Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 9

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 9
S-----------------------------------------------------------------------A Skilgreining og flokkun iðnaSar IðnaSur er vélrœn eða efnisleg umbreyting líjrœnna eða ólífrœnna gœða í nýjar afurðir, hvort sem það er gert með vélum eða í liönd- unum, í verksmiðjum eða á verkstœðum, samsetning þessara afurða og viðhald þeirra, þar sem um slíkt er að rœða. I þessari ritgerð er huglakið iðnaður notað í samrœmi við ofan- greinda skilgreiningu og þar með í þrengri merkingu en oft er tíðkað. Er sú starfsemi talin vera iðnaður, sem fellur undir 2. og 3. jlolck skráningar ISIC (Inlernational Standard Industrial Classification of All Economic Activities). Þýðir þá hugtakið iðnaður hið sama og á ensku nefnist manufacturing, en ekki hið sama og industrial activity, sem felur í sér að auki námugröjt, raforkujramleiðslu og jafnvel bygg- ingarstarfsemi, (1., 5. og 4. flokk skráningar ISIC). Hins vegar er inni- falin vinnsla sjávarafurða og landbúnaðarajurða. Hér er iðnaður á þrennan hátt greindur í undirgreinar: 1) Iðnaður = léttaiðnaður og þungaiðnaður. 2) Iðnaður = fiskiðnaður, annar léttaiðnaður, slóriðja og annar þungaiðnaður. 3) Iðnaður = matvœlaiðnaður, vefjariðnaður, fataiðnaður, tré- smíði, pappírsiðnaður, prentun, efnaiðnaður, steinefnaiðnaður, mádmsmíði og annar iðnaður. Verður liér gerð sérstök grein fyrir flokkuninni í léttaiðnað og þungaiðnað. Léttaiðnaður er hér skilgreindur á sama hátt og gert er í iðnaðar- skýrslum Sameinðu þjóðanna og nœr yfir eftirtaldar iðngreinar: mat- vœlaiðnað (food, beverages and tobacco, ISIC 20—22), vefjariðnað (textiles, ISIC 23), fataiðnað (clolhing, footwear and made-up textiles, ISIC 24), trésmíði (ivood products and furniture, ISIC. 25—26), prenl- un (ISIC 28), leðuriðnað (ISIC 29), gúmiðnað (ISIC 30), og annan iðnað (ISIC 39). Létlaiðnaðurinn framleiðir yfirleitt neyzluvörur, en ekki fjárfestingarvörur. Þungaiðnaður er skilgreindur eftir sömu flokkun og nœr yfir eftir- taldar iðngreinar: pappírsiðnað (ISIC 27), efnaiðnað (chemicals and chemical products, petroleum and coal products, ISIC 31—32), málm- brœðslu (basic metals, ISIC 34), málmsmíði (metal products, ÍSIC 35 —38), og steinefnaiðnað ( non-metaUic mineral products, ISIC 33). Þungaiðnaðurinn framleiðir yfirleitt fjárfestingarvörur. v.______________________________________________________________________y léttaiðnaðurinn var töluvert sam- keppnishæfari og hafði meira að segja meiri framleiðni en gekk og gerðist í heiminum, eða 2000 dollara á móti 1900 dollurum. Evrópa hafði 1800 dollara og EBE-ríkin ekki nema 1500 dollara. Vinnuframleiðnin 1953 Þremur árum síðar höfðu málin snúizt Islendingum verulega í óhag. Þá var framleiðnin í iðnaðinum í heild 6% minni en hún var 1950. Hún var komin niður í 75.000 krónur eða 2000 dollara. Lækkunin nam 100 —200 dollurum í flestum iðngrein- um. I steinefnaiðnaði hafði þó orðið 23% aukning í 2300 dollara og í prentun 14% aukning í 1900 dollara. Framleiðni í málmsmíði og trésmíði hafði staðið í stað, 2000 og 2100 dollarar. I efnaiðnaði var lækkunin langmest, úr 4100 dollurum í 2900 dollara, og stafaði það, eins og fyrr hefur verið skýrt frá, af erfiðleikum síldarverksmiðjanna. Er þetta dæmi um, hve framleiðni fiskiðnaðarins, sem hefur nálægt 40% af öllu vinnslu- virði í íslenzkum iðnaði, er breytileg eftir aflabrögðum. Arið 1953 var Island búiðaðmissa samfylgdina í framleiðniþróun iðn- aðarins. Iðnðarlöndin höfðu riðið landið af sér og þróunarlöndin voru farin að nálgast það. Suður-Ameríka var komin með 1300 dollara fram- leiðni, EBE-Iöndin voru komin upp fyrir ísland í 2300 dollara, Evrópa sem heild var komin í 2500 dollara, og Bandaríkin og Kanada háru enn af með 8000 dollara framleiðni, fjór- falda á við ísland. Vinnuframleiðnin 1960 Árið 1960 hafði ísland greinilega tekið við sér aftur og var komið með 94.000 króna framleiðni eða 2500 dollara. Það var um 21% vöxtur (miðað við: 1950 = 100) á sjö ár- um, heldur meiri aukning en almennt í heiminum á þessum árum. Hins veg- ar óx framleiðni iðnaðarlandanna einnig um 20% á þessu tímabili, svo því fór fjarri, að bilið milli íslands og iðnaðarlandanna minnkaði nokk- uð. Meðan ísland hafði þetta ár 2500 dollara framleiðni, var framleiðni þróunarlandanna komin upp í 1000 dollara og framleiðni Suður-Ameríku komin upp í 1800 dollara. Vestur- Evrópa var komin upp í 3400 dollara, EBE-ríkin upp í 3500 dollara og EFTA-ríkin upp í 3600 dollara. Iðn- aðarlöndin í heild voru komin upp í 5100 dollara og Bandaríkin og Kan- ada upp í 9800 dollara, — ennþá fjórum sinnum meiri framleiðni en Island. Arið 1960 var steinefnaiðnaður með mesta framleiðni íslenzkra iðn- greina, eða 4700 dollara, og gerði það tilkoma Sementsverksmiðjunnar. Efnaiðnaður fylgdi fast á eftir með 4500 dollara framleiðni, og gerði það hvort tveggja, tilkoma Áburðarverk- smiðjunnar og betri rekstur sildar- verksmiðjanna. Töluvert á eftir komu matvælaiðn- aður og vefjariðnaður með 2600 doll- ara, pappírsiðnaður með 2500 doll- ara, trésmíði með 2100 dollara og IÐNAÐARMÁL 43

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.