Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2015/101 221 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R komum hennar til lækna, heldur er hún einnig helsta orsök skerðingar á starfsgetu og örorku. Þessa gigt mætti því með réttu kalla þjóðarmein. Um aldir hefur það fallið í hlut lækna að reyna að lina þrautir gigtsjúkra. Þegar sérhæfing lækna hófst á síðustu öld kölluðust sérfræðingar í gigt ýmist nudd- læknar, orkulæknar eða gigtlæknar. Þeir læknar spurðu ekki um nákvæma sjúk- dómsgreiningu heldur sinntu öllum þeim sem kvörtuðu undan gigt.“ Árni Tómas lauk sérnámi sínu í gigt- lækningum frá Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 1982 og fluttist þá aftur heim. Hann segir stöðuna hér þá hafa verið talsvert ólíka því sem nú er. Gigt hrjáir meira en helming þjóðarinnar „Nútíma gigtlækningar hófust á Íslandi á áttunda áratugnum og kölluðust þá gigtlæknar á útlensku „reumatologar“, en þar var skírskotað til þess að þeir hefðu sérhæft sig í lækningum á liðbólgu- sjúkdómum þar sem áherslan var á hina nýju grein, ónæmisfræðina. Þessir læknar héldu þó enn áfram að læra um og sinna fólki með alla hina gigtarkvillana, sem voru mörgum sinnum algengari og ollu því samanlagt margfalt meiri vanlíðan og örorku en liðbólgusjúkdómarnir. Um 1990 breyttist staðan. Gigtlæknar hættu að mestu að læra um algengustu gigtarkvill- ana en fóru í staðinn að læra enn meira um ónæmisfræði og sjaldgæfu liðbólgu- sjúkdómana og nú er svo komið að þeir sinna þeim nú nær eingöngu. Nú eru það aðeins fáir og gamlir gigtlæknar, sem sinna fólki með algengustu gigtina og útlit er fyrir að yfirgnæfandi meirihluti gigt- veikra verði án sérfræðilæknisþjónustu þegar gömlu gigtlæknarnir leggja upp laupana á næstu 10 árum. Þess má geta að gróflega áætlað eru um 5000-10.000 Íslend- ingar haldnir liðbólgusjúkdómi, en aðeins um tíundi hluti þeirra hefur alvarlega gerð slíks sjúkdóms. Hinir gigtarkvillarnir hrjá meira en helming þjóðarinnar einhvern tíma á ævinni, þeir eru 10-20 sinnum fleiri, og mörg þúsund þeirra einstaklinga eru svo illa haldnir að það leiðir til skertrar starfsgetu eða örorku.“ „Útlit er fyrir að yfirgnæfandi meirihluti gigtveikra verði án sérfræðilæknisþjónustu þegar gömlu gigtlæknarnir leggja upp laupana á næstu 10 árum,“ segir Árni Tómas Ragnarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.