Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 4
188 LÆKNAblaðið 2015/101 F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað 2015 191 Birgir Jakobsson Vísindin mikilvæg í samkeppni um hæft starfsfólk til heilbrigðis- kerfisins Ef rými er nú að skapast í íslensku efnahagslífi er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að fjármagn sem varið er til vísindastarfa bætir heil- brigðiskerfið og skilar sér að lokum margfalt aftur til þjóðarbúsins. 195 Börkur Már Hersteinsson, Kristján Þór Magnússon, Ásgeir Böðvarsson, Ársæll Arnarson, Erlingur Jóhannsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson Hreyfing þriggja starfstétta og tengsl hennar við áhættuþætti efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma Tuttugasta öldin var tími gríðarlegra tækniframfara í vestrænum þjóðfélögum. Fleiri og betri vinnuvélar og örar tækninýjungar breyttu vinnuumhverfinu sem hafði í för með sér að líkamleg áreynsla í mörgum störfum minnkaði verulega. Gögn frá Hag- stofu Íslands sýna að á undanförnum áratugum hefur þeim sem vinna erfiðisvinnu fækkað en þeim sem vinna kyrrsetuvinnu fjölgað. Þetta er hugsanlega einn þeirra þátta sem hefur leitt til verra úthalds Vesturlandabúa og aukið dánarlíkur vegna offitu, kransæðasjúkdóma, sykursýki II og fleiri sjúkdóma. 203 Guðlaug Friðgeirsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Steindór Ellertsson, Erla Björnsdóttir Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi sem veitt er á netinu Alls hófu 175 þátttakendur 6 vikna meðferð frá ágúst 2013 til apríl 2014 en þar af voru 50 (29%) sem ekki luku meðferð svo eftir var úrtak 125 þátttakenda. Meðalaldur var 46 ár (18-79 ára). Meðferðin er byggð á gagnreyndri hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Þátttakendur skráðu svefn sinn og var árangur metinn út frá svefnnýtingu, tíma sem tekur að sofna og vökutíma eftir að hafa sofnað, að lokinni 6 vikna meðferð og 6 vikna eftirfylgd. 193 Aðgengi að heil- brigðisþjónustu: Hver er framtíðin? Ingunn Hansdóttir Þróun framtíðar heil- brigðisþjónustu hvílir á því að við notum tæknina í okkar þágu og leysum vandamál sem tengjast aðgengi. Það er ekki gott til þess að vita að við höfum gagnreyndar meðferðir sem ekki nýt- ast fólki. Við það er ekki hægt að una. L E I Ð A R A R árgangar að baki Hugmynd að dagskrá fyrir læknadaga? Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Læknadaga 18.-22. janúar 2016 eru beðnir að fylla út umsóknarblað á innra neti Læknafélagsins (lis.is undir TENGLAR) og senda til Margrétar Aðalsteinsdóttur margret@lis.is fyrir 10. maí næstkomandi. Undirbúningsnefnd M yn d : M ar gr ét A ða ls te in sd ót tir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.