Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2015/101 187 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Teikningin á forsíðu Læknablaðsins er eftir Önnu Rún Tryggvadóttur (f. 1980) sem gerði hana fyrr á þessu ári. Um er að ræða afrakstur ferlis sem listakonan hefur verið að prófa sig áfram með á vinnustofu sinni og á sýningum. Hún notast við vatnslit sem er leystur upp í nokkru magni af vatni og látinn drjúpa á pappír. Við uppgufun vatnsins taka eðlisfræðilegir eiginleikar litarefnisins völdin og raðast upp í mislita hringi út frá miðjupunkti. Nær ógerningur er að sjá fyrir endanlega útkomu eða stýra henni því svo margir ófyrirséðir þættir hafa áhrif. Anna Rún fæst einnig við hefðbundna teikningu þar sem hún notar penna eða pensil á pappír. Mannslíkaminn er gjarnan þema í verkum hennar þar sem hún skoðar sérstaklega leiðir til tjáningar og skynjunar. Þau minna okkur á að samskipti byggja í grunninn á líkamlegum eiginleikum og hæfni þótt stundum sé engu líkara en skilningur manna á milli sé á yfirskilvitlegu plani. Þegar verk hennar eru skoðuð með þessa áherslu í huga leitar maður ósjálfrátt uppi hið líkamlega, jafnvel í abstrakt verki eins og því sem hér um ræðir og varð til í ósjálfráðu ferli uppgufunar. Hér er til dæmis engu líkara en að mannsmynd spretti fram fyrir miðri mynd og út frá henni stafi geislum eða bylgjum. Eins konar Vitrúvíusar- maður í gullslegnum hring. Anna Rún nam við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og kláraði framhaldsnám við Concordia-háskólann í Montreal í Kanada á síðasta ári. Náminu lauk hún með stórri sýningu í galleríi þar í borg og setti upp inn- setningu verka sem voru í stöðugri mótun meðan á sýningunni stóð. Hún skapaði vissar aðstæður með drjúpandi vatni og lit og kom af stað lífrænni atburðarás. Sýningin varð þannig að listrænni framvindu í stað endanlegrar niðurstöðu listsköpunar. Ef til vill má líta á slíkt sýningarferli með hliðsjón af leikhúsi eða gjörningalist, þar sem verkin verða í raun til frammi fyrir augum áhorfenda yfir afmarkaðan tíma. Anna Rún er sjálf vel kunnug leikhúsforminu þar sem hún hefur unnið að gerð leikmynda og búninga, meðal annars fyrir leikverkið Karma fyrir fugla eftir Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2013. Um þessar mundir heldur listakonan einkasýningu í Listasafni ASÍ sem stendur fram í byrjun maí. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Stjórn LÍ árið 2015 Þessi mynd var tekin núna um miðjan mars á fundi stjórnar Læknafélags Íslands. Frá vinstri: Tinna H. Arnardóttir fulltrúi FAL, læknir, Björn Gunnarsson svæfingalæknir á Akranesi, Arna Guðmunds- dóttir LR, innkirtlalæknir, Magdalena Ásgeirsdóttir ritari, lungnalæknir, Þorbjörn Jónsson formaður, ónæmislæknir, Magnús Baldvinsson gjaldkeri, röntgenlæknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir. Á myndina vantar Hildi Svavarsdóttur heimilislækni og Orra Þór Ormarsson varaformann, barna- skurðlækni. Stjórnin fundar annan hvern mánudag í Hlíðasmára og þeirra starf er öflugt. Þær Sólveig Jóhanns- dóttir framkvæmdastjóri LÍ og Dögg Pálsdóttir lögfræðingur félagsins hrinda síðan fyrirætlunum stjórnar í verk og eru potturinn og pannan í starfi félagsins ásamt Þorbirni formanni. Formannafundur og aðalfundur Framundan í starfi stjórnar er Formannafundur föstudaginn 17. apríl, þar sem saman koma formenn ýmissa deilda og félaga innan Læknafélagsins og gera grein fyrir innra starfi, fjármálum og stefnu. Málþing verður haldið kl. 13-16 í tengslum við þennan fund og er opið öllum læknum. Efni þingsins er Læknar og fjölmiðlar, og frummælendur verða Anna Sigrún Baldursdóttir, Teitur Guðmundsson, Hjalti Már Björnsson og Gunnar Steinn Pálsson. Aðalfundur LÍ verður haldinn í Stykkishólmi 1. og 2. október í haust. Mynd og texti: Védís Pradaxa (dabigatran) er ætlað til meðferðar gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. HEILASLAG TENGT GÁTTATIFI Áhætta sem hægt er að minnka verulega með Pradaxa® (dabigatran), 150 mg 2 sinnum á dag1,2 Pradaxa (dabigatran) 150 mg minnkar hættu á: • heilaslagi eða segareki í slagæðum um 35% samanborið við warfarín (p<0,001)1,2 • heilaslagi vegna blóðþurrðar um 24% samanborið við warfarín (p=0,03)1,2 Heilaslag eða segarek í slagæðum Heilaslag vegna blóðþurrðar /heilaslag sem ekki er nánar tiltekið % s jú kl in g a /á r 2,0 0,2 0,0 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 warfarín (INR 2,0-3,0) dabigatran 150 mg tvisvar á dag warfarín (INR 2,0-3,0) dabigatran 150 mg tvisvar á dag 1,11% 1,71% 0,92% 1,21% N = 6076N = 6022 N = 6076N = 6022 Hætta á dauðsfalli vegna æðasjúkdóms er 15% minni samanborið við warfarín (p=0,04)1,2 Hætta á dauðsfalli (heildaráhætta) er 12% minni samanborið við warfarín (p=0,051)1,2 Myndin er unnin af Boehringer Ingelheim Danmark A/S á grundvelli. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876 (appendix) Heimildir: 1. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2009;361:1139-1151 2. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876. IS P R A -1 4- 01 -3 1, A U G 14

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.