Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 203
Inngangur
Svefnleysi er útbreitt heilsufarsvandamál. Talið er að
um þriðjungur fullorðinna greini frá einu eða fleiri
einkennum svefnleysis, eins og erfiðleikum með að
sofna, erfiðleikum með að sofa eða vakna of snemma.
Að auki upplifa 10-15% fullorðinna skerta getu í kjölfar
svefnleysis, svo sem í starfi og félagslífi og 6-10% hafa
einkenni sem mæta greiningarviðmiðum svefnleysis-
röskunar.1
Ómeðhöndlað svefnleysi getur aukið líkur á geð-
rænum vanda eins og þunglyndi og kvíða og líkam-
legum kvillum, svo sem háþrýstingi.2 Það hefur enn-
fremur verið tengt við hærri dánartíðni.3,4 Efnahagsleg
áhrif svefnleysis eru mjög mikil.5-7 Yfirlitsgrein Stollers5
gefur til kynna að heildarkostnaður vegna svefnleysis,
meðal annars vegna tapaðrar framleiðni, slysa, tíðra
fjarvista frá vinnu og kostnaðar sjúklinga vegna heil-
brigðisþjónustu, nemi 92-107 milljörðum dollara á ári í
Bandaríkjunum.
Klínískar leiðbeiningar kveða á um að beina skuli
fólki með svefnvanda í hugræna atferlismeðferð við
svefnleysi (HAM-S) ef kostur er.8 HAM-S er gagnreynd
og árangursríkari en lyf, lyfleysur og aðrar meðferðir
við langvarandi svefnleysi.9,10 Þrátt fyrir það eru svefn-
lyf oftast gefin þegar fólk leitar til læknis vegna lang-
varandi svefnvanda.10,11 Neysla svefnlyfja er að jafnaði
tvisvar til þrisvar sinnum meiri hér en annars staðar
á Norðurlöndum12 enda þótt aukaverkanir langvarandi
svefnlyfjanotkunar geti verið alvarlegar.13 Sivertsen og
félagar14 báru saman árangur HAM-S og lyfjameðferðar
meðal eldra fólks. Niðurstöður þeirra sýndu að þeir
inngangur: Svefnleysi er útbreitt heilsufarsvandamál sem hefur alvarlegar
sálrænar, líkamlegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Neysla
svefnlyfja er mun meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum, þrátt fyrir
að mælt sé með hugrænni atferlismeðferð (HAM-S) sem fyrsta úrræði
við langvarandi svefnleysi. Til að koma til móts við fleiri sem glíma við
svefnvanda var netmeðferð við svefnleysi sett á laggirnar á betrisvefn.is.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa árangri netmeðferðarinnar.
Efniviður og aðferðir: Alls 175 þátttakendur hófu 6 vikna meðferð á
tímabilinu ágúst 2013 til apríl 2014 en þar af voru 50 (29%) sem ekki luku
meðferð svo eftir var úrtak 125 þátttakenda. Meðalaldur var 46 ár (18-79
ára). Meðferðin er byggð á gagnreyndri hugrænni atferlismeðferð við
svefnleysi. Þátttakendur skráðu svefn sinn og var árangur metinn út frá
svefnnýtingu, tíma sem tekur að sofna og vökutíma eftir að hafa sofnað,
að lokinni 6 vikna meðferð og 6 vikna eftirfylgd.
niðurstöður: Marktækar breytingar til hins betra urðu á öllum útkomu-
mælingum, nema heildarsvefntíma sem styttist um 5% samkvæmt niður-
stöðum svefnskráningar. Breytingarnar voru enn til staðar 6 vikum eftir
lok meðferðar og heildarsvefntími lengdist. Neysla svefnlyfja minnkaði
marktækt. Meðferðin virðist henta þátttakendum vel og rúmlega 94%
þeirra myndu mæla með henni.
Ályktun: Netmeðferð Betri Svefns lofar góðu og árangur er í samræmi við
erlendar rannsóknir netmeðferða gegn svefnleysi. Með auknu framboði er
vonast til að fyrsta úrræði gegn svefnvanda hér á landi verði HAM-S líkt
og víða annars staðar. Þannig má hugsanlega draga úr hinni miklu svefn-
lyfjanotkun Íslendinga, álagi á heilsugæslustöðvar og þeim kostnaði sem
svefnvanda fylgir.
ÁgrIp
sem fengu HAM-S bættu útkomu sína meira á flestum
árangursviðmiðum við lok meðferðar og við 6 mánaða
eftirfylgd, en lyfjahópurinn. Rannsóknir sem sýna fram
á árangur lyfjameðferðar við langvarandi svefnvanda
eru vandfundnar.13 Aftur á móti benda rannsóknir til
þess að áhrif HAM-S sé enn að finna allt að 24 mánuðum
eftir lok meðferðar.15,17
Sú staðreynd að lyf eru algengasta úrræðið við
svefnvanda, þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram
á yfirburði HAM-S,10,11,16,17 vekur undrun. Þó verður ekki
framhjá því litið að HAM-S einstaklingsmeðferð er
dýrari, enda ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Ís-
lands,18 og tímafrekari fyrir sjúklinga en lyfjameðferð,
til skamms tíma litið. HAM-S getur þó svarað kostnaði
til langs tíma litið þar sem um skammtímafjárfestingu
er að ræða og langtímaáhrif meðferðar eru líkleg.15,17,19
Rannsóknir sýna að skortur er á þjálfuðum heilbrigðis-
starfsmönnum sem veita HAM-S og flestir þeirra starfa
í þéttbýli.19,20 Því er rík ástæða til þess að bjóða upp á
gagnreynda meðferð á formi sem nýtist fleirum, eins og
netmeðferð.
Netmeðferð við svefnleysi hefur ýmsa kosti fram yfir
hefðbundna sálfræðimeðferð. Hægt er að sækja netmeð-
ferð hvar sem er, hvenær sem er og hún er ódýrari en
hefðbundin meðferð. HAM-S á netinu er tiltölulega ný af
nálinni. Þó hafa nokkrar rannsóknir á árangri netmeð-
ferðarinnar verið gerðar, þá helst slembaðar klínískar
tilraunir, og lofa þær góðu.21-26 Í rannsókn Ritterbands
og félaga21 kom fram að þátttakendur sem hlutu HAM-S
netmeðferð vöktu um helmingi skemur á næturnar við
Greinin barst
17. september 2014,
samþykkt til birtingar
26. febrúar 2015.
GF, SE og EB eiga
fyrirtækið Betri svefn.
Árangur hugrænnar atferlismeðferðar
við svefnleysi sem veitt er á netinu
Guðlaug Friðgeirsdóttir1 cand.psych.-nemi, Gunnar Jóhannsson2 læknir, Steindór ellertsson2 læknir, erla Björnsdóttir1,3 sálfræðingur
1Háskóla Íslands,
2Heilsu gæslu
höfuðborgarsvæðisins,
3Landspítala.
Fyrirspurnir:
Guðlaug Friðgeirsdóttir,
guf11@hi.is
R A N N S Ó K N
Storkum ekki
örlögunum
Erlibelle
– Getnaðarvörn til inntöku
Hver tafla inniheldur 0,15 mg af levónorgestreli og 0,03 mg af etinýlestradíóli.
Z Z
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
c
ta
v
is
4
1
0
1
2
2