Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 46
230 LÆKNAblaðið 2015/101
Frá Félagi slysa- og bráðalækna
Bráðalækningar snúast um að læknar
hafi sérþekkingu á því að veita tafar-
lausa fyrstu meðferð við hverju því bráðu
vandamáli sem sjúklingar leita sér heil-
brigðisþjónustu við, auk þess að greina
orsakir óljósra einkenna og koma sjúkling-
um áfram í hendur viðeigandi sérgreinar
eftir þörfum. Aukinni sérhæfingu innan
læknisfræðinnar hefur fylgt takmarkað
aðgengi sjúklinga að þjónustu ýmissa
sérgreina, þar með talið heilsugæslu. Við
þetta hefur myndast vaxandi og veruleg
þörf fyrir þjónustu bráðalækna með
náinni og góðri samvinnu við aðrar sér-
greinar.
Félag slysa- og bráðalækna var stofnað
við síðustu aldamót. Aðdragandinn
að stofnuninni var allnokkur þar sem
bráðalækningar höfðu hlotið viðurkenn-
ingu sem sérgrein á Íslandi snemma á
tíunda áratug síðustu aldar. Eftir því sem
þeim læknum fjölgaði sem annaðhvort
höfðu sérmenntað sig í greininni eða
gengið til liðs við hana með því að gera
bráðalækningar að sínu aðalstarfi, varð
þörfin fyrir formlegan félagsskap augljós. Í
desember 2000 var haldinn stofnfundur og
urðu félagar strax hátt á þriðja tug. Félagið
beitti sér fljótlega í menntunarmálum og
gaf snemma árs 2002 út námsskrá um fyrri
hluta sérfræðináms í bráðalækningum en
slíka menntun var þá farið að veita í fyrsta
sinn hér á landi. Einnig átti félagið aðild
að alþjóðlegri ráðstefnu í bráðalækningum
sem haldin var í Reykjavík sumarið 2002
og þótti heppnast með ágætum.
Framfarir hafa síðan verið stöðugar í
bráðalækningum hérlendis. Mestu varðar
sú efling sem orðið hefur á menntun í
greininni og þjónustu stærstu bráða-
deildar landsins. Deildin sú hefur tekið
stakkaskiptum á síðustu áratugum og
stendur fyllilega jafnfætis hliðstæðum ein-
ingum í Evrópu og raunar framar mörgum
þeirra. Ber þar einkum til að sérfræðingar
í bráðalækningum eru burðarásinn í
þjónustu við sjúklinga og eru til staðar á
bráðadeild Landspítala allan sólarhringinn
alla daga ársins. Þessi viðvera sérfræðinga
er eitt af skilyrðum þess að bráðadeild
fái viðurkenningu sem kennsludeild í
sérgreininni. Sérfræðingar annast sjálfir
marga af sjúklingunum og læknar í fram-
haldsnámi við deildina geta borið undir
sérfræðing mál allra sinna sjúklinga. Yngri
læknar kunna vel að meta þá leiðsögn sem
þeir njóta og hafa verðlaunað deildina og
kennslustjóra hennar fyrir það á undan-
förnum árum. Aðsókn í framhaldsnáms-
stöður lækna er svo mikil að mun færri
komast að en vilja.
Drjúgar úrbætur hafa verið gerðar á
skipulagi og gæðastjórnun bráðadeildar.
Sem dæmi er rafræn feriltafla (tracking
board) deildarinnar orðin öflugt vinnu-
tæki lækna til að hafa yfirsýn yfir stöðu
sjúklinga, halda utan um upplýsingar um
þá, taka ákvarðanir um meðferð og koma
þeim ákvörðunum í framkvæmd. Settir
hafa verið upp mælar sem sýna í raun-
tíma ýmsar breytur í flæði sjúklinga um
deildina og fleiri þáttum þjónustunnar.
Dæmigert ástand er reyndar þannig að á
öllum mælum sem vísa til frammistöðu
starfsliðs deildarinnar má sjá „grænan“
eða „gulan“ álestur en bið sjúklinga eftir
að komast á legudeildir er á „rauðu“. Þar
eru því miður að hrúgast upp sjúklingar
á bráðadeild sem búið er að veita alla
bráða meðferð og eiga síðan að leggjast
inn. Fyrir utan augljós óþægindi og óhag-
kvæmni af allt of langri bið, veldur hún
hættu á að sjúklingum sé ekki sinnt eins
og skyldi. Þetta er alvarlegasta vandamál
samtíðarinnar í bráðaheilbrigðisþjónustu á
Íslandi og stjórnendur heilbrigðiskerfisins
verða að bregðast við því án tafar.
Af öðrum áskorunum í bráðalækn-
ingum má nefna knýjandi nauðsyn á
úrbótum í bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa.
Þekkingu og menntun verður að stórefla
þar, annars stefnir í varhugaverða kyrr-
stöðu í þessum málaflokki.
Íslendingar voru meðal fyrstu Evrópu-
þjóða til að taka upp bráðalækningar sem
sérgrein og hefur árangur okkar í þróun
hennar vakið athygli á alþjóðlegum vett-
vangi. Árið 2003 var Íslendingur meðal
þeirra fyrstu sem hlotnaðist viðurkenn-
ing American College of Emergency
Physicians fyrir brautryðjandastarf í
bráðalækningum. Nýlega hefur Austral-
asian College for Emergency Medicine
viðurkennt bráðadeild Landspítala sem
þjálfunarstöð til eins árs diplóma-náms í
bráðalækningum. Á nýafstöðnum fundi
norrænna bráðalækna í Stokkhólmi höfðu
fulltrúar frændþjóða okkar á orði að Ís-
lendingar stæðu þeim mun framar í þróun
bráðalækninga.
Bernskuskeið bráðalækninga á Íslandi
er liðið og sérgreinin að verða fullmótuð.
Þriðjung vantar þó á að uppfylla þörfina
fyrir sérfræðimenntaða bráðalækna til
starfa á landinu en hún er áætluð ríflega
einn sérfræðingur á hverja 10.000 íbúa.
Rannsóknasetur í bráðafræðum var
stofnað við Háskóla Íslands 2012 og vekur
vonir um langþráð tækifæri til að efla vís-
indastarf í bráðalækningum. Enn vantar
þó kennslustöður í bráðalækningum við
læknadeild HÍ til að ná eðlilegum fjölda en
þar er ekki nema ein slík staða sem stend-
ur. Síðast en ekki síst bíða bráðalæknar
eins og allir aðrir með eftirvæntingu eftir
nauðsynlegum úrbótum í skipulags- og
húsnæðismálum háskólasjúkrahúss lands-
manna.
Sérgrein í örum vexti
Jón
baldursson
bráðalæknir
blaeknir@gmail.com
Munnþurrkur sambærilegur lyfleysu
1,2
Það er önnur leið
til að njóta lífsins.
Fyrsti ß3-örvinn við einkennum ofvirkrar þvagblöðru
Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295.
2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395.
IS
B
E
T-
1
4
0
1
9
5
0
3
.2
0
1
5