Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 35
Markaðsrannsóknir
í Bandaríkjunum
Starf F ramleiðniráðs Evrópu
(EPA) og samstarfsstofnana hennar
í hinum ýmsu aðildarríkjum OEEC
hefur m. a. í töluverðum mæli gengið
út á að kynna evrópskum framleið-
endum og sérfræðingum bandaríska
framleiðsluhætti. Hafa fjölmargar
kyrmisferðir evrópskra aðila verið
skipulagðar urn Bandaríkin, og einn-
ig hefur EPA stuðlað að heimsókn-
um sérfræðinga frá Bandaríkjunum
til Evrópu. Má segja, að þessi starf-
semi hafi borið góðan ávöxt og í
mörgum tilfellum oröið til þess, að
aörir og betri framleiðsluhættir hafa
verið teknir upp í iðnaði Evrópu og
atvinnulífi almennt.
En EPA hefur ekki eingöngu ein-
beitt sér að eflingu og framförum í
framleiðslu í eiginlegri merkingu,
heldur hefur einnig látið þá hliÖina
til sín taka, sem raunar er sízt lítil-
vægari, en það er markaðurinn fyrir
það, sem framleitt er. í markaðsrann-
sóknum hafa framfarir í Bandaríkj-
unum verið stórstígar undanfarin ár.
Er það einkum þekking á markaðn-
um, þ. e. óskum fólks og þörfum, svo
og samsetningu markaösins, sem tíma
og fjármunum er eytt í að kanna.
Þessi starfsemi hefur og aukizt tölu-
vert í Evrópu á síðari árum, enda
notagildi þessara rannsókna ótvírætt.
Þessi markaösstarfsemi fer fram
bæði hjá einstökum fyrirtækjum —
einkum þeim stærri (að sjálfsögðu
má segja, að flest fyrirtæki, sem starfa
að framleiöslu og dreifingu varnings,
hafi misjafnlega víðtækar markaðs-
rannsóknir með höndum), en einnig
á vegum samtaka iðnfyrirtækja og
atvinnugreina. I þriðja lagi er slík
starfsemi rekin á einkarekstrargrund-
velli og hefur þar e. t. v. náð lengst,
a. m. k. í Bandaríkjunum.
Fyrir skömmu efndi EPA til kynn-
isfarar nokkurra aðila frá ýmsum
meÖlimaríkjum OEEC um ýmsar
borgir og héruð Bandaríkjanna, og
áttu þátttakendur í förinni að kynna
sér þá starfsemi, sem samtök iðnfyrir-
tækja hafa með höndum á sviði mark-
aðsrannsókna og í hverju aðstoö
þessara samtaka við meðlimafyrir-
tækin í þessum efnum væri fólgin. AS
tilhlutan IMSÍ ákvað Félag ísl. iðn-
rekenda í samráði við Fiskifélag Is-
lands að senda fulltrúa, og varð Már
Elísson hagfræðingur fyrir valinu
sem þátttakandi frá íslandi, en hann
hefur undanfarið kynnt sér ýmsar
hliðar markaðsrannsókna.
Ferðin stóð yfir frá 19. sept. til
23. okt. s. 1. Hófst hún í Washington
og endaöi í Boston, eftir nokkra við-
dvöl í Chicago, Philadelphiu og New
York.
Voru heimsóttar skrifstofur margra
samtaka, sem sérstaklega leggja á-
herzlu á markaðsrannsóknir fyrir
meðlimi sína, en einnig voru ýmsar
stofnanir heimsóttar, sem reknar eru
á einkarekstrargrundvelli. Þar að
auki gafst þátttakendum tækifæri til
að kynnast þeirri starfsemi, er Banda-
ríkjastjórn heldur uppi til aðstoðar
atvinnulífinu í landinu, einkum að
því er varðar söfnun skýrslna og
gagna og útgáfu þeirra. Einnig var
þátttakendum í ferðinni gefinn kost-
ur á að kynnast ýmsum rannsóknum,
er opinberir aðilar halda uppi í sam-
bandi við atvinnulífið og atvinnu-
ástandið almennt.
Már Elísson mun rita skýrslu um
för sína, þar sem hann mun gera
grein fyrir því, sem lærdómsríkt má
teljast fyrir framleiðendur innan vé-
banda saintaka þeirra, sem stóðu að
för hans.
NÁMSKEIÐ
Efnis- og
vömfliitningar
í fyrirtækjum
I marzmánuði næstk. er ráðgert að
halda námskeið á vegum Iðnaðar-
málastofnunar Islands í efnis- og
vöruflutningum fyrirtækja (materials
handling). Námskeið þetta verður
haldið í samráði við Framleiðuiráð
Evrópu (EPA), og kemur hingað í
þessu skyni sérstakur ráðunautur
Framleiðniráðs í þessum málum. Mr.
H. E. Stocker. Iðnfyrirtækjum, flutn-
ingafyrirtækjum og öðrum, sem
áhuga hafa, verður gefinn kostur á að
fá Mr. Stocker til viðræðna um sér-
vandamál.
Námskeið þetta verður tilkynnt síð-
ar í blöðum og útvarpi, en þeir, sem
óska, geta snúið sér til IMSÍ til að fá
frekari upplýsingar.
S. B.
FjárhagsstuSningur ICA
Framh. af 86. bls.
hugsanlegrar fosfatáburðarfram-
leiðslu, stjórn á framleiðslu og dreif-
ingu sements (kynnisför), notkun
geislavirkra efna í iðnaöi, landbúnaði
og læknisfræðum (námsför), sér-
fræðileg aðstoð umferðasérfræðings
auk margs annars. Munu Iönaðarmál
gefa lesendum sínum kost á að fylgj-
ast með framvindu þessara mála og
annarra, sem kunna að verða tekin
fyrir síðar.
Augljóst er, að aðstoö ICA nær til
margra og óskyldra málefna og að ís-
lendingar eiga hauk í horni, þar sem
hin bandaríska stofnun er.
S. B.
IÐNAÐARMAL
119