Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2015/101 199 R A N N S Ó K N Umræða Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru í fyrsta lagi að ein- ungis tæp 20% þátttakenda ná ráðleggingum Embættis landlækn- is um daglega hreyfingu. Í annan stað hreyfðu skrifstofukarlar sig mun minna en verkakarlar og karlbændur, en lítill munur var á hreyfingu kvennanna þó svo að kvenbændur hafi varið minni tíma dag hvern í meðalerfiða hreyfingu en kynsystur þeirra í öðrum starfsstéttum. Bændur voru með hæstu HDL-kólesterólgildin en þar á eftir kom verkafólkið og skrifstofufólk rak lestina. Bændur voru jafnframt með lægri þríglýseríð og blóðsykur en hinar starfs- stéttirnar. Heildarhreyfingin var mikilvægari fyrir áhættuþætti efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma heldur en sá tími sem varið var í meðalerfiða hreyfingu að því leytinu til að hún tengdist mun fleiri áhættuþáttum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing getur haft margs konar æskileg áhrif á heilsu almennt og hjarta- og æða- kerfið sérstaklega.3,7-12 Þessi rannsókn gerir það einnig. Bændur höfðu ákjósanlegustu blóðgildin fyrir áhættuþætti efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma sem er reyndar ekki í samræmi við spurn- ingalistakönnun þar sem enginn munur kom fram á bændum og samanburðarhópi völdum með slembiúrtaki.16 Misræmið skýrist væntanlega af því að í þessari rannsókn voru áhættuþættirnir mældir beint og ennfremur að í spurningalistakönnuninni voru bændur bornir saman við Íslendinga almennt en ekki aðrar starfs- stéttir sérstaklega. Vinnutengd hreyfing bænda er líklegur hluti af skýringunni fyrir ákjósanlegri blóðgildum, en bæði karlbændur og verkakarlar hreyfðu sig meira heldur en skrifstofukarlar. Eng- inn skrifstofukarl náði til að mynda ráðlagðri daglegri hreyfingu. Hjá konum mældist enginn marktækur munur á heildarhreyf- ingu og er það hugsanlega vegna þess að verkakonurnar unnu flestar kyrrstöðuvinnu við færiband og líklegt að kvenbændur taki meiri þátt í heimilisstörfum meðan karlarnir vinni frekar hefðbundin sveitastörf sem fela í sér meiri hreyfingu. Sá munur sem fannst á kvenstéttunum á tíma í meðalerfiðri hreyfingu dag hvern kemur líklega til vegna hreyfingar utan vinnutímans, enda virðist vinnutengda hreyfingin vera að mestum hluta létt. Ekki stóð þó meðalerfið hreyfing kvennanna lengi (10-20 mín dag hvern) og mjög lítill hluti þátttakenda af báðum kynjum (18,4%) náði ráðlagðri daglegri hreyfingu. Er það í samræmi við íslenskar rannsóknir á börnum og unglingum.20,25 Þrátt fyrir svipaða heildarhreyfingu höfðu karlbændur ákjós- anlegri blóðgildi en verkamenn, sem getur að hluta til verið vegna þess að vinnutengd hreyfing karlbænda er að öllum líkindum fjölbreyttari en verkamanna. Því er líklegt að bændur noti fleiri vöðvahópa sem skili bættri blóðsykursstjórn26 og blóðfitum.8 Önnur hugsanleg skýring á góðum blóðfitugildum bænda er að til þess að æskilegar breytingar verði á blóðfitu þurfi einstak- lingar að ná hreyfingu sem samsvarar 1200-2200 kkal/viku.8 Út frá hreyfimælunum var hægt að áætla að 82% bænda hafi náð neðra marki þessarar orkueyðslu, 70% verkafólksins en einungis 45% skrifstofufólks. Betri blóðfitugildi bænda geta einnig átt þátt í betri blóðsykursstjórnun því með aukinni blóðfitu eykst losun glúkósa úr lifur þar sem hindrandi áhrifa insúlíns gætir ekki eins.27 Blóðsykursgildi þátttakenda voru samt almennt góð og lágt hlutfall þátttakenda með hækkaðan blóðsykur, sem er í samræmi við fremur lága tíðni sykursýki af tegund II hér á landi5 og lægri tíðni meðal fólks sem bjó í sveit fyrstu 20 ár ævinnar miðað við búsetu á höfuðborgarsvæðinu.28 Líkamssamsetning bændanna gæti einnig haft sitt að segja varðandi betri blóðgildi þeirra. Bændur höfðu meiri FFM, en hún, og þá sérstaklega vöðvamassinn, er einkum mikilvæg fyrir upp- töku blóðsykurs og blóðfitu.8,26 Karlbændurnir voru einnig með lægra hlutfall líkamsfitu heldur en verkakarlar og nokkuð lægra hlutfall en skrifstofukarlar en fita hefur neikvæð áhrif á áhættu- þætti efnaskipta-, hjarta- og æðasjúkdóma í blóði.29 Verkakonur höfðu hins vegar lægra hlutfall líkamsfitu en hinar starfsstétt- irnar. Enginn mælanlegur munur var á hreyfingu kvenna milli starfsstéttanna og því útskýrir hún ekki muninn á líkamssam- setningu kvennanna. Aðrir þættir, svo sem mataræði, spila þar að öllum líkindum stærra hlutverk en hreyfingin. Þrátt fyrir þennan mun á líkamssamsetningunni var hvorki munur á starfsstéttum né kynjum þegar þátttakendur voru flokkaðir í holdafarsflokka samkvæmt BMI og hlutfall of feitra og of þungra var mjög svipað og í nýlegri íslenskri rannsókn.5 Mynd 4. Hlutfall þátttakenda utan ráðlagðra viðmiðunarmarka fyrir blóðfitu. Töl- urnar í súlunum gefa til kynna fjölda þátttakenda utan ráðlagðra marka. P-gildin sýna mun á hlutfallsdreifingu starfstéttanna utan ráðlagðra marka samkvæmt kí-kvaðrat- greiningu. Kólesteról = heildarkólesteról, LDL = kólesteról í lágþéttnifituprótíni, HDL = kólesteról í háþéttnifituprótíni. Heildarkólesteról >6,00 mmól/L, kólesteról í lágþéttnifi- tuprótíni >3,35 mmól/L, kólesteról í háþéttnifituprótíni <1,30 mmól/L (konur) og <1,05 mmól/L (karlar), þríglýseríð >1,70 mmól/L. Mynd 3. Hlutfall þátttakenda yfir ráðlögðum viðmiðunarmörkum fyrir blóðþrýsting. Tölurnar í súlunum gefa til kynna fjölda þátttakenda yfir ráðlögðum mörkum. P-gildin sýna mun á hlutfallsdreifingu starfstéttanna yfir ráðlögðum mörkum samkvæmt kí- kvaðratgreiningu. Slagþrýstingur >140 mmHg, hlébilsþrýstingur >90 mmHg. Verkafólk Skrifstofufólk Bændur 100 80 60 40 20 0 H lu tf al l ( % ) Kólesteról LDL HDL Þríglýseríð p=0,98 p=0,32 p=0,63 p=0,18 27 37 22 34 49 22 5 13 6 9 15 6 Slagþrýstingur Hlébilsþrýstingur Verkafólk Skrifstofufólk Bændur 100 80 60 40 20 0 H lu tf al l ( % ) p=0,02 p<0,18 26 22 10 26 22 5

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.