Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2015/101 213
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
skólanna tekur ekki að sér lyfjagjöf og því
er viðbúið að foreldrar þrýsti á lækna að
ávísa lyfi sem gerir þeim auðveldara fyrir í
dagsins önn.”
Þessar bakteríur eru þó ekki stærsta
áhyggjuefni sýklafræðinga að sögn Karls.
„Stærsta vandamálið er ónæmi Gram nei-
kvæðra stafbaktería af flokki Enterobac-
teriaceae og þeirra algengust og þekktust
er E. coli sem er helsta orsök þvagfærasýk-
inga og mikilvæg orsök skurðsárasýkinga.
Önnur baktería af þessum flokki er Kleb-
siella pneumoniae sem getur valdið svip-
uðum sýkingum og E. coli en er ekki alveg
jafn algeng og er meira á sjúkrahúsum.
Þarna eru komnir fram stofnar sem eru
algjörlega ónæmir fyrir öllum sýklalyfjum
nema þá helst einu sem er löngu hætt að
nota vegna slæmra aukaverkana og heitir
Colistin. Víða á gjörgæsludeildum á Ítalíu
og Grikklandi þar sem alvarlegar sýkingar
af völdum þessara baktería eru algengar
þurfa læknar að nota Colistin. Þar sem
mest er notað af Colistini eru reyndar að
koma upp ónæmir stofnar baktería fyrir
því líka.”
Sýklalyfjum blandað í dýrafóður
Ítalía og Grikkland ásamt ýmsum Austur-
Evrópulöndum eru hluti af Evrópusam-
bandinu og þar með Evrópska efnahags-
svæðinu sem Ísland er hluti af. Karl segist
hafa verulegar áhyggjur af uppgangi
ónæmra bakteríustofna í þessum löndum
þar sem Íslendingar ferðast mikið til
þessara landa og stöðug aukning sé á inn-
flutningi ferskra matvæla til Íslands.
„Áhyggjurnar snúa kannski ekki að
innflutningnum sem slíkum heldur því
að eftirliti með innfluttum matvælum er
að mörgu leyti ábótavant. E. coli bakterían
er alls staðar í umhverfi manna og dýra
og lifir í þarmaflóru þeirra og getur mjög
auðveldlega flust á milli. E. coli bakteríur
gera í sjálfu sér ekkert af sér í sínu rétta
umhverfi en geta valdið lífshættulegum
sýkingum í öðru samhengi. Sýklalyfja-
ónæmi E. coli baktería þróast því ekki
einungis í mönnum heldur dýrum líka og
því miður er það þannig að stór hluti af
allri sýklalyfjanotkun í heiminum er gefin
dýrum sem ætluð eru til manneldis, til
dæmis 80% í Bandaríkjunum.”
Í flestum löndum heims eru engar tak-
markanir á því hversu mikið sláturdýrum
er gefið af sýklalyfjum og það kemur
eflaust fleirum en blaðamanni á óvart að
lyfin eru ekki gefin skepnunum í lækn-
ingaskyni heldur sem vaxtaraukandi efni í
bland við daglega fóðurgjöf.
„Sýklalyfin eru notuð til að auka vaxt-
arhraða dýranna og skammtarnir eru því
ekki ætlaðir til að verjast sýkingum heldur
gjarnan gefin í lágum skömmtum til vaxt-
arörvunar. Slíkt leiðir til þess að ónæmi til
dæmis E. coli bakteríanna gegn lyfjunum
eflist. Í Evrópu hefur blöndun sýklalyfja í
fóður til vaxtarörvunar verið bönnuð, en
„Sýklalyf sem er gefið í lágum skömmtum í langan tíma er uppskrift að því að sýklar nái að þróa ónæmi fyrir lyfinu,“ segir Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklarannsóknardeild
Landspítala.