Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 16

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 16
2) Framkvæmdastjórnarfund Ev- rópudeildar CIOS (CECIOS Execu- tive Committee Meeting) sóttu: J.G. og Á.Þ.Á. 3) Fulltrúaráðsfund Landsnefnda CIOS (Board of Governors Meeting) sóttu: J.G. og Á.Þ.Á. 4) Aðalfund CIOS (CIOS Assem- bly) sóttu J.G., G.V.E. og Á.Þ.Á. NIVE, stjórnunarmálastofnun Hol- lands, sá um þinghaldið og fórst það mjög vel úr hendi. Þingið var hald- ið í hinni nýju hljómleika- og ráð- stefnuhöll „De Doelen“ í Rotterdam. Þátttakendur voru um 1500 að tölu. Aðalviðfangsefni þingsins var „stjórnun og vöxtur“ („Management and Growth“). F ramtíðarhorf ur Á næstu mánuðum eru fyrirhuguð eftirfarandi námskeið: 1. Einkaritaranámskeið. 2. Stjórnun junda í fyrirtœkjum (Conjerence Leadership). 3. Úrvinnsla upplýsinga (DataPro- cessing). Þessi 3 námskeið munu væntan- lega í fyrstu verða flutt á ensku, en síðar á íslenzku af íslenzkum leið- beinendum. Þeir verkfræðingarnir, Egill Skúli Ingibergsson, Gísli Júlíusson, Helgi Sigvaldason og Jakob Björnsson, hafa unnið mikið og gott starf fyrir félagið, sem leiðbeinendur í C.P.M.- námskeiðunum. og á næstunni er fyr- irhugað að halda C.P.M.-námskeið að Egilsstöðum og Akureyri. Undir haustið mun hefjast nám- skeið í jjármálastjórn jyrirtœkja, og verður leiðbeinandi Árni Vilhjálms- son prófessor. Námskeið í eyðublaðatœkni hafa reynzt mj ög gagnleg, og hafa margir aðilar spurt, hvenær vænta megi á- framhalds þeirra. Er það von stjórn- arinnar, að hægt verði að taka upp þráðinn í haust. Verið er að athuga möguleika á því, að hefja námskeið í almennri stjórnun (General Management) í haust. Ráðsteína að Bifröst Loks er verið að undirbúa ráð- stefnu, er haldin verður að Bifröst dagana 31. ágúst, 1. og 2. september n.k. og fjallar um: „Uppbygging at- vinnugreina — þróun til stækkandi rekstrareininga“, eða það sem á er- lendu máli er nefnt „Strukturration- alisering“. Stjórn SFÍ er nú þannig skipuð: Formaður Jak- ob Gíslason, orkumálastjóri. Með- stjórnendur Sveinn Björnsson, fram- kv.stjóri, Iðnaðarmálastofnunar Is- lands, Gísli V. Einarsson,framkv.stj., Eggert Kristjánsson & Co. hf., Guð- mundur Einarsson, framkv.stj. Breið- holts hf., og Jón Sigurðsson, ráðu- Fyrir nokkru var gefin út í Nor- egi skýrsla um vandamál norska húsgagnaiðnaðarins og tækifæri þau, sem hann hefur á komandi árum. Skýrslan er árangurinn af vinnu nefndar, sem fjallaði um sölu á hús- gögnum, en í henni hafa átt sæti full- trúar frá húsgagnaframleiðendum, húsgagnaheildsölum, innanhússarki- tektum og húsgagnaverzlunum. For- maður nefndarinnar var Svein Dalen, framkvæmdastjóri Norsku fram- leiðnistofnunarinnar (NPI). I skýrslunni er byrjað á því að lýsa, hvernig ástandið sé nú í hús- gagnaiðnaðinum og hvers sé að vænta um þróun á ýmsum sviðum, sem hann varða, svo sem tekjur, mannfjölda, byggingu íbúðarhúsnæð- is o. s. frv. Er út frá þessum áætlun- um sett upp takmark um veltu hús- gagnaiðnaðarins á árinu 1980. For- sendan er sú, að einkaneyzla mæld á föstu verðlagi aukist um 3% á ári og þýðir því takmarkið um hús- gagnaveltuna árið 1980, að hún verði um 1200 millj. kr. mæld á föstu verð- lagi eða verðlagi ársins 1955. Þýðir þetta um fjórföldun með tilliti til nú- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Framkvæmdaráð, auk stjórnar- manna: Einar Bjarnason, ríkisend- urskoðandi, Einar G. Kvaran, fram- kv.stj. Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna, Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, Guðmundur B. Olafsson, bankastjóri, nú við Framkvæmdasjóð íslands, Hjálmar Blöndal, hagsýslustj óri Reykjavíkurborgar, Jón H. Bergs, forstj. Sláturfél. Suðurlands, í stjórn Vinnuveitendasamb. Islands, Snorri Jónsson, framkv.stj. Alþýðusambands Islands. Framkvæmdastjóri: Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur. Endurskoðendur: Glúmur Björnsson, skrifstofustj óri, Raf orkumálaskrif- stofan, Þórir Einarsson, viðskiptafr., Iðnaðarmálastofnun Islands. verandi veltu. Miðað er við, að út- flutningur muni verða um 100 millj. kr., svo að heildarframleiðsluverð- mæti á húsgögnum í Noregi mundi verða um 1300 millj. kr. á árinu 1980. Síðari hluti skýrslunnar er helgað- ur umræðum um þau vandamál, sem leysa verður, til þess að hægt sé að ná ofangreindu markmiði. Rætt er mjög ýtarlega um stefnu og leiðir við markaðsfærslu (marketing) hús- gagna, og lögð er rík áherzla á það við hlutaðeigendur í greininni að reka sjálfstæða og skapandi markaðs- færslustefnu til þess að auka áhuga neytendanna og skilning á húsgögn- um. Þá er minnzt á samstarf innan alls húsgagnaiðnaðarins og á milli einstakra fyrirtækja, svo og þær að- ferðir, sem beita má til að gera fram- leiðslu og markaðsfærslu hagkvæm- ari. Nefndin bendir á þau grundvall- arhlutverk, sem menntunarstigið í at- vinnugreininni hefur fyrir samkeppn- ishæfni við aðrar vörutegundir og þjónustu, og leggur nefndin fram til- lögur að menntunaráætlun. (Úr NPI-Nytt). Sala á lnísgögnum á markaði framtíðarinnar 50 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.