Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 32

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 32
OEEC EPA ÚTGÁFUSTARFSEMI EFNAHAGSSAMVINNUSTOFNUNAR EVRÓPU °g FRAMLEIÐNIRÁÐS EVRÓPU Á þessu ári eru liðin tíu ár frá því að Vestur-Evrópuþjóðirnar tóku þá ákvörðun að hefja með sér samstarf um lausn erfiðra efnahagsvandamála. Til þess að auðvelda framkvæmd þess settu þær á fót stofnun, sem gefið var nafnið Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (á ensku Organisation for European Economic Cooperation, skammstafað OEEC). Efnahagssamvinnustofnunin hefur komið víða við í atvinnu- og efna- hagslífi þátttökuþjóðanna á þessum tíu árum. Fyrsta hlutverk hennar var að undirbúa áætlun að endurreisn Evrópu úr rústum heimsstyrj aldarinn- ar. Síðar var komið á greiðslubanda- lagi og unnið að því að losa um höft og takmarkanir í utanríkisviðskiptum þjóðanna, ráðstafanir gerðar til að auka framleiðslu og framleiðni, svo að dæmi séu nefnd. Samhliða þessu starfi og í sam- bandi við það hefur Efnahagssam- vinnustofnunin gefið út mikið af skýrslum, bókum og bæklingum um þá þætti atvinnu- og efnahagslífsins, sem hafa verið ofarlega á baugi í það og það skiptið. Utgáfa þessi er orðin allálitleg, og gaf Efnahagssamvinnu- stofnunin fyrir nokkru út bókaskrá yfir hana. Iðnaðarmálastofnunin vill kynna bókaskrá þessa með því að birta hér nöfn nokkurra bóka og bæklinga, sem ætla má að einhverjir hér á landi kynnu að hafa áhuga á að eignast. Má geta þess, að Innkaupasamband bók- sala h.f., pósthólf 888, Reykjavík, hefur söluumboð á íslandi fyrir Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu. Tækni og skipulagning I. Kynningarrit EPA European Productivity, tímarit, er gefið út af Framleiðniráði (EPA) Efnahagssam- vinnustofnunarinnar fjórum til sex sinnum á ári. I því birtast greinar um framleiðni- vandamál í Evrópu, raunhæf dæmi um framleiðniárangur á ýmsum sviðum, fréttir um starfsemi Framleiðniráðs, framleiðni- stofnana og hliðstæðra fyrirtækja. Sum ein- takanna eru helguð tæknilegum framförum í Evrópu. E.P.A. Activities, fréttabréf, birtist mán- aðarlega. í því er gerð grein fyrir starfsemi Framleiðniráðs á hverjum tíma. Þessi rit er hægt að fá endurgjaldslaust frá Framleiðniráði Evrópu eða í gegnum hlutaðeigandi framleiðnistofnun (IMSI). II. ALMENNT EFNI F ramleiðnirannsóknir Ef bæta á lífskjörin, verður að auka framleiðnina, þ. e. a. s. framleiða þarf meira með því vinnuafli og efni, sem fyrir hendi er. Sem dæmi um bæklinga, er fjalla um grundvallaratriði framleiðninnar, má nefna: Terminology of Productivity (útg. 1950), uppselt. Measurement of Productivity (1952). Productivity Measurement: Volume I. Concepts (1955). Volume II. Plant Level Measurements (1956). Volume III. Overall Measurements. The Influence of Sales Taxes on Produc- tivity (1957). Productivity Measurement Review (1955, 1956,1957,1958). Stjórnun iðnaðar- og verzlunar- fyrirtækja Management Development Study. — Mo- dern Management in Western Europe (1954). Education for Business Leadership (1956). Training for Management (1956). Selection and Training of Foremen in Europe (1956). Fitting the Job to the Worker (1956). The Supply of Capital Funds for Indust- rial Development in Europe (1957). Cost Accounting and Productivity (1952). Company Planning and Production Con- trol (1958). Cost Savings Through Standardisation, Simplification, Specialisation (1954). Market Research Methods in Europe (1956). Marketing by Manufacturers (1957). „Human Factors" Training in Human Relations (1956). — Uppselt. The Training of Workers Within the Fac- tory (1957). Human Relations in Industry (1956). Sjálfvirkni About Automation (1957). Rannsóknir The Organisation of Applied Research in Europe, The United States and Canada (1954). 116 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.