Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2015/101 207
félaga26 var þó nokkuð alvarlegri í upphafi en þegar svo er virðist
draga meira úr einkennum í meðferð.32
Iðulega miðast eðlilegur svefn við hærri en 85% svefnnýtingu
eða að það taki minna en 30 mínútur að sofna og að vökutími á
nóttu sé styttri en 30 mínútur.29 Meðalútkoma svefnnýtingar,
tíma sem tekur að sofna og vökutíma á nóttu við lok meðferðar
var innan viðmiða eðlilegs svefns og því má ætla að svefn þátt-
takenda hafi að jafnaði færst í eðlilegt horf eftir netmeðferðina.
Þessar breytur voru einnig skoðaðir hjá þeim 43 þátttakendum
sem héldu áfram svefnskráningu í að minnsta kosti 6 vikur eftir
lok meðferðar (vika 12). Í ljós kom að marktækan mun var enn að
finna í viku 12, sem bendir til þess að árangur viðhaldist til lengri
tíma. Þetta ber þó að túlka með varúð vegna þess hve fáir kusu
eftirfylgd.
Við upphaf meðferðar mældist svefnnýting 29 þátttakenda
þessarar rannsóknar yfir 85% en eftir meðferð mældust 70 yfir
eðlilegu viðmiði um svefnnýtingu. Svefnnýting þátttakenda
breyttist að meðaltali um 15% til hins betra. Það er sambærilegt við
árangur HAM-S meðferða á öðru formi, svo sem hópmeðferðar
(15%),27 símameðferðar (21%),27 og einstaklingsmeðferðar hjá sál-
fræðingi (17%).10
Tæplega 29% brottfall var í meðferðinni. Helsti munur milli
þeirra sem hættu og þeirra sem luku meðferð var aldur og frum-
kvæði að meðferð en þeir sem yngri voru og hófu meðferð fyrir
tilstilli vinnuveitanda eða VIRK voru líklegri til að hætta meðferð.
Mögulega mætti minnka brottfall með því að þrengja enn frekar
inntökuskilyrði eða skýra betur frá fyrirkomulagi meðferðar, þar
sem stór hluti þeirra sem hættu í meðferð taldi meðferð ekki henta
sér eða vera of tímafreka. Í sambærilegum rannsóknum er brott-
fall 4-33%,21-26 en þá er iðulega um að ræða þátttakendur í tilraun
en ekki fólk úr almennu þýði eins og stærsti hluti þátttakenda í
þessari rannsókn. Þeir sem koma af sjálfsdáðum í meðferðina og
greiða úr eigin vasa eru hugsanlega enn áhugasamari um að bæta
svefn sinn en aðrir. Segja má að þeir sem luku meðferð séu nokkuð
dæmigerðir fyrir þá sem leita sér sjálfir hjálpar við svefnvanda og
kjósa netmeðferð. Slík meðferð hentar þó ekki öllum. Þeim sem
áttu við ákveðna líkamlega eða andlega kvilla að stríða var bent
á að hafa samband við lækni eða sálfræðing á stofu og voru því
ekki hluti af úrtakinu.
Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að ekki var saman-
burðarhópur og því ekki hægt að álykta um árangur meðferðar
umfram lyfleysu né önnur úrræði. Ekki er hægt að meta hvort
breytingarnar á svefni þátttakenda séu til komnar vegna nýstár-
leika meðferðarinnar og væntinga þátttakenda eða virkra þátta
meðferðarinnar. Þó hefur verið sýnt fram á að áhrif HAM-S á net-
inu eru ekki einungis tengd nýstárleika og væntingum, með því
að veita samanburðarhópi sannfærandi gervimeðferð sem ekki
reyndist árangursrík.26
Notast var við svefnskráningar þátttakenda en ekki hlutlægar
mælingar eins og margþætt svefnrit (polysomnography). Greining
svefnleysis byggist á huglægu mati og því er svefnskráning mjög
algeng í svefnrannsóknum33 og álitin áreiðanleg og réttmæt mæl-
ing á svefnleysi.34
Helstu styrkleikar rannsóknarinnar eru að hún náði til ein-
staklinga um allt land. Einn þátttakandi var úti á sjó drjúgan hluta
meðferðar og margir ferðuðust innanlands eða erlendis tímabund-
ið en gátu samt stundað meðferðina. Þetta bendir til þess að með-
ferðarúrræðið geti aukið aðgengi að sérhæfðri sálfræðimeðferð og
stuðlað að samfellu í meðferð þegar einstaklingur er ófær um að
mæta á stofu. Að auki var aldursbil þátttakenda breitt svo með-
ferðin virðist höfða til breiðs aldurshóps. Annar mikilvægur styrk-
leiki er tæknilegt aðgengi en meðferðina var hægt að sækja hvar
sem er í gegnum internetið án sérstaks vél- eða hugbúnaðar og
kvörtuðu þátttakendur ekki um tæknileg vandræði né flækjustig.
HAM-S netmeðferð Betri svefns virðist bæta svefn fullorðinna
sem þjást af svefnleysi til muna. Árangurinn bendir til þess að
meðferðin henti þátttakendum vel. Langflestir þeirra (96%) sem
svöruðu viðhorfsspurningalista við lok meðferðar telja meðferð-
ina tæknilega einfalda í notkun og 94% þeirra sem ljúka meðferð
myndu mæla með meðferð Betri svefns. Vænst er að HAM-S með-
ferð verði lögð til sem fyrsta úrræði við svefnvanda hér á landi
líkt og víða annars staðar, í stað svefnlyfja. Á Íslandi er hægt að
sækja HAM-S meðferð á stofum sálfræðinga sem hafa þjálfun í
meðferðinni. Boðið er upp á hópnámskeið og nú einnig netmeðferð
sem sýnir góðan árangur. Ætla má að hið aukna framboð á árang-
ursríkum lyfjalausum úrræðum við langvarandi svefnvanda geti
bætt svefn og þar með hugsanlega dregið úr hinni miklu svefn-
lyfjanotkun Íslendinga og líkum á fylgikvillum svefnleysis. Um
leið gæti kostnaður sem fylgir svefnvanda minnkað.35 Ákjósanlegt
næsta skref væri að bera saman árangur meðferðar Betri svefns við
önnur úrræði af sama tagi ásamt samanburði við lyfleysu.
R A N N S Ó K N