Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 17

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 17
Orbylgjuliitun - ný tœkni Eitt af markmiðum matvælaiðnað- arins í framtíðinni er framleiðsla tilbúinna málsverðahluta, sem létta af húsmóðurinni matargerð, þegar hún óskar þess, og gera veitingahús- um og einkum gildaskálum kleift að komast af með ófaglært starfsfólk. Sérþekkinguna má þá sameina í fá- um og stórum matgerðarmiðstöðv- um, þar sem framleiðslan er hag- rædd og þess vegna ódýrari. Forsenda þessarar þróunar í átt til aukinna hráefnisgæða í matvælaiðn- aðinum er notkun nýjustu tæknilegra framfara á sviði djúpfrystingar og umbúða. A lokastigi slíkrar fram- leiðslu matvæla er örbylgjuupphitun eitt þýðingarmesta atriðið. Nýlega flutti G. Ojelid verkfr. hjá Husquarna AB í Svíþjóð erindi í danska verkfræðingafélaginu um eðli og áhrif örbylgna, um notkun þeirra í matvælaframleiðslu og í sambandi við tilbúinn mat, og er hér útdráttur úr erindi hans. Hitinn ksmur að innan í örbylgjuofni er nýttur sá eigin- leiki örbylgna á 10 cm öldulengd (3000 megarið/sek), að þær geta smogið djúpt inn í lífræn efni og sett molekylkeðjurnar í hreyfingu, þannig að þar myndast núningshiti. A þennan hátt verkar maturinn sem sitt eigið hitald, þ. e. hitinn kemur að innan, og er þetta stundum nefnt „kaldur hiti“. Órbylgjuofninn er þannig í eðli sínu venjulegur ofn, en í stað algengra rafmagnshitalda kem- ur svonefnd magnetróna, sem mynd- ar örbylgjusvið í hitarúmi ofnsins. Kosturinn við þessa hitunaraðferð er fyrst og fremst sá, að hitunartím- inn styttist mjög, en auk þess fást ýmsir eiginleikar betri matargæða. Upphitun með örbylgjum er um 10 sinnum hraðari en venjuleg upphit- un, því örbylgjurnar smjúga 1200 sinnum dýpra inn í efnið heldur en hitabylgjur, og þá er hinn tímafreki hitaleiðniferill sniðgenginn. Samtím- is þessu er yfirhitun forðað og einnig myndun bragðskemmandi hitasvæða. Notkunarmöguleikar Örbylgjuhitann má nota til alls konar upphitunar matvæla, bæði úr djúpfrystu ástandi og frá ísskáps- eða stofuhita. Frosnar nautalundir (—21° C) má þannig þíða á ca. tvisvar sinnum 2 mínútum með 5 mínútna hitajöfnun á milli, en til- búinn málsverð, lagðan á disk í ís- skáp, má framreiða eftir einnar mín- útu upphitun. Þessir möguleikar bjóða upp á marga kosti, hæði í framleiðslu og í framreiðslu matar. I framleiðslu má t. d. nota hólkofn með færibandi, sem hreyfist gegnum örbylgjusviðið, og fæst þá tímaspar- andi og samfelld upphitun. Sem dæmi má nefna framleiðslu á spændum kartöflum (chips). Þar gefur hin jafna upphitun minni mishitun (mis- bruna) og því minni úrgang. Þýðingarmesta notkunarsvið ör- bylgjuhitunar er þó í sambandi við veitingahús, gildaskála, mötuneyti og þess háttar. Vegna tímasparnaðar má hér ná mjög hárri nýtingu vinnuafls og tækja, því að „dauða tímann“ má nota til framleiðslu málsverða, sem geymdir eru í ísskáp, og síðan hita þá upp á örskömmum tíma, þegar ösin byrjar. A veitingastöðum, sem þurfa að hafa opið allan sólarhringinn fyrir ferðamenn og bifreiðarstjóra, má á þennan hátt komast af með fátt starfs- fólk og samtímis losna við að halda matnum heitum tímum saman, sem rýrir mjög gæði hans. Á ýmsum stöðum, t. d. í skólum, sjúkrahúsum og matstofum fyrir- tækja er áhugi á að losna alveg við matargerðina. I þessum tilfellum má fá matinn sendan tilbúinn, í djúp- frystu ástandi, frá matargerðarmið- Framh. á 69. bls. Örbylgjuojn jrá Husquarna. IÐNAÐARMÁL 51

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.