Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 195
Inngangur
Tuttugasta öldin var tímabil gríðarlegra tækni-
framfara í vestrænum þjóðfélögum. Fleiri og betri
vinnuvélar og örar tækninýjungar breyttu vinnuum-
hverfinu, sem hafði í för með sér að líkamleg áreynsla
margra starfa minnkaði verulega. Gögn frá Hagstofu
Íslands sýna að á undanförnum áratugum hefur ein-
staklingum sem vinna líkamlega erfiða vinnu fækkað
og þeim sem vinna kyrrsetuvinnu að sama skapi
fjölgað.1,2 Þessi minnkun á vinnutengdri hreyfingu
er hugsanlega einn þeirra þátta sem stuðlað hafa að
verra úthaldi vesturlandabúa og aukið dánarlíkur
vegna offitu, kransæðasjúkdóma, sykursýki II og fleiri
sjúkdóma.3
Á síðustu öld urðu hjarta- og æðasjúkdómar al-
gengasta dánarorsök í heiminum og Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin (World Health Organization, WHO) áætlar
að 30% dauðsfalla í heiminum séu vegna hjarta- og
æðasjúkdóma.4 Ennfremur telur WHO að yfir helm-
ing allra dauðsfalla og örorku vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma væri hægt að fyrirbyggja með einföldum og
ódýrum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, sem í
flestum tilfellum felst í hreyfingarleysi, tóbaksnotkun
og óhollu mataræði.4 Á Íslandi hefur algengi ofþyngd-
ar/offitu og sykursýki aukist verulega á undanförnum
40 árum5 þó svo að dánartíðni vegna kransæða-
sjúkdóma hafi minnkað um 80% á síðustu 30 árum,
1Rannsóknarstofu í
íþrótta- og heilsufræðum,
menntavísindasviði Háskóla
Íslands,
2Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga,
3félagsvísindadeild
Háskólans á Akureyri.
inngangur: Þó jákvæð áhrif hreyfingar á áhættuþætti efnaskipta-, hjarta-
og æðasjúkdóma séu vel þekkt, hafa þau lítið verið skoðuð hér á landi
með hlutlægum mælingum. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga
mun á hreyfingu og áhættuþáttum efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma
þriggja starfsstétta: verkafólks, skrifstofufólks og bænda.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (73 karlar, 89 konur) komu úr
Þingeyjarsýslu og undirgengust mælingar á hæð, þyngd, líkamsþyngdar-
stuðli og líkamssamsetningu með húðfellingamælingum. Hreyfimælar voru
notaðir til þess að mæla heildarhreyfingu auk þess tíma sem fólk varði í
meðalerfiða hreyfingu. Blóðþrýstingur var tekinn og í fastandi blóðsýni
var mælt heildarkólesteról, kólesteról í lágþéttnifituprótíni og háþéttni-
fituprótíni, þríglýseríð, blóðsykur, insúlín og HoMA (homeostatic model
assessment).
niðurstöður: Verkakarlar og karlbændur hreyfðu sig meira en skrifstofu-
karlar (p<0,01) en enginn munur fannst meðal kvennanna. Kvenbændur
vörðu hins vegar marktækt færri mínútum í meðalerfiða hreyfingu en hinar
starfsstéttirnar (p<0,05). Lágt hlutfall (18,4%) þátttakenda náði að upp-
fylla ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega hreyfingu og enginn
skrifstofukarlanna. Bændur höfðu lægri þríglýseríð (p=0,01) og blóðsykur
(p<0,01) en hinar starfsstéttirnar og voru einnig með meiri fitulausan
massa (p<0,03). Kólesteról í háþéttnifituprótíni var einnig hæst á meðal
bænda, þá verkafólks en lægst meðal skrifstofufólks (p<0,02). Heildar-
hreyfing hafði marktæk tengsl við mun fleiri áhættuþætti efnaskipta-,
hjarta- og æðasjúkdóma heldur en tími sem varið var í meðalerfiða
hreyfingu.
Ályktun: Bændur hafa almennt ákjósanlegustu gildin fyrir áhættuþætti
efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma í blóði og er hreyfing þeirra og
meiri fitulaus massi líklegur hluti af skýringunni. Þó er hreyfing bændanna
ekki mikil og einungis tæplega fimmtungur allra þátttakenda ná ráðlagðri
daglegri hreyfingu. Heildarhreyfing virðist vera mikilvægari en tími í meðal-
erfiðri hreyfingu fyrir jákvæð gildi áhættuþátta efnaskiptasjúkdóma.
ÁgrIp
Fyrirspurnir:
Sigurbjörn Árni
Arngrímsson
sarngrim@hi.is
Greinin barst
17. október 2014,
samþykkt til birtingar
18. febrúar 2015.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Hreyfing þriggja starfsstétta og tengsl
hennar við áhættuþætti efnaskiptasjúkdóma
og hjarta- og æðasjúkdóma
Börkur Már Hersteinsson lífeðlisfræðingur1, kristján Þór Magnússon faraldsfræðingur1, Ásgeir Böðvarsson læknir2,
Ársæll Arnarsson lífeðlisfræðingur3, erlingur Jóhannsson lífeðlisfræðingur1, Sigurbjörn Árni Arngrímsson þjálfunarlífeðlisfræðingur1
aðallega vegna lækkunar á blóðfitu og slagþrýstingi
og minni reykinga.6 Niðurstöður fjölmargra rannsókna
benda líka til að aukin hreyfing geti haft í för með sér
ákjósanlegar breytingar á mörgum áhættuþáttum fyrir
hjarta- og æðasjúkdóma. Þar á meðal eru breytingar á
blóðsykursstjórnun, líkamsfitu og líkamssamsetningu,
blóðfitu og blóðþrýstingi.7-11
Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem
hreyfing, líkamssamsetning og lífsstíll eru athuguð
hjá fullorðnum. Sex mánaða íhlutunarrannsókn á sjó-
mönnum sýndi að aukin hreyfing leiddi til æskilegra
breytinga á blóðgildum og blóðþrýstingi auk þess sem
hreyfingin leiddi til lækkunar á líkamsþyngd.12 Sex
mánaða fjölþætt heilsuþjálfun hjá öldruðum bætti einn-
ig líkamlega getu, úthald, styrk, líkamssamsetningu,
blóðþrýsting og almenn lífsgæði þeirra.13,14 Í spurninga-
listakönnun töldu hjúkrunarfræðingar sem hreyfðu sig
sjaldan að þeir byggju að sama skapi við lakari líkam-
lega og andlega heilsu.15
Mismunandi starfsstéttir á Íslandi hafa lítið verið
bornar saman með tilliti til ýmissa lífsstílssjúkdóma
hingað til. Í einni slíkri rannsókn kom í ljós að bændur
voru að engu leyti frábrugðnir öðrum þegar kom að tíðni
sykursýki II og háþrýstingi.16 Markmið þessarar rann-
sóknar var að skoða hreyfingu meðal þriggja starfsstétta
og tengsl hennar við áhættuþætti efnaskipta-, hjarta- og
R A N N S Ó K N
Spiriva® Respimat® (tíótrópíum) og
Spiriva Respimat
(tíótrópíum)
Striverdi Respimat
(olodaterol)
Nýtt!
Nú fæ
st LA
BA
í Res
pima
t
Striverdi Respimat (olodaterol) er
langverkandi β2-örvi (LABA) í Respimat
Einu sinni á dag
– sem Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Respimat innöndunartæki
– sem Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Skammtur 5 μg (tvær úðanir, hvor um sig 2,5 μg)
– sem Spiriva Respimat (tíótrópíum)
Striverdi® Respimat (olodaterol)
TILVALIÐ SAMAN
IS
S
tr
-1
4-
01
-0
4
fe
b.
2
01
4
Ábending: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð
til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
Ábending: Striverdi Respimat er ætlað sem berkjuvíkkandi
viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
®