Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 28
212 LÆKNAblaðið 2015/101 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Gjörðu svo vel að ganga í bæinn,“ segir Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans sem er til húsa í lágreistum kumbalda á Land- spítalalóðinni við Hringbraut. Húsið var tekið í notkun árið 1976 og átti þá að vera til bráðabirgða í 5-10 ár. Síðan eru liðin 39 ár. Karl tekur þó fram að sýklafræðideildin sé einnig til húsa í Ármúlanum en rekstur spítalastarfsemi víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu er orðin eins konar undirsér- grein stjórnenda Landspítalans og engar líkur á að það breytist fyrr en með nýjum spítala á einum og sama staðnum. Það er eflaust kvíðvænleg framtíðarsýn fyrir þá fjölmörgu sem starfa við að aka borgar- hlutanna á milli alla daga með starfsfólk, sjúklinga og rannsóknargögn á vegum Landspítalans. Húsnæðismál Landspítalans eru þó ekki tilefni heimsóknar blaðamanns, held- ur erindi Karls á Læknadögum í janúar um þróun sýklalyfjaónæmis á Íslandi. Breiðvirku lyfin valda mestu ónæmi „Ég fór yfir hver staðan væri hér á Ís- landi varðandi sýklalyfjaónæmi og tók fyrir helstu sýkla, eins og til dæmis pnemókokka, sem eru algengasta orsök lungnabólgu og bráðrar miðeyrnabólgu. Eyrnabólgan er algengasta ábendingin fyrir sýklalyfjanotkun hjá börnum og það hefur verið vandamál hversu hátt hlut- fall ónæmra stofna þessara baktería er hjá okkur,“ segir Karl. Hann rifjar upp að þetta vandamál sé ekki beinlínis nýtt af nálinni því árin 1989-1990 komu fyrst fram ónæmir stofnar pneumókokka og þá fór í gang fræðslu- herferð. „Þetta voru fjölónæmir stofnar af hjúpgerð 6B og í kjölfar þessarar her- ferðar tókst að minnka sýklalyfjanotkun og þar munaði mest um minni ávísanir til barna, sem minnkuðu um þriðjung. Þetta hafði þau áhrif að hlutfall ónæmra stofna lækkaði marktækt en því miður stóð það ekki mjög lengi, sýklalyfjanotkunin jókst að nýju og upp kom ný bylgja, með öðru fjölónæmu klóni af annarri hjúpgerð og það leiddi til þess að lyfjaónæmið varð um 40% í eyrnabólgusýkingum hjá börnum.“ Að sögn Karls var þetta ástand viðvar- andi um nokkurra ára skeið en hefur verið að lagast síðustu árin. „Mest munar þar um að bólusetningar gegn þessari bakteríu hófust árið 2011 hjá börnum fæddum það ár og í kjölfar þess hefur ónæmið minnkað um helming, úr 40% í 20%. Full áhrif þess- arar bólusetningar munu ekki koma fram fyrr en nokkrir árgangar barna hafa verið bólusettir. Það er því mikilvægt að hafa í huga að bætt staða ónæmis hjá börnum 0-6 ára stafar ekki af minnkandi sýklalyfjagjöf heldur aðallega bólusetningunum. “ Karl segir val á lyfjum hafa verulega mikil áhrif á hvort bakteríur þróa með sér ónæmi og nefnir eitt lyf, Azithromycin. „Flest bendir til þess að þetta lyf sé mikið notað við eyrnabólgu hjá börnum yngri en 5 ára en staðreyndin er sú að þetta er mjög óheppilegt lyf við slíkum sýkingum. Í fyrsta lagi er þetta lyf sem gefur lága þéttni í líkamanum í langan tíma en það er einmitt uppskriftin að því að þróa ónæmi hjá sýklunum. Betra er að gefa háa skammta í stuttan tíma til að drepa sýkl- ana. Annað lyf sem hvað mest er notað í dag er Amoxicillin með klavúlansýru, sem er breiðvirkara sýklalyf heldur en Amox- icillin sem við mælum eindregið með.” Þegar spurt er hvers vegna síðarnefnda lyfið sé þá ekki frekar notað, segir Karl skýringuna einfalda. „Þetta lyf hefur einfaldlega ekki verið fáanlegt í mixtúru- formi nema læknirinn skrifi svokallaðan undanþágulyfseðil sem er heilmikið mál og kallar á auka skriffinnsku fyrir lækn- inn. Ástæðan er sú að framleiðandinn, lyfjafyrirtækið, sér engan hag í því að skrá lyfið á íslenskum markaði. Þetta er auð- vitað ótrúlegt þar sem þetta er miklu betra lyf við þessum tilteknu sýkingum.” Aðrar skýringar finnast einnig á því hvers vegna áhrifaríkustu lyfin verða ekki alltaf fyrir valinu. „Azithromycin þarf einungis að gefa einu sinni á dag. Fyrir vinnandi for- eldra með börn á leikskólaaldri skiptir þetta miklu máli, því ef valið er annað lyf sem gefa þarf oftar yfir daginn og í styttri tíma, verður annað foreldrið að vera heima með barnið. Starfsfólk leik- Sýklalyfjaónæmi er alvarlegur alþjóðlegur vandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.