Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 34
218 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R segir Hlynur. „Ég hef unnið með veikum læknum og það er mjög erfitt að taka á slíku. Norðmenn eru orðnir mjög með- vitaðir um þetta í seinni tíð, enda hefur sjálfsmorðstíðni meðal norskra lækna verið hærri en annars gerist þar í landi. Þeir hafa skipulagt stuðningsnet kollega í læknastétt, þannig að ef læknir lendir í erfiðleikum, hvort sem er í starfi eða einkalífi, getur hann leitað til stuðnings- aðila innan stéttarinnar. Þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu og það sem skiptir mestu máli: með skilning á vandanum. Ekkert slíkt er til hér á Íslandi. Þarna finnst mér Læknafélag Íslands hafa brugðist en það ætti að hafa frumkvæði að einhvers konar fyrirkomulagi í þessa veru. Andinn í stéttinni er reyndar sá að læknar verði helst ekki veikir og þeir eiga fyrir vikið mjög erfitt með að viðurkenna að eitthvað sé að. Þeir viðurkenna helst aldrei neina veikleika. Það er svo aftur einkenn- andi fyrir það ástand sem hér skapaðist eftir hrunið að enginn hefur viðurkennt nein mistök eða eiga sök á því sem gerðist. Jafnvel þeir sem hafa verið dæmdir fyrir gjörðir sínar segjast ennþá vera saklausir. Þetta sé bara allt saman einn allsherjar misskilningur.“ Mistök í starfi hafa eyðilagt lækna Óafturkræf mistök eru kannski það sem læknar óttast umfram annað og einn sam- starfsmanna Jóhannesar í sögunni verður að gjalda mistök dýru verði. Hann missir starfið og heilsuna í kjölfarið. „Þetta eru mistök sem hann á í rauninni ekki sök á en ber engu að síður ábyrgðina. Það sem ég vildi sýna með þessu er hversu rangt það er yfirleitt að finna einhvern einn sökudólg í slíkum málum. Oftast eru mistök lokapunktur í ferli þar sem rangar ákvarðanir hafa verið teknar, stundum með skelfilegum afleiðingum. Ég hef orðið vitni að því á sjúkrahúsum erlendis að kollegum hafi verið kennt um dauða sjúklings og þeir voru með því merktir fyrir lífstíð. Ein ágæt vinkona mín og kollegi í sérnáminu lenti í slíku. Sá atburður situr í mér þar sem þetta var alls ekki henni að kenna eingöngu en hún var látin gjalda þess. Við megum ekki gleyma því að tilvera okkar getur kollsteypst nánast á einu augnabliki og án þess að við eigum á því nokkra sök eða fáum nokkuð við það ráðið. Í starfi mínu sem læknir hef ég séð það gerast ótal sinnum og sjálfur hef ég reynt það í mínu lífi.“ Hlynur segist ekki eiga von á því að allir verði ánægðir með bókina. „Nei, og það verður bara svo að vera. Ég vona þó að fleiri átti sig á því að heimur sögunnar er líking fyrir það andrúmsloft sem ríkti fyrir hrun og kannski felst í því aðvörun því ýmislegt í samfélaginu í dag bendir til þess að við höfum lítið lært af fyrri reynslu.“ Frá öldungadeild Á aðalfundinum 6. maí flytur janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur og doktorsnemi erindið „Farsæl öldrun og fjölþætt heilsurækt á efri árum“. Fundir öldungadeildar eru jafnan fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl. 16. Á undan fundi er rabbfundur með kaffi og vínarbrauði sem er borið fram kl. 15.30. Kollegar mínir hrokast þetta þannig áfram gegnum karríerinn til að láta örugglega ekkert á sér sjá enda er prinsippmál í nútíma íslenskri læknisfræði að láta heldur ekki sjást hvað maður er gamall eða öllu heldur ungur og þess vegna enda svo margir kollegana einkum karlkyns í járnkarlsþríþraut eða fjallaúltramaraþonhlaupum alltaf á sífelldum spretti aleinir yfir endalausan kaldan eyðisandinn til að láta tímann sjúkdómana eyðinguna ekki ná sér heldur vera alltaf á undan skrefinu á undan eins og maður þurfti að vera í inntökuprófunum í læknisfræðina á sínum tíma þar sem var sko hver maður og kona fyrir sig fyrstir koma fyrstir fá pláss það er að segja í björgunarjullunni fyrir einn manns algerlega prívat Titanic sem ber lækninn síðan yfir úfið karríerhafið stóra alla leið yfir á læknaeftirlaunaaldurinn endalausa þangað sem allir Hinir Stóru úr íslenskri læknisfræði munu sameinast í einni gríðarlangri medisínskri samdrykkju í Emeriti deild Læknafélags Íslands - það er sko sjálf- stæð deild innan félagsins - þar sem gefst loks tími til að ræða til hlítar á kvöldfundum og með opnum bar jafn áhugaverð vandamál og sýklalyfjaniðurgang. Nei læknar deyja ekki - fyrst þú spyrð. Þann sjúkdóm fá aðrir. Íslenskir læknar lifa! þeir lifa og lifa! og því til sönnunar birta þeir reglulega myndir af sjálfum sér á facebook og myspace og blogginu úr síðasta Sahara- hlaupinu eða fjölskylduskíðaferðinni til St. Moritz eða var það Chamonix? og sanna þannig í leiðinni að börnin og konan séu bara happy þrátt fyrir að ekkert sjáist til manns heimavið nema hælarnir á hlaupa skónum á leiðinni út um dyrnar í vinnuna eða annað hálfmaraþon. Krabbaveislan, 2015: 104.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.