Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 32
216 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Þetta er skáldsaga um veikan lækni í sjúku samfélagi,“ segir Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir sem skrifað hefur skáldsöguna Krabbaveisluna sem forlagið Sögur gefur út. Sögusviðið er Þjóðarsjúkrahúsið og aðalpersónan og sögumaður er læknirinn Jóhannes, sérfræðingur á krabbameins- deildinni. Frásagnarstíllinn er eins konar vitundarstreymi Jóhannesar, óheft flæði hugsana sem litast af þeirri staðreynd að Jóhannes misnotar bæði róandi og örvandi lyf og hugsun hans er því hröð og hita- sóttarkennd á köflum. „Upphaflega hafði ég hugsað þetta sem táknsögu fyrir það sem gerðist hér árið 2008 og hafði í huga skáldsöguna Krabba- meinsdeildina eftir Solzhenítsyn sem ég las fyrir mörgum árum og hafði mikil áhrif á mig. Sú saga gerist á krabbameinsdeild en er í rauninni táknsaga fyrir deyjandi stórveldi. Ég viðurkenni fúslega tengslin við þá bók,“ segir Hlynur. Ekki lykilsaga Krabbaveislan lýsir samfélagi þar sem spill- ing, yfirborðsmennska og eftirsókn eftir fánýtum vegtyllum og efnislegum gæðum ræður ferðinni. Þessa samfélagsádeilu sviðsetur Hlynur á þeim stað er hann þekkir best, sjúkrahúsi. „Ég valdi þetta sögusvið einmitt vegna þess að ég þekki það í þaula. Ég lauk sérnámi í krabbameinslækningum 2002 og hef starfað mestmegnis á Land- spítalanum síðan, en á ferli mínum hef ég starfað á meira en tug sjúkrahúsa í fjórum löndum. Sjúkrahúsið í sögunni er sam- nefnari þeirra allra og persónur sögunnar eru samsettar úr því fólki sem orðið hefur á vegi mínum, bæði í starfi og annars staðar. Ég á þó alveg von á því að ein- hverjir lesendur telji að persónur sögunnar eigi sér raunverulegar fyrirmyndir. Svo er þó ekki.“ Hlynur segist hafa byrjað að skrifa sög- una í kjölfar hrunsins árið 2008. „Ég hætti á Landspítalanum í tvö ár og fór til starfa í Noregi, aðallega til að halda í horfinu fjár- hagslega, enda var ég eins og margir aðrir þjakaður af húsnæðisskuldum sem engin leið virtist vera að kljúfa. Á sjúkrahúsinu þar sem ég starfaði lengst komu margir kollegar að máli við mig og spurðu for- viða hvernig þetta hrun hefði getað gerst á Íslandi; þessu landi þar sem allt virtist vera í svo miklum blóma og Íslendingar Læknirinn er sjúklingurinn Hlynur n. Grímsson var að skrifa sína fyrstu skáldsögu, Krabbaveisluna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.