Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 12
196 LÆKNAblaðið 2015/101 æðasjúkdóma. Sérstaklega var skoðað hvort hefði sterkari tengsl við þessa áhættuþætti: heildarmagn hreyfingar eða erfiði hennar. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 162 íbúar í Þingeyjarsýslu, á aldrinum 39-66 ára og af báðum kynjum. Einstaklingarnir voru allir af íslensku bergi brotnir og tilheyrðu einni af þremur starfsstéttum; verkafólki, skrifstofufólki eða bændum. Allir sem töldust til verka- og skrif- stofufólks störfuðu á Húsavík en bændurnir bjuggu og störfuðu í Þingeyjarsýslu. Stéttirnar voru valdar með það fyrir augum að fá þátttakendur af báðum kynjum úr starfsstéttum þar sem vinnu- tengd hreyfing var líklega mismunandi. Útilokunarskilmerki fyrir þátttöku voru eingöngu aldur en leitað var eftir þátttakendum á aldrinum 39-66 ára. Það var gert til þess að jafna kynjahlutfallið og þátttökuhlutfall milli starfsstétta en vitað var að fáir bændur voru á aldrinum 20-39 ára en margar verkakonur. Rannsókn þessi, sem fór fram árið 2004, var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNb2004040017/03-1) og framkvæmd í samræmi við Helsinki- yfirlýsinguna. Hæð þátttakenda var mæld með 0,1 cm nákvæmni, þyngd þeirra var mæld með sömu voginni upp á 0,1 kg og líkamsþyngdarstuð- ull (body mass index, BMI) var reiknaður út. Allir þátttakendur voru klæddir í bol, nærföt og sokka við mælingarnar. Mittismál var mælt yfir grennsta hluta mittisins milli mjaðmakambs og neðstu rifja með 0,1 cm nákvæmni. Húðfellingar voru mældar (mynd 1A) með Lange-mælitöng (Beta Technology Inc.) á sjö stöðum á líkam- anum: Undir herðablaði, á þríhöfða, á brjósti, á síðu, á kvið, ofan mjaðmakambs og framan á læri.17,18 Gerðar voru tvær mælingar á hverjum stað á hægri hlið líkamans og meðaltal mælinganna notað. Út frá summu þessara sjö húðfellinga var eðlisþyngd lík- amans reiknuð samkvæmt jöfnum Jacksons og félaga17,18 og breytt í hlutfall líkamsfitu með jöfnu Siri.19 Hlutfall líkamsfitu var svo notað til að reikna út fitulausa líkamsþyngd ( fat-free mass, FFM) þátttakenda. Hreyfing var mæld með svokölluðum hreyfimælum af gerðinni GT1M ActiGraph. Þetta eru lítil og létt tæki á stærð við eldspýtna- stokk (mynd 1B) sem mæla meðaltalserfiði hreyfingar í einu plani (uni-axial) yfir einnar mínútu tímabil og geyma sem slög. Mælir- inn nemur flestallar hreyfingar einstaklingsins en útilokar jafn- framt utanaðkomandi hristing eins og þegar viðkomandi situr í bíl (sjá mynd 1 hjá Magnússyni og félögum).20 Þátttakendur báru hreyfimælana við hægri mjöðmina á sér, annaðhvort í teygju eða smellta á buxnastrenginn. Þeir áttu að hafa mælinn á sér allan tímann sem þeir voru vakandi, nema við bað- eða sundferðir. Allir þurftu að hafa mælinn á sér í 5 daga og þar af að lágmarki einn helgardag. Þrjá daga, þar af einn helgardag, með 10 klukku- stunda mælingum eða meira þurfti til þess að hreyfigögnin væru tekin gild. Mikill meirihluti þátttakenda, eða 77%, uppfylltu þessi skilyrði. Vegið meðaltal heildarslaga hreyfimælisins var notað til að meta heildarhreyfingu en þröskuldurinn fyrir meðalerfiða hreyfingu var hafður sem þrisvar sinnum hvíldarefnaskiptahraði (resting metabolic rate, 3MET) og reiknaður út samkvæmt formúlu Freedson.21 Tími sem varið var í meðalerfiða hreyfingu (yfir 3MET) var svo reiknaður út. Flestar blóð- og blóðþrýstingsmælingar voru framkvæmdar frá kl 6:30 til 11:00 á Heilsugæslu Húsavíkur og höfðu þátttakendur verið fastandi frá miðnætti. Sumir bændanna sáu sér hins vegar ekki fært að mæta á Heilsugæsluna á Húsavík og var því farið með búnaðinn heim til þeirra. Notast var við hefðbundna hlustunar- pípu og blóðþrýstingsmæli til þess að mæla blóðþrýsting tvisvar í hægri handlegg með tveggja mínútna millibili og meðaltal mæl- inganna notað. Meðalþrýstingur var reiknaður sem hlébilsþrýst- ingur að viðbættum einum þriðja af muninum á slagþrýstingi og hlébilsþrýstingi. Blóðsýni voru tekin af blóðmeinafræðingi hjá Heilsugæslu Húsavíkur. Heildarkólesteról, kólesteról í háþéttni- fituprótíni (high-density lipoprotein cholesterol, HDL-kólesteról), þríglýseríð, blóðsykur og insúlín voru greind í blóðsýnunum. Kólesteról í lágþéttnifituprótíni (low-density lipoprotein cholesterol, LDL-kólesteról) var reiknað út samkvæmt Friedewald-form- úlunni.22 HOMA (homeostatic model assessment) var reiknað út frá blóðsykri og insúlíni til að meta insúlínviðnám.23 Upplýsingar um lyfjanotkun þátttakenda og hvort hún gæti haft áhrif á blóðsykur-, blóðfitu- og/eða insúlíngildi voru fengnar hjá Heilsugæslunni. Þátttakendur svöruðu svo spurningalista um reykingasögu sína (hvort þeir hefðu reykt, reyktu og hversu mik- ið) sem og fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma (hvort börn, systkin og/eða foreldrar hefðu fengið kransæðasjúkdóma). Unnið var úr gögnunum með tölfræðiforritinu SPSS (Stat- istical Package for the Social Sciences, útgáfa 22.0.0.0). Gögnin voru skoðuð með tilliti til normaldreifingar og þeim breytum varpað sem ekki voru normaldreifðar. Kvaðratrótin var tekin af BMI, tíma í meðalerfiðri hreyfingu og HDL-kólesteróli, lógaritmi tekin af heildarhreyfingu, þríglýseríðum, insúlíni, HOMA og blóðþrýstingi og andhverfan (inverse function) tekin af blóðsykri. Óvörpuð gögn eru samt birt í töflum og myndum til að auðvelda R A N N S Ó K N Mynd 1. Húðfellingamælingar framkvæmdar með klípitöng (A) og hreyfimælir (B).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.