Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 22
19 LEIÐIR TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI 13. FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR NáiS samband er á milli framleiðslueftir- lits, birgðaeftirlits og útreiknings fram- leiðslukostnaðar, því að kostnaðarreiknings- deildin reiðir sig á framleiðslueftirlitsdeild- ina við útvegun upplýsinga, sem safnað hef- ur verið saman frá öðrum deildum og sam- ræmdar af henni. Þessar upplýsingar eru m. a. um framleiðsluáætlanir, tæki og útbúnað, sem nota á við framleiðsluna, og um leyfi- legan framleiðslutíma. Ef kostnaðarkerfi á að vera fullnægjandi og gegna hlutverki sínu, er mikilvægt, að birgðaeftirlit sé í góðu lagi, því að í efni er venjulegast fólginn meginhluti þess fjár- magns, sem fyrirtækið hefur til ráðstöfunar. Með kostnaðarkerfi er liér átt við aðferð til að skrásetja og skýra þá hlið fyrirtækis- ins, sem lýtur að framleiðslu og þjónustu. Er það gert á þann hátt, að unnt er að nota færslurnar sem mælikvarða og tæki til eftir- lits. Þar sem kostnaðartölur geta verið sett- ar fram í margs konar og mismunandi ein- ingum, t. d. sem orka, smálestir eða kíló- grömm hráefnis, vinnustundir, vélastundir o. s. frv., er þeim öllum breytt í peningaein- ingar, enda stendur það óhaggað, sem fyrr er sagt, að „hið mikla gildi kostnaðarbók- haldstækninnar er fólgið í þeirri staðreynd, að það er hið algengasta tæki, sem til er, til að setja fram ákveðnar staðreyndir og það meira að segja á þann hátt, að hið ólíkasta er unnt að setja fram í sömu myndinni.“ Mikill skriður komst á skipulag kostnað- arbókhalds um og eftir báðar heimsstyrjald- irnar, samfara því sem iðnaðurinn varð margbrotnari og flóknari, en við það jókst nauðsyn slíks bókhalds fyrir flest fyrirtæki, hvort sem þau voru stór eða smá. Kostnaðarreikingur var í upphafi aðal- lega skipulagður af verkfræðingum, en fljót- lega sáu menn, hversu óhagkvæmt það var aÖ hafa sérstakt bókhaldskerfi fyrir fram- leiðslukostnað og þjónustu og annað kerfi fyrir fjárhagsbókhald. Nú er það venja, að haft sé eitt allsherjar- kerfi, sem er þannig, að með stuttum fyrir- vara er unnt að láta stjórnendum fyrirtækis- ins í té upplýsingar, sem gera þeim kleift að fylgjast með rekstrinum frá degi til dags, og er kerfi þetta jafnframt undirstaða loka- uppgjörs fyrir eigendur og opinbera aðila, skattayfirvöld o. s. frv. Tilgangur framleiðslukostnaðar- bókhalds Megintilgangurinn með kostnaÖarbók- haldi er: Að komast að raun um á sem nákvæmast- an hátt, hvert sé kostnaðarverð afurða, frandeiðslurása og einstakra verka. Að það sé tæki til eftirlits með kostnaði í allri starfsemi fyrirtækisins. Að það sé framkvæmdastjórninni til leið- beiningar við ákvarðanir um framtíðar- stefnu fyrirtækisins. Upphaflegur tilgangur kostnaðarútreikn- ings var að komast að raun um „sögulegan“ kostnað, sem stundum er ranglega nefndur „raunverulegur" kostnaður, og var það gert með tilliti til verðákvörðunar. Eins og nafn- ið bendir til, var um að ræða kostnaðarút- reikninga „eftir“ að atburðurinn átti sér stað, en afleiðing þess var, að sérhver óeðli- leg áhrif, sem eingöngu vörðuðu viðkom- andi tímabil, höfðu áhrif á útreikingana. Vegna annarra efnahagsþátta getur fram- leiöandi ekki eingöngu ákveðið söluverð sitt á grundvelli beinna kostnaöarútreikn- inga, en það er augljóst, að yfir ákveðið tímabil veröur söluverðið að vera hærra en kostnaðarverðið, ef áframhald á að vera á rekstrinum. Megingagnrýnin á einhliÖa kostnaðarútreikningum er fólgin í því, að slíkir útreikningar komi of seint og hindri það, að framkvæmdastjórnin geti tekið ár- angursríkar ákvarðanir til hagsbóta fyrir- tækinu og að þeir séu einskis nýtir, þegar óeðlilegur kostnaður „týnist" í hinum flókna kostnaSarverðákvörðunarreikningi. Þar sem sumir kostnaðarliðir, t. d. afskrift- ir véla, yfirstjórn, fast kaup o. þ. h., eru ó- breyttir innan ákveðinna framleiðslutak- marka, er einingarkostnaður hærri, þegar lítið er framleitt í verksmiðjunni, jafnframt því sem þörfin fyrir hátt verð eykst, og aftur lægri, þegar framleitt er með fullum afköst- um og eigi er þörf á viðbótarvinnuafli. 1. tafla sýnir þetta ljóslega. Til þess að flýta fyrir framsetningu kostn- aðartalna og til að draga skýrt fram ástæð- urnar fyrir kostnaðarmismuni, var tveimur kerfum komið á fót, annars vegar fyrir rekstraráætlanir og hins vegar staðlaðar kostnaðaráætlanir (standard). Meginatriði þeirra felast í: Fyrirfram gerðum stöðlum eða ákvörðun- um um ákveðin framleiðslumarkmið. Samanburði á raunverulegum fram- kvæmdum við hið fyrirframgefna mark- mið. Að leiða í Ijós mismuninn á milli mark- miðsins og raunverulegs árangurs og gera grein fyrir orsök mismunarins. Stuðla á þann hátt að því, að viðeigandi leiðréttingaraðgerðir séu gerðar, þegar svo er ástatt, að rannsóknir leiða í Ijós, að möguleikar á leiðréttingu séu fyrir hendi. Við tilbúning þessara stöðluðu kostnaðar- stærða sést, að kostnaðarbókhaldið eða sá, sem annast það, orkar eins og samræmandi 1. TAFLA Þegar dregur úr rekstri verksmiðjunnar, verður kostnaðarverð hverrar framleiðslueiningar hærra en þegar framleitt er við full afköst. Taflan sýnir tilbúið dæmi. 50% afkastanýting 100% afkastanýting Breytilegur kostnaður Efni 1 Vinna ;■ Annar kostnaður J Fastur kostnaður Stjórnarkostnaður Húsaleiga og vextir l Afskriftir verksmiðju o. s. frv. Heildarkostnaður Framleiðslumagn Einingarverð kr. 20.000 10.000 30.000 100.000 einingar .30 kr. 40.000 10.000 50.000 200.000 einingar .25 106 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.