Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 5
Hið Ijósa yfirborð steyptra vega endurvarpar þrisvar til fjórum sinnum meira Ijósi en yfirborð malbikaðra vega. (Akvegur í vestur jrá París). Vegna strjálbýlisins er einnig um- ferð mun minni hér á vegum en í Ev- rópu og Ameríku. Mesta umferö í nágrenni Reykj avíkur er 7—8 þúsund bílar á sólarhring, en á lengri vegar- köflum, eins og t. d. Keflavíkurvegi og Vesturlandsvegi frá Reykjavík inn í Kollafjörð, 1—2 þúsund bílar. Þótt þetta séu smámunir á við það, sem víða er, er næstum ógerlegt að halda sómasamlega við malarvegum fyrir slíka umferð, enda þótt miklu sé til kostað. Þegar ákveðið var að reisa hér sementsverksmiðju, töldu margir, að þar með myndi draumurinn um góðu vegina rætast og hafizt yrði handa um að steypa vegi um þvert og endilangt landið. En það þarf fleira að koma til en sementsverksmiðja. Sements- kostnaður er alla jafna minni en fjórði hluti af heildarkostnaði steypts vegar, svo að vandinn væri hvergi nærri leystur, jafnvel þótt sementið væri gefið. En við það sparast mikill gjaldeyrir, og er það mikils virði, en mun þó varla ráða úrslitum, þegar að því kemur, að velja þarf efni í varan- lega vegi hér á landi. Það er dýrt að gera steinsteypta vegi, en þeir eru líka allra vega sterk- astir og endingarbeztir, ef vel er til þeirra vandað. Nú er komin hálfrar aldar reynsla á þá, enda þótt svo gamlir vegir séu ekki margir, en mikið er hins vegar til af steyptum vegum, sem eru meira en 30 ára gamlir. Enda þótt nú séu í notkun þúsundir kílómetra steyptra vega, eru menn alls ekki á eitt sáttir um, hvernig bezt sé að gera þá úr garði. Jafnvel þar sem reynslan er mest á þessu sviði, er varið stórfé í tilraunir og rannsóknir. Má sem dæmi nefna, að nú fara fram tilraunir í Bandaríkjunum á steyptum og mal- bikuðum vegum, sem áætlað er, að kosta muni um 20 millj. dollara. I Þýzkalandi eru vegir steyptir á marg- víslegan hátt í tilraunaskyni, enda þótt þar í landi sé meginið af öllum steyptum vegum í Vestur-Evrópu og Þjóðverjar hafi allra Evrópuþjóða mesta reynslu á því sviði. Helztu ástæðurnar til þess, að ekki er enn fundin algild regla um, hvernig eigi að gera steyptan veg, eru: 1. Steyptir vegir eru ekki verulega gamlir, fæstir eldri en 30—40 ára, en flestir mun yngri og eru því ekki farnir að láta svo á sjá, að ljóst sé að öllu leyti, hvað vel hefur tekizt og hvað illa, þegar um mismun- andi gerðir og aðstæður er að ræða. 2. Fjöldi bifreiða og sérstaklega þyngd þeirra hefir aukizt svo ört, að reynsla sú, sem komin er á elztu vegina, gefur ekki rétta hugmynd um þá, vegna þess að þeim var aldrei ætlað það álag, sem þeir verða nú að þola. 3. Fjölmörg önnur atriði hafa áhrif á gæði vega, t. d. jarðvegur undir- stöðunnar, undirbygging, loftslag og umferð. Haustið 1958 var boðað til mikils fundar í Rómaborg um steypta vegi. Tilgangur hans var fyrst og fremst sá að gefa sérfræðingum á því sviði kost á að bera saman bækur sínar, miðla hver öðrum af reynslu sinni svo og öllum, sem áhuga hefðu á henni og þörf fyrir hana. Var þar komið víða við og fjallað um vegakerfi, fjáröflun í sambandi við vegagerð, gerð steyptra vega, viðhald þeirra o. m. fl. IÐNAÐARMÁL 89

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.