Iðnaðarmál - 01.04.1967, Qupperneq 22

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Qupperneq 22
Byggingarframkvæmdir Virkjun Þjórsár við Búrfell verður hagað þannig, að hún haldist í hend- ur við þörf almenningsnotkunar og álbræðslu. I fyrsta áfanga verða sett- ar upp 3 vélasamstæður, hver 35 MW að stærð. Orkuvinnsla hefst um áramót 1968—’69, þegar gengið hef- ur verið frá fyrstu vélasamstæðunni. Allar þrjár samstæður eiga að vera komnar í gang í júní 1969, þegar ál- bræðslan hefst. I öðrum áfanga verð- ur bætt við 4. samstæðunni um mitt ár 1972, 5. samstæðunni 1973 og þeirri síðustu þegar þörf krefur. Stöðvarhús og flest mannvirki eru þegar í 1. áfanga gerð fyrir 6 véla- samstæður. Miðlun í Þórisvatni er fyrirhuguð í 2.—3. áfanga um 1972. FVRIRHUGUD BÚRFELLSVIRKJUN 6. mynd. Yfirlitsmynd og þverskurður jarðganga. 7. mynd. Grunnur stöðvarhúss. I jorgrunni krani Krúpps þar sem fóðrunarstoklcur þrýsti- vatnsgangna er soðinn saman. Aíl og orka Afl og örugg orka frá virkjuninni við Búrfell er áætluð við Geitháls: 3 vélar 111 MW 900 GWh/ári 4 „ 148 „ 1190 „ 5 „ 183 „ 1480 6 „ 220 „ 1720 „ Virkjunaróætlanir G. Sætersmoens Eins og áður er getið, gerði G. Sætersmoen áætlanir um virkjun 6 staða við Þjórsá á árunum 1914— ’18. Staðirnir voru Urriðafoss, Hesta- foss, Þjórsárholt, Skarð, Búrfell og Hrauneyjarfoss. Til gamans eru hér birtar niður- stöðutölur Sætersmoens um virkjun við Búrfell til samanburðar við fram- angreindar stærðar- og verðtölur. Allar tölur miðast við fulla nýtingu stöðvarinnar. Stíflan í Þjórsá er staðsett við Klofaey, en inntaksstífla um 480 m ofan við stöðvarhús. Heildarfallhæð er um 120 m og nýtanleg fallhæð um 111 m. Virkjað rennsli er 480 ten- ingsmetrar á sek. Tuttugu aðrennsl- ispípur og vélasamstæður eiga að gefa samanlagt 310 MW frá rafölum og um 290 MW niðurspennt í Reykjavík. Stöðvarhúsið er 252 m langt, 44 m breitt og hæð þess ofanjarðar um 36 m, en þá eru öll spennistöðvamann- virki á efri hæðum innanhúss. Há- spennulínur til Reykjavíkur eru áætl- aðar 10 stauraraðir, hver með 2x3 x70 mm2 vírum, 110 kílovolta spennu og lengd hverrar línu 118,5 km. Verð allra þessara mannvirkja er áætlað þannig: Orkuver fullnýtt kr. 66,8 millj. og spennistöðvar og háspennulína kr. 46,6 millj. eða alls kr. 113,4 millj. Verðgrundvöllur við þetta mat eru verðtölur ársins 1914, að viðbættum 50% vegna hækkana á árunum 1914 -—-1918. Talið er, gróft áætlað, að almennt verðlag hafi 50 faldast frá júlí 1914 til 1966. Þetta samsvarar því, að heildarkostnaðarverð þessar- ar orkuveitu væri í dag 3.800 milljón- ir króna, eða rösklega helmingi hærri upphæð heldur en virkjunin á að kosta nú. Þennan mismun má þakka framförum í vinnutækni og nýtingu 56 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.