Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 14
<J<$Ha<$ur úii á íaudi Skýrslur atvinnutækjanefndar um atvinnuástand og aðstöðu til atvinnu- rekstrar í 53 bæjum og þorpum á Norður-, Austur- og Vesturlandi eru komnar út. Auk skýrslnanna um ein- staka bæi og þorp er þar að finna heildarskýrslur um íbúafjölda, hafnir, fiskiskip, fiskafla, vinnslugetu frysti- húsa, skreiðar- og saltfiskframleiðslu, fiskmjöls- og síldarverksmiðjur og framleiðslu þeirra, síldarsöltunar- stöðvar, iðnað og landbúnað í þess- um 53 bæjum og þorpum. Til fróðleiks lesendum Iðnaðar- mála, sem ekki hafa séð skýrslur at- vinnutækjanefndar, leyfir blaðið sér að birta hér heildarskýrslu nefndar- innar um iðnað (sjá næstu síðu). Segir svo í greinargerð um þessa skýrslu: „I skýrslu þessari eru skráð nöfn sömu staða og í I. skýrslu (mann- fjöldaskýrslunni), en í rauninni tek- ur hún þó ekki til nema 36 staða, því að á 17 stöðum eru ekki upplýsingar um, að neinn iðnaður sé stundaður af því tagi, að talinn verði í þessari skýrslu. Hraðfrystihús, síldar- og fiskimjölsverksmiðjur og fiskverkun- arstöðvar eru ekki taldar hér, enda eru þessi atvinnutæki þegar talin í öðrum skýrslum. Sláturhús og kjöt- frystihús eru heldur ekki talin í þess- ari skýrslu, en hins vegar er þeirra getið í skýrslum um einstaka bæi og þorp. Byggingariðnaður utan verk- stæða er heldur ekki talinn. I 1. dálki þessarar skýrslu eru talin verkstæði, sem annast viðgerðir bifreiða, land- búnaðarvéla og bátavéla, í 2. dálki trésmíðaverkstæði og tunnuverk- smiðjur (2, á Siglufirði og Akureyri), í 3. dálki skipa- og bátasmíðastöðvar og í 4. dálki önnur verkstæði og verk- smiðjur ýmiss konar, en í athuga- semdum eru tölur í þessum dálki nán- ar skýrðar. í 5. dálki er svo tilgreint, hversu margt fólk vinni að jafnaði samtals í verkstæðum þeim og verk- smiðjum, sem skýrslan greinir frá, en þar sem verksmiðja eða verkstæði var ekki starfandi árið 1956, er ekkert starfsfólk talið. Hér er um að ræða faglærða iðnaðarmenn, sem í verk- smiðjum og verkstæðum vinna, ófag- lærða menn, sem vinna sömu störf og þeir, svo og ófaglært verksmiðjufólk, sem er talið í 8. dálki í I. skýrslu. I þessari (IX.) skýrslu á því að koma fram allur 8. dálkur I. skýrslu og nokkuð úr 6. dálki sömu skýrslu, en gera má ráð fyrir, að í verksmiðjun- um vinni líka eitthvað af fólki, sem talið er í 4. og 5. dálki I. skýrslu, en ætti þar að teljast til verksmiðjufólks. Alls vinna í verkstæðum og verk- smiðjum samkv. þessari (IX.) skýrslu 1167 manns. Véla- og bílaverkstæði eru alls 49, tré-(og tunnu-)smiðjur 45, skipa- og bátasmíðastöðvar 12, en önnur verkstæði og verksmiðjur 63. Eflaust er eitthvað ótalið af litlum verkstæðum, þar sem t. d. einn maður vinnur í ígripum, og sjálfsagt sinna ýmsir viðgerðum í smáum stíl, þótt ekki sé talið, að þar sé um verkstæði að ræða. Geta má þess, að á 21 stað virðast engin bila- eða vélaverkstæði vera starfandi og að verkstæðis- og verksmiðjuiðnaður í smáum stíl er hvergi nærri svo almennur sem ætla má, að hann geti orðið og þurfi að vera (t. d. viðgerðarstarfsemi). Skýrslan er aðallega gerð samkv. upp- lýsingum sveitarstjórna og upplýsing- um, sem nefndin hefur aflað sér á ferðum sínum.“ Þá segir svo í niðurlagi skýrslunn- ar um iðnað: „Starfsemi iðnaðar, sem fram fer í verksmiðjum og verkstæðum, hefur lítið aukizt á Vestur-, Norður- og Austurlandi síðustu þrjú árin. Véla- og bílaverkstæði eru á 32 stöðum af 53, sem skýrslur taka til. Þörf er þó á slíkum viðgerðarverkstæðum á fleiri stöðum og verkefni vaxandi við við- gerðir á vélum og tækjum sjávarút- vegs og landbúnaðar, bifreiðum o. fl. Auk þess sem viðgerðarverkstæði vantar á ýmsum stöðum, eru nokkur þeirra, sem starfandi eru, vanbúin að tækjum til að geta leyst af hendi, svo að vel sé, nauðsynlegar viðgerðir. Skipasmíðastöðvar eru 12 á svæð- inu; 3 á Vesturlandi, 6 á Norðurlandi og 3 á Austurlandi. Nokkrar skipa- smíðastöðvar starfa eingöngu að bátaviðgerðum og smíði smábáta. Sjö skipasmíðastöðvar starfa jafnhliða bátaviðgerðum að nýsmíði stærri fiskibáta. Á árinu 1957 voru 4 fiski- bátar yfir 20 rúml. í smíðum í skipa- smíðastöðvunum auk minni fiskibáta og hringnótabáta. Á Akureyri var á árinu 1957 hafin smíði hringnóta- báta úr stáli. Voru þar smíðaðir tveir slíkir bátar. Á Vesturlandi eru 4 niðursuðu- verksmiðjur. Eru 3 þeirra aðallega starfræktar við niðursuðu á rækjum, en ein þeirra (á Hólmavík) er ekki starfrækt. Á Norðurlandi eru 3 litlar niðursuðuverksmiðjur, á Sauðár- króki, Siglufirði og Akureyri. Eru 2 þeirra starfræktar nokkuð, en ein (á Sauðárkróki) hefur ekki starfað síð- ustu árin. Þær útflutningsvörur, sem helzt virðast koma til greina í þessu sambandi, eru niðursoðin eða niður- lögð síld, reyktur ufsi (sjólax), þorsk- hrogn og grásleppuhrogn. Ýmsir telja, að möguleikar til sölu á slíkum vörum erlendis séu vaxandi, og er þetta mál í athugun. En notkun niðursuðuvara er, eins og kunnugt er, mikil víða um heim, þótt hér hafi ekki enn tekizt út- flutningur í stórum stíl á þessu sviði.“ 98 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.