
sem gluggar, dyr og ofnar. Til eldhúsa
eru notuð borð, skápar, eldavélar og
kæligeymslur, og þessa hluti er ekki
heppilegt að sníða til á byggingar-
stað. Engum mundi koma til hugar að
saga af ísskápnum, ef hann væri of
stór.
Á síðari árum hefur verið revnt að
samræma stærðir hinna ýmsu hygg-
ingarhluta með sameiginlegu máti,
sameiginlegu minnsta máli, sem geng-
ur upp í öllum öðrum málum. Þetta
mál er svo lagt til grundvallar við
framleiðslu hinna einstöku hluta í
verksmiðju og við byggingu hússins
á byggingarstað. Húsið er í raun og
veru framleitt á mörgum stöðum og
að vissu marki ekki annað en sett
saman á byggingarstað.
En mátkerfi er meira en aðeins
mælikerfi. ÞaS er í raun og veru
heildarskipulagskerfi, sem nær yfir
allar stærðir og öll mál í bygging-
unni. Það tekur tillit til allra samsetn-
inga, allra einstakra hluta og alls efni-
viðar, sem hefur ákveðna stærð. Alla
hluti, sem verða í fullgerðu húsi eða
eru notaðir við að byggja það, verður
að framleiða í samræmi við mátkerf-
ið.
Mátkerfið verður þannig grund-
völlurinn fyrir stöSlun hinna einstöku
byggingarhluta, þannig aS hægt verði
að framleiða þá sem iðnaðarvöru og
auk þess hægt að fella þá saman við
aðra hluta með sem minnstri uppsetn-
ingarvinnu og efnistapi.
Mátskipun stuðlar auk þess að því
að takmarka fjölda byggingarhluta-
stærða og gera vinnuna á byggingar-
stað einfalda, m. a. mörkun mála og
uppsetningu og innbyggingu mát-
hluta. Auk þess skapar mátkerfi skil-
yrði fyrir hagræðri málsetningu bæði
á venjulegar byggingarteikningar og
sérteikningar af máthlutum og sam-
skeytum og miðar að því að gera
byggingaráætlun einfalda og skýra
með því að segja ótvírætt til um stað-
setningu hlutanna, bæði afstöðu
þeirra hvers til annars, til hyggingar-
innar og til sameiginlegs mátnets, og
auðvelda þannig samstarf milli áætl-
enda, framleiðenda, dreifenda, hús-
byggjenda og framkvæmenda á
vinnustað.
Þegar mátkerfið er ákveðið, má
hefjast handa um stöðlun á stærðum
glugga og annarra hluta bygginga.
Sem dæmi um, hvert gildi þessi
starfsemi hefur, má taka stöðlun á
hæð glugga frá gólfi. Danir stöðluðu
þrjár hæðir. Afleiðingin var sú, að
ofnahæðir urðu líka þrjár, og í stað
50 stærða á ofnum urðu hæðirnar nú
þrjár og framleiddar í þrem breidd-
um, þ. e. a. s. stærðirnar urðu 9 í
stað 50.
Þetta hafði í för mð sér miklu lægri
framleiðslu- og geymslukostnað, og
verðið lækkaði um 33%.
Þegar tímar líða, verður vonandi
einnig hægt að sýna fram á lækkun
byggingarkostnaðar hér á landi sem
árangur þeirrar stöðlunarstarfsemi,
sem nú er að hefjast.
IÐNAÐARMAL
91