Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 18
Brennsla á kakóbaunum. lengd og minnir á glægúrku. Þegar aldinið hefur verið skorið niður, eru fræin tekin úr ásamt safamikilli ávaxtakvoðu, sem umlykur þau. Fræ og kvoða eru nú látin brjóta sig (fer- menterast), — nokkurs konar gerjun fer fram, sem hefur það í för með sér, að spírunarhæfni fræjanna eyði- leggst, og fræin verða stökk og fá milt bragð. Er baunirnar hafa verið þurrk- aðar að lokinni gerjun, eru þær settar í sekki og sendar á heimsmarkaðinn. Brennsla og blöndun Baunirnar eru gerðar af kjarna og þunnri trénishúð (cellulose). Megin- hluti kjarnans er feiti, sem kallast kakósmjör. Er það um 50% kjarn- ans, en auk þess er prótín og fleiri efni. Til eru margar kakóbaunateg- undir með mismunandi bragði og ilm, og er æskilegt að blanda mörgum teg- undum saman, þegar framleiða á gott súkkulaði. Fyrst eru baunirnar hreinsaðar og síðan brenndar á svip- aðan hátt og kaffibaunir. Við þetta losnar hýðið frá kjarnanum, og baun- irnar breyta bragði. Þær fá það, sem nefnt er beisk-aromatiskt bragð. Síð- an eru baunirnar malaðar varlega og hýðið og kjarninn skilin að með sterkum loftstraumi. Er þá komið að því stigi, að baunirnar fara annað- hvort í framleiðslu á kakó og kakó- smjöri eða súkkulaði. Kakó- og kakó- smjörframleiðsla fer ekki fram í verk- smiðjum á íslandi. í Hreinsun og mölun baunanna. 102 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.