Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 12

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Síða 12
leiðni. í fljótu bragði virðist því mis- ræmið í vinnuframleiðni einstakra ís- lenzkra iðngreina vera að aukast. Stoínij árs tuðlar Tölur um framleiðni vinnunnar segja ekki allan sannleikann umfram- leiðnina. Mikil vinnuframleiðni getur t. d. stafað af geysilegum fjáraustri og getur þannig verið mjög dýrkeypt. Slíkt samhengi sýna tölur um vinnu- framleiðni ekki. Hér verður látið nægja til uppfyllingar þeim upplýs- ingum, sem vinnuframleiðnitölurnar gefa, að setja upp stuðla, sem sýna afstöðuna milli fjármagns og vinnslu- virðis, — sýna nýtingu fjármagnsins. Slíkir stuðlar eru aðallega settir upp á tvennan hátt. Stundum er vinnsluvirðið haft ofan striks eins og í formúlunni um vinnuframleiðni og er þá stuðullinn nefndur framleiðni- stuðull fjármagns: . Vinnsluvirði Framieiðni fjarmagns = —7;------------- Fjármagn Oftar er þó notaður svonefndur stofnfjárstuðull: Fjármagn Stofnfjárstuðiill = ----------- Vinnsluvirði I þessari ritgerð er stofnfjárstuð- ull notaður. Við notkun hans ber að gæta þess, að því lægri sem hann er, þeim mun meiri er framleiðni fjár- magnsins, og því hærri sem hann er, þeim mun minni er framleiðni fjár- magnsins. Stuðullinn segir, hve marg- ar fjármagnskrónur liggja að haki hverri árlegri vinnsluvirðiskrónu. Talið er að á árunum um og fyrir 1960 hafi stofnfjárstuðull í iðnaði á Norðurlöndunum verið 1,6—2,3, í rafefnaiðnaði Noregs 3,2, í 32stærstu iðnfyrirtækjum Bandaríkjanna 0,8 og almennt í efnaiðnaði Bretlands og Vestur-Þýzkalands 0,9—1,3. Engin trygging er fyrir því, að þessir og aðrir erlendir stuðlar, sem hér eru birtir, séu gerðir upp á sama hátt og innlendu stuðlarnir í 3. töjlu, þótt for- múlan sé hin sama, og dugir því ekki að gera nema grófan samanburð. Hér liefur framleiðni fjármagnsins minnkað jafnt og þétt á tímabilinu 1950—1960. Stofnfjárstuðullinn hækkaði úr 1,5 í 1,6 og loks í 2,2. Sem vænta má, var framleiðnin meiri í léttaiðnaði heldur en þungaiðnaði, 1,3 — 1,5 — 1,9 á móti 1,8 — 1,9 — 2,7, enda er þungaiðnaður yfir- leitt talinn fjármagnsfrekari. Fiskiðnaðurinn sýndi eiginþróun í framleiðni fjármagnsins. Stofnfjár- stuðull hans minnkaði 2,6 — 2,3 — 2,1. Er fiskiðnaðurinn eina greinin, þar sem framleiðni fjármagnsins jókst á þessu tímabili. Stofnfj árstuðullinn var árið 1960 lægstur í málmiðnaði, 1,1, og stafar það sennilega að verulegu leyti af því, að sú iðngrein er hér á landi að mestu viðgerðaþj ónusta, sem þarfn- ast tiltölulega lítils stofnkostnaðar. A Norðurlöndunum var stofnfjár- stuðull í málmiðnaði um svipað leyti 1,8. I fataiðnaði var stofnfjárstuðullinn næst lægstur hér eða 1,4, nokkru lægri en á Norðurlöndunum, þar sem hann var 2,2. I vefjariðnaði var einn- ig lágur stofnfjárstuðull hér, eða 1,8. Matvælaiðnaður hafði svipaðan stofn- fjárstuðul og var á Norðurlöndunum, 1,9 á móti 2,1. I trésmíði var stofnfjárstuðullinn, 2,0, aftur á móti nokkru hærri en á Norðurlöndunum, þar sem hann var 1.5, og er í því sambandi rétt að benda á, að Norðurlöndin eru meðal fremstu timburframleiðsluþjóða heims. I pappírsiðnaði var stofnfjár- stuðullinn hér lægri en á Norður- löndunum, eða 2,1 á móti 2,6. í prentun var stofnfj árstuðullinn hér 2.5. Mun hærri stofnfjárstuðlar voru hér í efnaiðnaði og steinefnaiðnaði. Það er athyglisvert, að það er einmitt í stóriðjugreinunum, sem framleiðni fjármagnsins var minnst og óhag- stæðust í samanburði við útlönd. í steinefnaiðnaði var stuðullinn 4,6 og hafði hækkað úr 1,4 við tilkomu Sem- entsverksmiðjunnar. í efnaiðnaði var stuðullinn 5,0 á móti 2,2 á Norður- löndunum, — og fjórum—fimm sinn- um hærri en í efnaiðnaði Bretlands og Þýzkalands, þar sem hann var 0,9 —1,3. Þessar tölur sýna ekki, að fram- leiðni í iðnaði hér á landi hafi verið óvenju dýr í fjárfestingu, nema í ein- stöku fj ármagnsfrekum iðngreinum. Á Islandi var ein króna í fjármagni að meðaltali rúm 2 ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, á Norðurlönd- unum var hver króna í fjármagni tvö ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, og í mestu iðnaðarlöndum heims var þessi tími ekki nema eitt ár eða minna en það. Athyglisvert er, að það eru einmitt stóriðjugreinarnar, sem gera þennan samanburð óhagstæðan Islandi. Þetta sést einnig, ef 1. tafla um framleiðni vinnu og 3. tafla um stofnfjárstuðla eru bornar saman. Þá sést, að þær greinar, sem gefa mesta framleiðni vinnu, gefa minnsta framleiðni fjár- magns, — og öfugt. Annars staðar í heiminum virðist þetta fara saman, sbr. 4. töflu. Ýmis athyglisverð atriði Hér verða talin upp nokkur atriði, sem komið hafa fram í ritgerð þess- ari, og virðast forvitnileg, umfram önnur atriði. Þau eru ekki skipulega sett upp, heldur nokkurn veginn í þeirri röð, sem þau koma fyrir í rit- gerðinni. Má líta á þau sem ályktanir eða tilgátur höfundar í ritgerðarlok: 1. Engin iðnbylting átti sér stað hér á landi, fyrr en rafmagnsfram- leiðslan var komin vel af stað. 2. Kreppan mikla tafði iðnbylting- una á Islandi um einn áratug, fram að seinni heimsstyrjöld. 3. Fiskiðnaðurinn innleiddi véltækn- ina og hefur síðan verið í farar- broddi á því sviði. 4. Fiskiðnaðurinn er eina iðngrein- in, sem sýnir stöðuga jákvæða þróun á þremur sviðum í senn: í aukinni framleiðni vinnunnar, aukinni framleiðni fjármagnsins og auknum hluta vinnsluvirðis í vergu framleiðsluverðmæti. Hann keppir líka á erlendum mark- aði. 5. Fiskiðnaðurinn sýnir einnig að ýmsu öðru leyti eiginþróun meðal iðngreinanna, vegna þess að hann 46 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.