Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 22
206 LÆKNAblaðið 2015/101 Þegar klínísk marktekt er skoðuð er miðað við skilgreiningar á eðlilegum svefni. Algengt er að miða við að það taki minna en 30 mínútur að sofna og að vökutími á nóttu sé 30 mínútur eða styttri eða að svefnnýting nái 85%.12,29 Við upphaf meðferðar uppfyllti 21 þátttakandi (17%) öll þrjú viðmið en í lok meðferðar 75 þátt- takendur (60%). Í byrjun meðferðar var 41 þátttakandi 30 mínútur eða lengur að sofna og 30 mínútur eða lengur vakandi á nóttu, en við lok meðferðar náðu 28 af þeim (68%) eðlilegum viðmiðum á báðum breytum. Alls mældust 96 þátttakendur með 85% eða minni svefnnýtingu í byrjun meðferðar, en við lok meðferðar náðu 70 þeirra (73%) eðlilegu viðmiði um svefnnýtingu. Línuleg aðfallsgreining var gerð til að skoða hvort kyn, aldur, frumkvæði að meðferð (af sjálfsdáðum, gegnum VIRK eða vinnu- veitanda), eða hreyfing þátttakenda spáðu fyrir um tímann sem tók að sofna, vökutíma á nóttu eða svefnnýtingu. Ekki fengust marktækar niðurstöður svo þessir þættir virðast ekki segja til um árangur þátttkenda á þessum breytum. Eftirfylgd í viku 12 Í viku 12, við eftirfylgd 6 vikum eftir meðferð, voru tíminn sem tók að sofna, vökutími á nóttu (mynd 2) og svefnnýting (mynd 3) skoðuð hjá þeim 43 þátttakendum sem enn skráðu upplýsingar um svefn sinn. Í ljós kom að marktækur munur var á breytunum milli viku 1 og 6 (p<0,005) og marktækan mun var enn að finna í viku 12 (p<0,001). Svefnnýting fór úr 79% í viku 1 í 89% í viku 12 og tíminn sem tók að sofna svo til helmingaðist, fór úr 33 mínútum í viku 1 í 15 mínútur í viku 12. Að auki fór vökutími á nóttu úr 45 mínútum í viku 1 í 22 mínútur í viku 12. Viðhorf þátttakenda til meðferðar Alls svöruðu 80 þátttakendur spurningalista varðandi viðhorf til meðferðarinnar, 70 af 125 sem luku meðferð og 10 af þeim 50 sem hættu, og bjuggu 53% þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Alls 96% (77 af 80) töldu meðferðina vera tæknilega einfalda í notkun. Langflestir þeirra 70 sem luku meðferð, eða 94%, myndu mæla með meðferð Betri svefns. Þeir sem luku ekki meðferð tilnefndu nokkrar ástæður fyrir brottfalli. Um 40% þeirra töldu meðferðina ekki henta fyrir sinn svefnvanda. Aðrir nefndu tímaskort og ósk um persónulegri nálgun en enginn tiltók tæknilega erfiðleika sem ástæðu brottfalls. Umræða Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa árangri netmeðferðar Betri svefns við svefnleysi. Niðurstöður leiddu í ljós að svefnvandi þátttakenda var marktækt minni við lok meðferðar og árangur- inn var enn til staðar 6 vikum síðar. Marktæk bæting varð á tíma sem tók að sofna, vökutíma eftir að hafa sofnað, fjölda vaknana, heildarvökutíma, tíma í rúmi, svefnnýtingu og einnig huglægu mati á svefngæðum og morgunþreytu. Heildarsvefntími þátttak- enda styttist þó aðeins, eða um 5% að meðaltali, en jókst aftur 6 vikum eftir meðferð. Ástæðan gæti verið sú að við upphaf með- ferðar voru þátttakendur þegar með ásættanlegan heildarsvefn- tíma (miðað við 6,5 klukkustundir) sem þó var sundurslitinn yfir langt tímabil. Góður árangur næst því oft með því að fá meiri sam- fellu í svefninn án þess að heildarsvefntími lengist.31 Niðurstöður okkar rannsóknar eru í samræmi við það sem fyrri rannsóknir sýna. Í rannsókn Ritterbands og félaga21, þar sem hluti þátttakenda fékk HAM-S netmeðferð svipaða meðferð Betri svefns, kom í ljós að árangur meðferðanna var sambærilegur á flestum breytum. Svefnnýting jókst þónokkuð (15% í okkar rann- sókn og 16% í rannsókn Ritterbands) og vökutími á nóttu styttist álíka mikið í báðum rannsóknum (53% og 55%). Tíminn sem tók þátttakendur að sofna styttist töluvert meira í okkar rannsókn, eða um 55% miðað við 46% í rannsókn Ritterbands og félaga, og vökn- unum á nóttu fækkaði einnig meira. Heildarsvefntími jókst þó um 16% í rannsókn Ritterbands og félaga. Í rannsókn Espie og félaga26 þar sem skoðaður var árangur þátttakenda sem fengu ólíkar með- ferðir við svefnleysi, þar á meðal HAM-S netmeðferð, minnkaði tíminn sem tók þátttakendur sem fengu HAM-S að sofna álíka mikið og í okkar rannsókn. Svefnnýtingin jókst að meðaltali um 30% í erlendu rannsókninni en náði þó ekki 85% viðmiðinu eins og í okkar rannsókn. Svefnvandi þátttakenda í rannsókn Espie og R A N N S Ó K N Mynd 2. Meðaltalsbreytingar, í viku 1, viku 6 og viku 12, á svefni þátttakenda sem luku 6 vikna eftirfylgd (n=43). Mynd 3. Meðaltalsbreytingar á svefnnýtingu (%) í viku 1, viku 6 og viku 12, hjá þátt- takendum sem luku 6 vikna eftirfylgd (n=43). 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 M ín út ur Tími sem tekur að sofna Vökutími á nóttu vika 1 vika 6 vika 12 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 % Svefnnýing vika 1 vika 6 vika 12

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.