Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 27

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Side 27
komiö hafa í ljós á alþjóðavettvangi. I hinu stranga veðurfari Finnlands verða þessir kostir ennþá meiri vegna hinna góðu skilyrða, er verksmiðj- urnar veita. A byggingastöðunum má draga nokkuð úr erfiðleikunum af völdum vetrarhörkunnar með því að nota lokaða kerfið. Annar verulegur ávinningur er fólginn í styttingu byggingatímans. Bygging, sem taka mundi 8—10 mán- uði með hvers konar öðrum bygging- araðferðum, tekur aðeins 4—6 mán- uði með lokaða kerfinu. Við vaxta- reikning er þetta mjög mikilvægt at- riði, einkum í Finnlandi, þar sem vextir eru allt að 8%. Reynsla vor af lokaða kerfinu á þessu byrjunarskeiði hefur leitt í ljós eftirfarandi: — Það flýtir fyrir störfum arktitekta og ráðgefandi verkfræðinga, a. m. k. í fyrstu. Skortur á mátkerfi (modules) hefur verið til baga. — Það hefur ekki reynzt auðvelt að viðhalda gæðum. Samskeyti og hljóðeinangrun hafa valdið oss allmiklum áhyggjum. Nokkrar mjög frumlegar hugmynd- ir hafa komið fram til að lækna þessa „vaxtarverki“. Það er mitt persónulega álit, að ekki sé til nein afburða aðferð, eins og nokkur Austurevrópuríki halda fram. Hefðbundna kerfið, hið opna og hið lokaða, keppa öll þrjú hvert við annað um yfirburði og kostnað. 011 kerfin eru að þróast í áttina til iðnvæðingar — til afkastamikillar, vel skipulagðrar byggingarstarfsemi. 2.5 Notkun verktaka ó bættum stjórn- unaraðferðum (þ. á m. skipulag byggingasvæðis, kostnaðarútreikningar, eftirlits- greining o. fl.). Eg hefi þegar sagt, að ein af ástæð- unum fyrir framleiðniaukningunni hafi verið hið bætta skipulag á öllum sviðum byggingarstarfseminnar. — Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið miklu mikilvægari þáttur en þróun einhvers ákveðins byggingakerfis. Eða vér gætum e. t. v, sagt, að það sé aðeins vegna hins bætta skipulags, að vér höfum verið færir um að sækja fram og þróa nýj- ar aðferðir. Þrátt fyrir hina mörgu, merkilegu atburði, er átt hafa sér stað varðandi sambandið milli eigenda, skipulagn- ingamanna og verktaka — með öðr- um orðum, í grunnskipulagningu alls byggingariðnaðarins — ætla ég nú aðeins að fjalla um þá þróun, er sér- staklega varðar iðngreinina — sem hefur áhrif á skipulagningu bygg- ingamanna og verktaka. I mörgum byggingafélögum hefur kjarni þróunarinnar síðustu árin ver- ið fólginn í notkun stjórnunarhug- mynda og aðferða, sem iðnaðurinn almennt hefur þegar lileinkað sér. Yfirleitt má segja, að byggingariðn- aðurinn hafi að undanförnu ein- kennzt af algjöru undirbúningsleysi bæði í skipulagningu og byggingum á einkamælikvarða og starfsemi iðn- aðarins í heild. Þetta hefur liaft í för með sér ójafna samkeppni — tjón og gjaldþrot fyrir suma, en ofsagróða fyrir aðra — og byggingariðnaður- inn hefur ekki notið sömu virðingar og aðrar iðngreinar. Finnski bygg- ingariðnaðurinn hefur lagt hart að sér til að bæta þetta ástand •— og gerir enn. Þær ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, fela í sér: — Markvíst starf á öllum sviðum stjórnunar og eftirlits. — Kostnaðarreikning og eftirlits- greiningu. — Skipulagslega og tæknilega áætl- un, tímaverkfræði vinnsluathafna og kerfisbindingu á öllum þess- um hliðum áætlunar. Til að þróa slíkar heilbrigðar stjórnunaraðferðir, hefur byggingar- iðnaðurinn ekki gert sig ánægðan með að apa eftir öðrum iðngreinum. Þvert á móti er frumþróun höfuð- atriði, ef takast á að aðlaga þessar hugmyndir byggingariðnaðinum. í finnska byggingariðnaðinum hefur þetta leitt til strangra þjálfunaráætl- ana fyrir starfslið á mörgum mis- munandi sviðum, allt frá fram- kvæmdastjóranum niður til lægsta verkstjórnanda. Síðustu þrjú árin hafa næstum allir framkvæmdastjórar gengið á fimm daga námskeið í grundvallarreglum stjórnunar. Eftirlitsmenn og verk- stjórar hafa gengið á fimmtán daga námskeið um sama efni, en einnig fjallað um sértæknileg vandamál, varðandi hina nýlegu „byltingu“ í byggingariðnaðinum. Samhliða hinum hefðbundnu að- ferðum i áætlanagerð — vinnu-tíma- töflum, verkáætlunum — er nú beitt nýrri tækni, sem þróazt hefur í Bandarikjunum — aðferðum eins og CPM og PERT. Reynslan sýnir, að þær eru fullkomlega nothæfar fyrir byggingariðnaðinn og hafa veitt ferskum straumi í hið hraðfara tíma- bil, er vér göngum nú í gegnum. Vér höfum aðhæft aðferðirnar finnskum staðháttum, og þær hafa gert yfir- stjórnendum fært að fylgjast með hinu nýjasta í framförum og þróun varðandi kostnað byggingariðnaðar- ins. 3. Lokaorö Vöxtur byggingariðnaðarins hefur haft mörg vandamál í för með sér, og ég hefi reynt að skýra þau í höf- uðdráttum. Efling — orð, sem dregur upp heildarmynd af þj óðfélagsþróun — er jafnviðeigandi fyrir byggingar- iðnaðinn. Eins og vér vitum, er kyrr- stöðukenningin einföld í samanburði við hina aflfræðilegu. Það krefst æ meiri andlegrar orku og skynsemi að stjórna og leiða jafnkraftmikla iðn- aðargrein. Það mun krefjast kunnáttu í áætlunum og hæfni til að skapa hin nauðsynlegu skilyrði fyrir byggingar. Byggingariðnaðurinn er nú byrjaður að taka framförum. Eftirfarandi ráð- stafanir má gera til að hrinda þessari þróun áleiðis og flýta henni: — Auka fjárhagslega aðstoð ríkisins til kerfisbundinnar rannsóknar á hagnýtingu þróaðra byggingar- aðferða. — Gera kerfisbundna skilgreiningu á byggingaþörfinni, byggða á efna- haglegum horfum og áætlunum IÐNAÐARMAL 61

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.